Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 81

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 81 margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir Þegar litið er hingað heim má sjá að Íslendingar hafa verið nokkuð umburðarlyndir gagnvart innflytjendum miðað við íbúa annarra Evrópulanda (t.d. Friðrik H. Jónsson, 2003). Fram kemur einnig í könnun Rauða Kross Íslands, sem IMG Gallup stóð að árið 2005, að 19% fólks á aldrinum 15–75 ára töldu lífsgæði sín hafa batnað við fjölgun innflytjenda hér á landi en 5% töldu þau hafa versnað (Ásdís G. Ragnarsdóttir, Jón K. Árnason og Matthías Þorvaldsson, 2005). Eftir efnahagshrunið 2008 virðast þó heldur fleiri en fyrir þann tíma telja að of margir innflytjendur hafi komið hingað til lands á síðustu árum og að þeir ógni íslensku samfélagi (Linda Björk Pálmadóttir, Jón Gunnar Bernburg, Anna Soffía Vík- ingsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir, 2011). Í því samhengi má nefna að nokkrar erlendar rannsóknaniðurstöður benda til þess að eftir því sem fólk álítur að menningu og efnahag landsins stafi meiri ógn af innflytjendum vaxa fordómar þess gagnvart þeim (Leong, 2008; Riek, Mania og Gaertner, 2006). Fólk sem telur innflytjendur vera ógn við samfélagið virðist einnig líta neikvæðum augum á fjölmenningu; lítill ávinningur sé fólginn í henni fyrir samfélagið. Menningu og efnahag landsins stafi nokkur hætta af komu innflytjenda og þeim er gjarnan kennt um ýmislegt sem miður fer í þjóð- félaginu. Aftur á móti eru þeir sem telja mikinn ávinning felast í komu innflytjenda til heimalands síns jákvæðari í garð innflytjenda og styðja frekar réttindi þeirra en aðrir. Þeir sjá jafnframt kosti við það að fá fleiri innflytjendur til landsins og leggja áherslu á aukin samskipti milli ólíkra hópa (t.d. Leong, 2008; McLaren, 2003). Í athugun á viðhorfum íslenskra ungmenna til fólks af erlendum uppruna kom fram árið 1995 að þau (14 ára) voru líklegri til að samþykkja að innflytjendur ættu að eiga rétt á að kjósa til þjóðþings en ungmenni annarra þátttökuþjóða (Bragi Guð- mundsson og Gunnar Karlsson, 1999). Breyting virðist þó verða á viðhorfi ungmenna til innflytjenda frá árinu 1997 til 2003. Hlutfallslega fleiri grunnskólanemar í 9. og 10. bekk töldu árið 2003 (27%) að „nýbúar“ hefðu neikvæð áhrif á íslenskt samfélag en árið 1997 (15%) (Inga Dóra Sigfúsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Jón Sigfússon, 2005). Hátt hlutfall (tæp 90%) ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára taldi þó kynþáttafordóma aldrei eiga rétt á sér árið 2011 (Gunnar E. Finn- bogason, Gunnar J. Gunnarsson, Halla Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2011). Í rannsókninni Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi, sem þessi rannsókn er hluti af og fór fram í árslok 2009 og upphafi árs 2010, tók meirihluti ungmenna (14 og 18 ára) jákvæða afstöðu til réttinda og tækifæra innflytjenda. Sem dæmi var meirihluti þeirra, eða um 80%, hlynntur því að innflytjendur ættu að hafa tækifæri til að viðhalda upp- runalegum siðum sínum og lífsstíl (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2011). Eigindlegar rannsóknir (t.d. viðtalsrannsóknir) á málefnum innflytjenda hafa að mestu snúist um reynslu og viðhorf innflytjendanna sjálfra, t.d. hvað þeim finnst hafa ýtt undir jákvæða reynslu af því að setjast að í nýju landi (t.d. Ko og Perreira, 2010) og hvort þeir hafi fundið fyrir kynþáttafordómum (t.d. Kristín Loftsdóttir, 2011). Minna hefur verið um eigindlegar rannsóknir á viðhorfum til innflytjenda, til dæmis hvernig fordómar birtast í viðhorfum fólks. Þá hafa flestar þeirra fjallað um viðhorf og fordóma fullorðinna (t.d. Valentine og McDonald, 2004). Fáir hafa því kannað við- horf ungmenna til fólks af erlendum uppruna með eigindlegum aðferðum. Evrópsk samanburðarrannsókn (Knauth, Jozsa, Bertram-Troost og Ipgrave, 2008) á viðhorfum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.