Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 128

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 128
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013128 sJálfBærnimenntUn í leikskÓla Eftir tveggja daga vinnu tók útileiksvæðið verulegum stakkaskiptum og vel er hægt að merkja á útileikjum barnanna, og uppgötvunum sem tengjast því, ánægju þeirra með breytinguna. Það eru komnir steinar til að klifra á, hólar og hæðir til að hlaupa upp og niður af og skýli til að leita skjóls fyrir veðri og vindum. Síðast en ekki síst var gróðursett í vermireiti vítt og breytt um svæðið; rabarbari, kryddjurtir og grænmeti sem börnin forræktuðu í leikskólanum. Síðsumars nýttu börnin meðal annars rabarbar- ann til sultugerðar með aðstoð kennara sinna og fóru með afreksturinn heim í krukk- um. Á fésbókarsíðu leikskólans má sjá fréttir og myndir af því hvernig svæðið hefur verið nýtt (Leikskólinn Tjarnarsel, e.d.). Dæmi II: Sjónarmið barna Síðastliðin ár hafa leikskólakennarar verið að leita leiða til að styrkja borgaravitund barna og aðstoða þau við að koma sjónarmiðum sínum og ábendingum á framfæri um ýmislegt sem betur má fara í bæjarfélaginu. Einn liðurinn í því var að koma með ábendingu til hundaeigenda bæjarins. Börnin í Tjarnarseli hafa í gegnum árin furðað sig á því hversu margir hundaeigend- ur þrífa ekki upp saur eftir hundana sína. Oftar en ekki þurfa þau, í vettvangsferðum sínum um nánasta umhverfi leikskólans, að sveigja fram hjá hundaskít eða einhver stígur ofan á hann. Eftir miklar umræður og vangveltur ákvað hópur elstu barnanna að teikna myndir og skrifa texta með aðstoð kennara sinna, með ráðleggingum til hundaeigenda. Ráð barnanna voru eftirfarandi: • Þú sem átt hund, muna að þrífa eftir hann. • Þú þarft að taka með þér poka. • Þrífa upp kúkinn. • Burt með hundaskít. • Þetta gerir bæinn okkar ljótan. (Leikskólabörn vilja hundaskítinn burt, 2012) Síðan gengu börnin í stofnanir og fyrirtæki bæjarfélagsins, og fengu leyfi til að hengja ráðleggingarnar upp. Undantekningarlaust var vel tekið á móti þeim. Dæmi III: Þátttaka leikskólabarna í Grænum apríl og Degi umhverfisins Í tilefni af Grænum apríl og Degi umhverfisins birtist fréttatilkynning frá leikskól- anum í einu af bæjarblöðunum með þessa hvatningu Í tilefni af Grænum apríl og Degi umhverfisins vilja leikskólabörn og kennarar Tjarn- arsels hvetja alla bæjarbúa til að „Gera hreint fyrir sínum dyrum“. Umhverfisliðar í Tjarnarseli ætla ekki að láta sitt eftir liggja og munu þann 25. apríl taka til hendinni á Tjarnargötutorginu og í skrúðgarðinum. Börnin vilja endilega fá fleiri í lið með sér og bjóða bæjarbúum að leggja sitt af mörkum og mæta á fyrrnefnda staði kl. 10.00 þann dag. (Bæjarbúar geri hreint fyrir sínum dyrum, 2012)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.