Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 83

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 83 margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir skilning á viðhorfum ungmenna (nítján talsins, 15 og 19 ára) til mannréttinda inn- flytjenda annars vegar og móttöku flóttamanna hins vegar. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: • Hvaða meginstef birtast í viðhorfum ungmennanna til réttinda innflytjenda? • Hvaða meginstef birtast í viðhorfum ungmennanna til móttöku flóttamanna? aÐfErÐ Eigindlegar rannsóknaraðferðir eru vel til þess fallnar að dýpka þekkingu á þeirri merkingu og þeim skilningi sem einstaklingar gefa lífi sínu og reynslu (Creswell, 2007). Þær henta því vel fyrir viðfangsefni þessarar rannsóknar, en það er að laða fram viðhorf ungmenna til réttinda innflytjenda og móttöku flóttamanna. Rannsóknin er viðtalsrannsókn og er þemagreining notuð við að greina viðtölin (Creswell, 2007). Þátttakendur Samtals tóku nítján ungmenni þátt í viðtölunum: níu piltar (sex 15 ára og þrír 19 ára) og tíu stúlkur (fjórar 15 ára og sex 19 ára). Eitt þeirra átti móður af erlendum uppruna en hafði alist upp hérlendis. Ungmennin í yngri hópnum voru í 10. bekk grunnskóla fyrir utan tvö þeirra sem voru komin í framhaldsskóla. Þau í eldri hópnum stunduðu öll nám í framhaldsskóla þegar viðtölin fóru fram. Við val á þátttakendum var mæling á viðhorfum ungmennanna til mannréttinda í heildarrannsókninni Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi lögð til grundvallar. Mælingunni var skipt í þrennt; þau sem skoruðu í hæsta þriðjungi, mið-þriðjungnum og lægsta þriðjungi fyrir hvorn aldurs- hóp (14 ára, 509 talsins; 18 ára, 533 talsins). Dregin voru út nöfn tveggja stúlkna og tveggja pilta úr hverjum þriðjungi úr hvorum aldurshópi með tilviljunaraðferð, sam- tals 24 og náðist til 19 þeirra. Sjö ungmennanna voru búsett á höfuðborgarsvæðinu, fjögur í byggðakjarna sunnanlands og átta í byggðakjarna norðanlands. Þátttakendum voru gefin dulnefni. Í yngri hópnum voru nöfnin: Arnaldur, Benjamín, Dagný, Eiríkur, Ellen, Gunnlaugur, Rannveig, Unnur, Viktor og Ævar. Í eldri hópnum voru það nöfnin: Finnur, Ingibjörg, Hákon, Lára, María, Svandís, Tinna, Þuríður og Úlfur. Framkvæmd Rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd. Fengið var leyfi fyrir rannsókninni frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögum þar sem við átti og sömuleiðis fengið leyfi frá ungmennunum, foreldrum yngri hópsins, skólastjórnendum og kennurum. Haustið 2010 og í byrjun árs 2011 voru hálfopin einstaklingsviðtöl tekin við ung- mennin. Einstaklingsviðtölin fóru öll fram í skóla viðkomandi. Viðtalið var kynnt fyrir hverju ungmenni, fyrst í gegnum síma og síðan í eigin persónu þegar hist var fyrir viðtalið. Ungmennunum var tjáð að þau tækju þátt í rannsókn á borgaravitund ungs fólks þar sem spurt yrði um viðhorf þeirra til ýmissa samfélagslegra málefna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.