Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 112

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 112
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013112 UppHaf kennaramenntUnar í UppeldismiðUðUm HandmenntUm Kenndir voru tveir tímar á viku og viðfangefni stúlkna og pilta urðu nú að mestu þau sömu. Þau voru prjón og saumur á algengum munum, gerð ýmissa muna úr basti, bursta-, sópa-, skó- og körfugerð, útsögun, bókband og viðgerðir (Gunnar M. Magn- úss, 1939; Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Um kennsluna segir Halldóra í ævisögu sinni: Stúlkurnar prjónuðu og saumuðu. Sumir piltanna prjónuðu líka. Ég vildi láta þá alla taka lykkjuna, það gat komið sér vel síðar. Sumir voru líka mestu prjónakarlar frá fyrri tíð. Ég lét þá sauma sér hlífðarsvuntu til þess að hafa við bókbandið, og kríla- bönd í … Það var sérstaklega gaman að kenna piltunum handavinnuna, þetta var allt svo nýtt hjá þeim. (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1960, bls. 163–164) Þótt ætlun Halldóru hafi að hluta til verið að gera hefðbundnu íslensku alþýðuhand- verki skil, svo sem prjóni og saumaskap, kenndi hún einnig handverksaðferðir sem hún hafði tileinkað sér í Noregi. Trúlegt er að hún hafi viljað innleiða þessar aðferðir til stuðnings þeirri hugsjón sinni að gera Íslendinga sjálfum sér nóga og óháða öðrum með eflingu heimilisiðnaðarins (Áslaug Sverrisdóttir, 2011; Halldóra Bjarnadóttir, 1912). Námsmat í handavinnu byggðist á mati á verkefnum nemenda sem þeir skiluðu að vori. Bókband varð vinsælt meðal nemenda. Sem dæmi má nefna að rúmur þriðj- ungur þeirra 999 hluta sem nemendur skiluðu af sér vorið 1928 var innbundnar bækur (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Haldnar voru sýningar á vinnu nemenda á vorin (Vigdís Pálsdóttir, 1985). Skólaárin 1930–1933 lagðist handavinnukennslan af vegna þrengsla í skólanum, en hófst aftur skólaárið 1933–1934 (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Þess má geta að nokkrir nemendur höfðu látið í ljós óánægju með að geta ekki útskrifast með þekk- ingu á handavinnu og að geta ekki nýtt sér hana í starfi. Einnig kom fram ósk frá Hinu íslenska kennarafélagi um að sérstök handavinnudeild yrði stofnuð við skólann, sem gæti bæði sinnt handavinnumenntun starfandi og verðandi kennara. Árið 1933 tók við kennslunni Arnheiður Jónsdóttir, sem kenndi við skólann til 1953 (Freysteinn Gunnarsson, 1958; Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Arnheiður hafði numið við Kunstflids- og kunstindustriskolen í Kaupmannahöfn 1921–1922 (Ólafur Þ. Kristjánsson, 1958). Kenndar voru tvær stundir á viku, að mestu með nýj- um viðfangsefnum og listrænum áherslum. Nú var fyrsta bekk kennd pappírs- og pappavinna og meðhöndlun leirs, ásamt meðferð vatnslita til skreytinga. Í öðrum og þriðja bekk unnu piltar áfram með pappa og skáru í línóleumdúk. Í þriðja bekk var piltum auk þessa kennt bókband sem fyrr. Skólaárið 1939–1940 færðist handavinnu- kennsla pilta alfarið yfir í Handíða- og myndlistaskólann, en kennsla stúlkna hélst áfram innan skólans (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). ályKtanir Og lOKaOrÐ Upphaf kennaramenntunar í uppeldismiðuðum handmenntum á Íslandi má rekja til Danmerkurferðar Jóns Þórarinssonar skólameistara í Flensborg, en þar sótti hann nám- skeið í Slöjdlærerskole Mikkelsens í Kaupmannahöfn. Augljóst er að Jón heillaðist af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.