Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 21

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 21
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 21 ragnHildUr BJarnadÓttir öðrum (Edwards, 2005b, 2009). Rannsóknir Edwards benda til þess að skilgreina megi slíka hæfni sem mikilvægan þátt í seiglu nemenda (Edwards og Mutton, 2007) Fagvitund (e. professional identity): Fagvitund kennara hefur orðið sérstakt rann- sóknarefni undanfarna áratugi. Skilgreiningar eru mismunandi en í mörgum tilvikum er vitnað í kenningar Georgs H. Mead og Eriks Erikson um þróun sjálfsvitundar og auk þess skilgreiningar á fagmennsku kennara. Meginspurningarnar í þessum rann- sóknum snúast í fyrsta lagi um hugmyndir kennara um sjálfa sig (t.d.: Hver er ég sem kennari? Hvernig vil ég vera sem kennari?) og um það hvernig þær hugmyndir þróast (Beijaard, 1995; Korthagen, 2004); í öðru lagi um það hvernig hugmyndirnar tengjast aðstæðum, samstarfshópum og starfsmenningu (Borko og Putnam, 1996); í þriðja lagi um það hvernig fagvitund birtist í frásögnum kennara (Connelly og Cland- inin, 1999). Í sumum tilvikum er áherslan lögð á að skoða vitsmunalega þætti í þessu þróunarferli, í öðrum tilvikum félags- og menningarlega þætti og enn öðrum tilfinn- ingalega þætti, sem þó virðist vera sjaldgæfast (Beijaard, Meijer og Verloop, 2004). Í þeim tilvikum beinist athyglin að spurningum um líðan í starfinu eða tilfinningar til þess, t.d. hvað það sé sem ógnar kennurunum helst í starfi, hvenær þeim líður illa og hvenær þeir eru stoltir af því að vera kennarar. Bandaríkjamaðurinn Edward Pajak hefur notað hugtök úr kenningu Carls Jung til að fá kennara til að skoða ómeðvitaðar og meðvitaðar hliðar á sjálfsvitund sinni og hliðar sem aðrir mega helst ekki sjá, svo og að fá þá til að hugleiða hvernig þær hliðar tengjast hugmyndum þeirra um hinn „slæma kennara“ (Pajak, 2011). Einnig hafa margir fræðimenn leitað svara við spurningunni um aðferðir, þ.e. hvers konar leiðsögn sé æskileg til að ná markmiðum um persónulegan styrk og öryggi í kennarastarfi. Ástralska fræðikonan Rosie Le Cornu hefur rannsakað þátt vettvangs- reynslu í að þróa seiglu kennaranema, og sérstaklega þá möguleika sem felast í því að nýta námssamfélög í þeim tilgangi, en þá er myndaður hópur einstaklinga sem hafa sameiginleg námsmarkmið og veita hver öðrum stuðning við að nálgast þau (sjá um- fjöllun um námssamfélög í næsta kafla). Niðurstöður rannsókna hennar benda til þess að miklu skipti að kennaranemar fái tækifæri til að taka virkan þátt í mismunandi gerðum námssamfélaga, meðal annars þeim sem eru skipuð jafningjum, þar sem lögð er áhersla á að efla mátt og kjark allra þátttakenda í gagnvirkum samskiptum (Le Cornu, 2009). Hún hefur rannsakað félagsleg samskipti og samvinnu í jafningjahóp- um, bæði sem aðferðir til að vinna gegn persónulegu óöryggi nýliða í kennarastarfi og til að efla hæfni þeirra til þátttöku í slíkri samvinnu (Le Cornu, 2005, 2009). Í framhaldi af rannsókn norræna hópsins, sem ég tók þátt í og nefnd var í upp- hafi þessa kafla, kannaði hópurinn félagslega ígrundun kennaranema, þ.e. ígrundun í hópum kennaranema, sem verkfæri til að efla hæfni þeirra til að takast á við erfið viðfangsefni kennara. Markmiðið var að rannsaka hvernig aðferðin nýttist þeim við að öðlast nýjan skilning á vandamálunum. Þátttakendur voru fyrirfram beðnir um að huga að sínum eigin þætti í samvinnunni, bæði sem gefendur og þiggjendur. Niður- stöður voru þær að nemarnir töldu sig geta lært mikið af öðrum í slíkum samskiptum jafningja, meðal annars af því að lesa eigin lýsingar á vandamálum og hugsanlegum lausnum fyrir aðra og finna samhug þeirra og skilning, einnig af því að hlusta á aðra. Þeir áttu á hinn bóginn erfitt með að sjá sig í hlutverki gefandans í samskiptunum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.