Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 47

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 47
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 47 Helga rUt gUðmUndsdÓttir að lesa og skrifa rytma eða hvort rytmaleikir væru kenndir eftir eyranu. Hlustun fór yfirleitt þannig fram að kennarinn leiðbeindi um hverju skyldi hlustað eftir og börnin sátu kyrr eða fengu verkefnablöð í tengslum við hlustunina. Hreyfing við tónlist var oft frjáls, en í stuttan tíma í einu, og algengt að kennarar beittu aðferðum eins og þeim að láta nemendur standa eins og myndastyttur þegar tónlistin var stöðvuð. Stór hluti tónmenntakennara notaði hluta kennslutímans til þess að kenna grunnatriði í tón- fræði og heiti á tónlistarlegum táknum, en sumir létu það alveg eiga sig. Í stuttu máli má segja að dæmigerður tónmenntatími fælist í einhverri hlustun á efni sem kennarinn valdi, einhvers konar virkni í formi söngs, klappleikja og notkunar skólaslagverks og svo vinnu ýmiss konar verkefnablaða sem tengdust annað hvort tónfræði eða fróðleik um tónlist og/eða tónskáld. Í einhverjum tilfellum mátti sjá sjálf- stæða vinnu nemenda í hópum þar sem unnið var með útsetningar og tónsköpun og einnig með tónlist í tölvum, en þetta var ekki dæmigert fyrir heildina. Markviss hreyfing við tónlist var ekki algeng í þeim tilgangi að skilja og greina tónlistina eða til þess að læra ákveðna dansa. Tiltölulega lítið virtist vera um markvissa vinnu með skólaslagverk yfir lengri tímabil, heldur virtust hljóðfærin sparlega notuð. Er tónmennt í hættu? Viðmælendur voru spurðir um það hvort þeir teldu að hætta steðjaði að námsgrein- inni tónmennt í þeirra skóla. Átta þeirra svöruðu afdráttarlaust neitandi. Þessir kenn- arar höfðu langa reynslu af því að stjórnendur vildu sinna þessum þætti vel. Viðmæl- endur sem töldu að framtíð tónmenntakennslu væri í hættu í sínum skóla óttuðust annars vegar tímaskerðingu eða stækkun hópa vegna sparnaðar og hins vegar voru þeir uggandi um það að ef þeir hættu kennslu fengist enginn í þeirra stað. Aðspurðir hvort þeir teldu tónmennt í hættu í íslenskum skólum var niðurstaðan nokkuð önnur. Af tíu sem tóku afstöðu til þessarar spurningar töldu sex að tónmennt væri í hættu almennt í skólum en þrír þeirra höfðu áður sagt að tónmennt væri alls ekki í hættu í þeirra eigin skóla. Hvað þarf að bæta? Í umræðum um hættur sem steðja að tónmenntakennslu ræddu viðmælendur um erfiðleika við að fá tónmenntakennara til starfa og að algengt væri að kennarar stöldr- uðu stutt við í þessari kennslu. Þeir ræddu um að tónmenntakennsla væri erfitt starf sem erfitt væri að sinna svo vel færi með stóra hópa. Einnig komu fram hugleiðingar á meðal yngstu kennaranna um það að lítil þróun væri í kennslu tónmennta og þörf á meiri framsækni í aðferðum og efni sem höfðaði betur til nemenda. Sumir viðmæl- endur höfðu ákveðnar skoðanir á því sem betur mætti fara í tengslum við kennslu tón- mennta í þeirra eigin skóla. Athyglisvert er að þriðjungur kennaranna sagðist gjarnan vilja fá annan tónmenntakennara til samstarfs og nokkrir nefndu vilja til meira sam- starfs við aðra kennara skólans. Í gagnrýni yngstu kennaranna á viðteknar venjur í tónmenntakennslu kom fram að þeir töldu að hingað til hefðu menn verið of upp- teknir af því að kenna og láta nemendur læra staðreyndir og eitthvað áþreifanlegt sem jafnvel mætti prófa úr, svo sem að skrifa nótur og læra um tónskáld og tónverk,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.