Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 92

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 92
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201392 ViðHorf Ungmenna til mannréttinda innflytJenda og mÓttökU flÓttafÓlks Nokkur ungmennanna eru þó ekki tilbúin til að taka á móti fjölda flóttafólks. Í því samhengi má nefna að erlendar rannsóknir á viðhorfum til flóttamanna hafa sýnt að fólk álítur oft að flóttafólk sé orðið of margt í landinu og að það annað hvort taki störf af þeim íbúum sem fyrir eru eða nenni ekki að vinna (Valentine og McDonald, 2004). Ungmennin vilja heldur ekki taka á móti hverjum sem er; kanna þurfi bakgrunn flóttafólks. Segja má að sú hugsun þeirra endurspegli ákvæði Flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna; þar segir að ekki eigi að taka á móti þeim sem gerst hafi sekir um alvarlega glæpi (Mannréttindaskrifstofa Íslands, e.d.). Helstu takmarkanir rannsóknarinnar felast í þeim þætti sem snýr að viðhorfi ung- mennanna til móttöku flóttafólks þar sem leita hefði mátt nánar eftir viðhorfum þeirra til réttinda þess. Þá byggjast niðurstöðurnar á viðtölum, aðferð sem getur verið tak- markandi að því leyti að ungmennin geta verið misjafnlega í stakk búin til að lýsa hugmyndum sínum og reynslu. Styrkleikar rannsóknarinnar eru m.a. þeir að leitað er eftir röddum ungmenna um málefni fólks af erlendum uppruna með eigindlegum aðferðum til að öðlast betri skilning á hugsun þeirra. Hingað til hafa viðhorf þeirra oftast verið athuguð með tölfræðilegri úrvinnslu spurningalista sem lagðir hafa verið fyrir þau (megindleg aðferðafræði). Í viðtals- eða rýnihóparannsóknum hefur athyglin jafnframt beinst að viðhorfum fullorðinna frekar en ungmenna. Þá hafa viðhorf ungmenna til móttöku flóttamanna ekki verið könnuð áður á alþjóðavísu með eigindlegum viðtölum svo að vitað sé til. Rannsóknin ætti því að vera þarft framlag á þessu sviði bæði hér á landi og erlendis. niÐUrlag Gildi rannsóknarinnar felst í því að dýpri innsýn fæst í viðhorf ungmenna til réttinda innflytjenda og móttöku flóttamanna. Meginniðurstöður eru þær að almennt sýna ungmennin jákvæð viðhorf til innflytjenda; þau styðja rétt þeirra til að taka þátt í samfélaginu og til að viðhalda sjálfsmynd sinni. Jafnframt vísa mörg þeirra til rétt- lætissjónarmiða eins og mannréttinda, jafnréttis og sanngirni í rökstuðningi sínum fyrir réttindum innflytjenda og móttöku flóttamanna. Á margan hátt sýna þau getu til að setja sig í spor fólks sem hefur sest að í nýju landi. Aðildarríki Mannréttindayfirlýsingar SÞ hafa skuldbundið sig til þess að efla þekk- ingu barna og ungmenna á mannréttindum (Osler, 2008). Í þess konar fræðslu er með- al annars lögð áhersla á að fjalla um stöðu minnihlutahópa í samfélaginu (Gaudelli og Fernekes, 2004; Osler, 2008) til að auka skilning á aðstæðum ólíkra hópa. Með því að huga að viðhorfum ungmenna til málefna innflytjenda með þeirri aðferð sem hér var notuð fæst mynd af því hvernig þau hugsa um innflytjendur og réttindi þeirra og hvernig þau skilja mannréttindi almennt. Aukinn skilningur á hugsun þeirra og viðhorfum ætti að geta lagt mikilvægan grunn að því að efla borgaravitund þeirra og mannréttindahugsun. Sem dæmi má taka að með því að skoða bæði jákvæð og neikvæð viðhorf þeirra til þessa málaflokks, eins og hér var gert, fæst skýrari mynd af því hvers vegna sum ungmenni sýna neikvæð viðhorf til innflytjenda, sem læra má af.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.