Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 133

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 133
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 133 arna H. JÓnsdÓttir Kynjajafnrétti Í heftinu (bls. 18) er greint frá nýlegri könnun á högum, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára og þar vakti athygli hversu afturhaldssöm viðhorf íslenskra unglinga eru til jafnréttis kynjanna. Þar kemur fram að fjórir af hverjum tíu íslenskum piltum telja að karlar eigi að ganga fyrir konum um störf. Nær helmingur íslensku drengjanna telur að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung og 14% drengjanna eru fylgjandi því að konur vinni alls ekki úti. Samt sem áður telja 88% piltanna að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Hvernig stendur á þessu, hvaðan koma þessar skoðanir á jafnrétti kynjanna? Og hvernig er hægt að skýra misræmið í afstöðu piltanna? Samstarfskona mín spurði mig nýlega hver væri mín fyrsta minning tengd jafnrétti, eða misrétti, í tengslum við kyn mitt. Ég fór yfir æsku mína í huganum. Ég hoppaði úr rólunni út í sandkassa, ég gekk upprétt yfir slána, ég fór í slábolt, brennubolta, landa- parís, löggu og bófa og ratleik. Það gerðu strákarnir líka. Ég velti fyrir mér hvort ég væri haldin kynjablindu og hafnaði kynjamisrétti eða sæi það ekki þó það væri fyrir framan nefið á mér. Fyrsta raunverulega minningin mín var frá því að ég átti barn nítján ára gömul og var að lesa utan skóla síðasta bekk Menntaskólans á Akureyri og var heima með barnið þann vetur en maðurinn minn vann á skrifstofu. Hvorki mér né öðrum datt í hug að þetta ætti að vera öðruvísi. Þegar við síðan fluttum suður fór maðurinn minn í nám en ég var heima með barnið þar til það var orðið nægilega gamalt til að fara til dagmömmu og þá fór ég í nám. Þegar dagmamman síðan hætti skyndilega störfum stefndi allt í það að ég myndi hætta námi. Þarna fannst mér reyndar að hlutirnir ættu að vera öðruvísi. Ég barðist því þar til ég fékk dvöl, með góðra kvenna hjálp, fyrir barnið á dagheimili og hélt áfram námi. Mér finnst eins og könnunin á viðhorfum íslensku unglingspiltanna gæti allt eins hafa verið gerð fyrir 40 árum. Niðurstöðurnar eiga vel við þá stöðu sem ég var í þá. Ef ég skil kynjablinduhugtakið rétt þá myndi ég segja að þeir íslensku ungu karlmenn sem hér um ræðir séu haldnir henni en ábyrgðin er ekki alfarið þeirra einna. Starfið sem á sér stað í skólum landsins hefur áhrif á nám og velferð barna. Ef við tryðum því ekki værum við ekki kennarar. Í niðurstöðum rannsóknar Þórdísar Þórðardóttur (2012) í tveimur leikskólum í Reykjavík kom fram að leikskólabörnin hafa lært að velja sér uppáhaldsbarnaefni að mestu eftir upplifunum sínum af því að vera telpur eða drengir. Það ánægjulega við niðurstöðurnar var að sum börn efuðust um réttmæti staðalmynda kynjanna ef þeim voru sköpuð skilyrði til þess. Það sem dregur úr ánægjunni eru þær niðurstöður að leikskólakennararnir töldu sig stuðla að jafnrétti kynjanna með því að sýna einstaklingum, en ekki kyni þeirra, athygli og töldu kynjamun eðlislægan (Þórdís Þórðardóttir, 2012). Þórdís dregur því þá ályktun að það þurfi að leggja metnað í að kynna nýjum kennaranemum grundvallarhugtök kynjafræða og skapa þeim þannig verkfæri til að greina kynjamismun í skólastarfi. Einnig að það þurfi að gefa starfandi kennurum kost á endurmenntunarnámskeiðum í kynjafræðum til þess að færa þeim verkfæri sem gerir þeim kleift að þróa aðferðir í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.