Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 90

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 90
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201390 ViðHorf Ungmenna til mannréttinda innflytJenda og mÓttökU flÓttafÓlks Tækifæri í nýju landi Ein meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að ungmennin leggja áherslu á að inn- flytjendur fái tækifæri til að njóta sín í nýju landi og þeim finnist þeir vera hluti af samfélaginu. Til þess að svo geti orðið telja þau mikilvægt að innflytjendur læri ís- lensku og hafi jöfn réttindi á við aðra íbúa landsins. Þeir hafi meðal annars rétt til þess að viðhalda tungu sinni, trú og lífsstíl og það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd þeirra. Ungmennin benda jafnframt á að fordómar gagnvart innflytjendum í samfélaginu geri þeim erfitt fyrir að komast inn í samfélagið og það takmarki tækifæri þeirra í samfélaginu. Áhersla ungmennanna á íslenskukunnáttu innflytjenda samræmist áherslum ýmissa opinberra stofnana hér á landi eins og mennta- og menningarmálaráðuneyt- isins og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hjá þeirri síðarnefndu er því haldið fram að tungumálið sé lykill að tækifærum og virkri þátttöku í samfélaginu og að innflytj- endur, og þó sér í lagi börn af erlendum uppruna, eigi rétt á að læra íslensku til að þau verði ekki utanveltu í samfélaginu (Mannréttindaskrifstofa Íslands, e.d.). Meirihluti innflytjenda á Íslandi sýnir einnig vilja til að læra íslensku. Í rannsókn Félagsvísinda- stofnunar og Fjölmenningarseturs frá árinu 2009 segjast 86% þátttakenda vilja læra íslensku eða læra hana betur; aðeins 6% þeirra segjast ekki vilja læra íslensku eða ekki vilja læra hana betur (Vala Jónsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir og Ragna Benedikta Garðarsdóttir, 2009). Viðtalsrannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi renna enn fremur stoðum undir það að innflytjendur hafi áhuga á að læra íslensku (t.d. Kristín Erla Harðardóttir, Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir, 2007). Áhersla ungmennanna á réttindi innflytjenda til að hafa áhrif og rödd í samfélaginu endurspeglar niðurstöður erlendra rannsókna þar sem komið hefur í ljós að mörg börn og ungmenni rökstyðja mikilvægi tjáningarfrelsis með því að vísa til þess að allir eigi rétt á að hafa rödd í lýðræðislegum og pólitískum stofnunum samfélagsins (t.d. Wainryb, 2006). Orðræða ungmennanna um mikilvægi þess fyrir innflytjendur að viðhalda þáttum sem tengjast sjálfsmynd þeirra, eins og tungumáli, trú og lífsstíl, rímar við umræðu fræðimanna um mikilvægi þess að fólk sem flyst til annars lands viðhaldi sjálfsmynd sem tengist upprunalandi þess (t.d. Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 2004; Phinney og Alipuria, 1990). Líkt og ungmennin tala um að fordómar geti takmarkað möguleika og gert líf inn- flytjenda hér á landi erfiðara hefur komið fram hjá fræðimönnum að fordómar vegna uppruna eða litarháttar fólks skerði tækifæri og réttindi þess í samfélaginu (sjá t.d. Osler, 2008). Sú skoðun eins viðmælandans að neikvæðar staðalmyndir í kvikmyndum geti kynt undir fordóma gagnvart innflytjendum minnir jafnframt á hvað kvikmyndir og fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki við að skapa þá ímynd sem almenningur fær af innflytjendum. Bresk rannsókn á fordómum bendir til þess að fólk vísi oft til fjölmiðla þegar það réttlætir viðhorf sín til fólks af erlendum uppruna og að fjölmiðlar kyndi oft og tíðum undir þá upplifun fólks að koma innflytjenda og flóttafólks sé ógn við samfélagið sem fyrir er (Valentine og McDonald, 2004).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.