Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 24

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201324 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar Cornu og Ewing, 2008). Slíkt námssamband megi mynda þvert á stofnanir, milli leið- sagnarkennara og kennaranema og líka milli jafningja, þ.e. í hópi kennaranema sem veita hver öðrum stuðning í tengslum við vettvangsnám. Flestir þeir fræðimenn sem fjalla um kennaramenntun og leiðsögn frá þessu sjónar- horni styðjast við félags- og menningarbundnar kenningar (e. socio-cultural theories). Samkvæmt þeim kenningum þróast þekking og skilningur í félagslegum samskiptum og í menningarlegu samhengi eins og fjallað var um í kaflanum hér að framan um lærlingsnám. Hugsun einstaklinga fer bæði fram innra með þeim og líka í samskipt- um milli einstaklinga þar sem tungumálið er helsta verkfærið og endurspeglar bæði hugsun og menningu. Nýliðar í kennslu verði því að öðlast skilning á kennarastarfinu sem þætti í samfélagi og menningu en ekki eingöngu sem daglegu starfi kennarans (Borko, 2004; Edwards og Mutton, 2007; Greeno, 1998; Putnam og Borko, 2000). Norska fræðikonan Liv Gjems er ein þeirra sem fjallar um leiðsögn með hliðsjón af félags- og menningarbundnum kenningum og beinir athyglinni að gagnvirku námi í samskiptum leiðsagnarkennara og nýliða (Gjems, 2007). Hún skilgreinir starfstengda leiðsögn sem námsferli sem fram fer í samskiptum milli tveggja eða fleiri einstaklinga í þeim tilgangi að skapa sameiginlega merkingu og þar með nýjan skilning og nýja möguleika á athöfnum í starfi. Ný þekking og breyttur skilningur byggist alltaf á leit að samhengi og merkingu. Hlutverk leiðsagnarkennarans er að vera þátttakandi í þessari leit með nýliðum þar sem þeir vinna saman að því að öðlast skilning á starfi nýliðans og starfsaðstæðum. Leiðsögnin fer fram í samræðum og frásögnum um ýmsar hliðar starfsins og er tungumálið helsta verkfæri leiðsagnarinnar – og reyndar allrar merkingarsköpunar. Takmark leiðsagnarinnar er að skapa sameiginlega merk- ingu en ekki miðla merkingu til nýliðanna. Markmiðin eru lík markmiðum um breytta þátttöku í starfi (sjá flokk 2) en í þessu tilviki er áhersla lögð á gagnvirkt nám, að leiðsagnarkennarinn læri ekki síður en kennaraneminn. Þegar litið er á leiðsögn sem verkfæri til að ná markmiðum um víðtækari starfs- menntun og skólaþróun – eins og lýst er í upphafi þessa kafla – eru tvö hugtök áberandi: námssamfélag og jafningjaleiðsögn. Hugtakið námssamfélag (e. learning community) hefur verið skilgreint á ýmsa vegu. Í sumum tilvikum er skilgreiningin mjög almenn og námssamfélag þá skilgreint sem hópur eða samfélag sem myndar umgjörð eða stuðningsramma um félagsleg námsferli (Le Cornu og Ewing, 2008) og er þá einkum vitnað í Dewey og Vygotsky og í seinni tíð rannsóknir Rogoff (1990, 2003). Í umfjöllun um kennaramenntun undanfarinn áratug hefur hugtakið fagleg náms- samfélög (e. professional learning communities) verið notað í umfjöllun um skólaþró- un, skólastjórnun og kennaramenntun (Stoll, Bolam, McMahon, Wallace og Thomas, 2006). Í faglegum námssamfélögum í einstökum skólum vinna þátttakendur saman að því að þróa eigin þekkingu og hæfni og jafnframt hæfni og fagmennsku allra í hópn- um. Markmiðið er að efla og bæta skólastarfið og þar með menntun nemendanna. Fagleg námssamfélög einkennast af samvinnu þátttakenda, gagnrýninni hugsun, um- ræðu um gildi, áherslu á símenntun í starfi og þróun stofnana (sjá m.a. Hargreaves, 2007; Stoll o.fl., 2006). Jafningjaleiðsögn (e. peer mentoring) meðal kennaranema hefur verið rædd og rannsökuð á undanförnum árum (Le Cornu, 2005, 2009; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2011)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.