Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 106

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 106
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013106 UppHaf kennaramenntUnar í UppeldismiðUðUm HandmenntUm Heimilisiðnaður og uppeldismiðaðar handmenntir Við iðnvæðingu hins vestræna heims færðist gerð áhalda og fatnaðar smám saman frá sveitaheimilum til verksmiðja. Handverkið hvarf þó ekki af heimilunum. Um miðja 19. öld var hugtakið heimilisiðnaður farið að ryðja sér til rúms, til aðgreiningar frá verksmiðjuiðnaði. Einfaldasta útskýring hugtaksins heimilisiðnaðar er að það séu hlutir sem gerðir eru á heimilum (Mörður Árnason, 2010). Á fyrstu áratugum 20. aldar var hugtakið heimilisiðnaður þó fyrst og fremst tengt nýbreytni, framförum og atvinnusköpun (Áslaug Sverrisdóttir, 2011). Heimilisiðnaðarstefnan tengist þjóðernis- hyggju og varðveislu og hagnýtingu gamalla verkaðferða við að framleiða fallega og nytsamlega hluti er hæfa kröfum nýs tíma en með vísun í þjóðlegan menningararf (Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2013). Heimilisiðnaðinum var í upphafi einnig ætlað að efla sjálfsbjargargetu heimila og gefa ungu handverksfólki tækifæri til að vinna fyrir sér (Inga Lára Lárusdóttir, 1913). Talsmenn heimilisiðnaðar á Íslandi á upphafstíma uppeldismiðaðra handmennta voru sammála um að ef takast ætti að koma á fót iðnaði á heimilum á nýjan leik yrði framleiðslan að svara kröfum tímans. Skiptar skoðanir voru þó á því hvort nýta bæri íslenskan efnivið. Aðalatriðið var að koma á fót heimilisiðnaði sem gæti keppt við innfluttan varning að gæðum og útliti. Heimilisiðnaðurinn átti að skila arði með því að nýta betur vinnuafl og auka tekjur. Menn voru heldur ekki einhuga um það hvers konar handverk og framleiðsla hentaði best. Hins vegar sáu margir handverkskennslu í skólum sem leið til að mennta þjóðina í heimilisiðnaði, sem hefði síðan áhrif á fram- gang hans í samfélaginu, íslensku atvinnulífi til hagsbóta (Áslaug Sverrisdóttir, 2011; Sigrún P. Blöndal, 1929). Þegar kennsla í uppeldismiðuðum handmenntum var kynnt hér á landi gaf Jón Þórarinsson henni heitið skólaiðnaður, til aðgreiningar frá heimilisiðnaði, í ljósi ólíkra markmiða þessara stefna. Hann segir meginmarkmið heimilisiðnaðar vera sjálfsbjargar- viðleitni og að afla heimilinu tekna. Þótt skólaiðnaður sé um margt skyldur heimilis- iðnaði þá sé markmið hans að „veita unglingum andlegt og líkamlegt uppeldi, að mennta þá í orðsins sanna skilningi“ (Jón Þórarinsson, 1891, bls. 8). UppHaf KEnnaraMEnntUnar Í UppElDisMiÐUÐUM HanDMEnntUM á ÍslanDi Fyrstu ákvæði um barnakennslu á Íslandi er að finna í tilskipun frá 12. desember 1860. Þá var Reykjavíkurkaupstað gert skylt að stofna barnaskóla. Sett var reglugerð þann 27. október 1862 þar sem segir um menntun kennara: „Kennarar geta þeir einir orðið, sem eru orðnir tvítugir að aldri og geta orðið prestar á Íslandi eður eru útskrifaðir úr menntastofnun handa skólakennurum (skolelærerseminarium)“ (Reglugerð fyrir barnaskóla í Reykjavík 27. október 1862). Til að stunda nám í skolelærerseminarium þurfti að leita út fyrir landsteinana. Halldór Bjarnason frá Skildinganesi var fyrstur Íslendinga til að ljúka kennaraprófi árið 1806 frá Blaagaardsseminariet í Danmörku en hann kenndi aldrei á Íslandi. Pétur Guðjohnsen lauk formlegu kennaraprófi árið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.