Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 22

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201322 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar sáu sig ekki sem hluta af félagslegri heild, eða námssamfélagi, sem hefur sameiginleg námsmarkmið og er umgjörð um gagnvirka leiðsögn (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2011). Ljóst er að kennaranemar þurfa að læra sérstaklega að beita slíkum aðferðum. Margir fræðimenn á Norðurlöndum og víðar eru gagnrýnir á bæði hagnýtar og vitsmunalegar áherslur í leiðsögn og eru þeirrar skoðunar að hið mannlega í leiðsögn- inni verði að fá meira vægi (Lindgren, 2005; Pajak, 2011). Kari Søndenå hefur gagn- rýnt að flestar leiðsagnarkenningar byggist á þekkingarfræði og vanræki spurningar af verufræðilegum (e. ontological) toga, meðal annars um eigin tilvist og tilfinningar sem tengjast starfinu (Søndenå, 2009). Hún hefur rannsakað ígrundun sem aðferð í leiðsögn og benda niðurstöður hennar til þess að hefðbundin ígrundun sé yfirleitt ein- staklingsmiðuð og vitræn, miðist einkum við að þróa vitsmunalega hæfni kennara sem einstaklinga, sem hún telur að nægi ekki (Søndenå, 2007; Søndenå og Sundli, 2004). Hún heldur því fram, og styður með rannsóknum, að ígrundun í hópum kennara- nema geti á hinn bóginn hentað vel til að efla tilfinningalega og félagslega hæfni þeirra til að takast á við flókin tilfinningaleg viðfangsefni kennarastarfsins. Þessir fræðimenn telja flestir að tengslin milli einstaklinga skipti meira máli en sjálfar samræðurnar og að leggja verði áherslu á að skapa trúnað og traust í þessum tengslum, þ.e. að leiðsagnarkennarinn treysti nemanum og öfugt. Athyglin verði að beinast að því sem gerist í tengslum milli einstaklinganna. Stuðningurinn sjálfur sé mikilvæg- ari en vitsmunaleg ögrun eða kennsla og ekki sé æskilegt að líta á leiðsögnina sem ferli með þekktu endamarki, þ.e. að öðlast tilgreinda starfshæfni. Gjarnan er vitnað í mannúðarkenningar Abrahams Maslow og Carls Rogers og ætti leiðsögnin samkvæmt þeim kenningum að taka mið af þörf einstaklingsins fyrir sjálfsbirtingu, eða fyrir „að þroska sjálfan sig“; hlutverk mentorsins er að styðja hann í því ferli. Þá er litið svo á að stuðningurinn sé markmið í sjálfu sér þar sem skjólstæðingurinn sé helsti sérfræðingur í eigin málum og stuðningsaðilinn eigi að vera spegill hans í leit að svörum. Í yfirlitsbók Skagens (2004) um þær leiðsagnaraðferðir, sem notaðar hafa verið í leiðsögn nýliða í kennslu í Noregi, heldur hann því fram að vinsældir persónulegrar leiðsagnar í nútímasamfélagi hafi haft áhrif á hugmyndir um starfstengda leiðsögn, meðal annars leiðsögn kennaranema. Ráðgjafar, stuðningsaðilar og leiðbeinendur starfi nú á fjölmörgum sviðum atvinnu- og einkalífs. Hann telur áhrifin meðal annars vera þau að hlutverk leiðsagnarkennara geti nú falist í persónulegum stuðningi án þess að sérstök menntunarmarkmið, t.d. tengd fagmennsku, séu höfð að leiðarljósi. Orðið mentor, sem fyrr var á minnst, hefur náð mikilli útbreiðslu bæði í skrifum á ensku og norrænum tungumálum. Yfirleitt er orðið mentor notað um þá sem veita persónulegan stuðning en það er líka notað um leiðsögn kennaranema (Smith, 2010; Sundli, 2007a). Hugsanlega stafa vinsældir þessa hugtaks af aukinni áherslu á það að nám byggist á samvinnu og þar með nálægð í félagslegum samskiptum. Sums staðar eru hlutverk mentora og leiðsagnarkennara aðgreind. Þá er lögð áhersla á að mentor- arnir séu reyndir kennarar sem fylgi nemum eftir í lengri tíma en almennt á við um afmörkuð tímabil vettvangsnáms, eins og t.d. sums staðar í Danmörku. Mentorinn getur bæði verið reyndur kennari úr heimaskóla eða háskólakennari. Aðalatriðið er að mentorinn hafi starfsreynslu og starfsþroska sem stuðli að öryggi kennaranemans og styðji hann í glímu við erfið viðfangsefni starfsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.