Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 136

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 136
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013136 að lifa og læra Jafnrétti verið í umræðu í íslensku þjóðfélagi og menntakerfi í gegnum tíðina þó svo athygli manna hafi aukist til muna á samningnum í seinni tíð. Um það bera m.a. grunnþætt- irnir í aðalnámskránum vitni. Fram kemur í viðtali við Guðna Olgeirsson, sérfræðing hjá mennta- og menningar- málaráðuneytinu, að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi komið með athuga- semdir um stöðu innflytjendabarna, brotthvarf þeirra úr framhaldsskólum og stöðu fatlaðra nemenda og nemenda með sérþarfir, ennfremur benti hann á að samhæft átak þurfi gegn einelti (Hjördís Eva Þórðardóttir og Guðni Olgeirsson, 2013). Ástæða er til að benda á kennsluhugmyndir á vef um Barnasáttmálann (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, e.d.) og ánægjulegt er að vekja athygli á að leikskólinn Álfaheiði fékk nýlega jafnréttisverðlaun jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar, m.a. fyrir vinnu leikskólans með Barnasáttmálann. lÆrDóMsMEnning Og saMþÆtting jafnréttisMEnntUnar Í ÖllU sKólastarfi Í jafnréttisheftinu kemur fram að stefnan um skóla margbreytileikans eða skóla án aðgreiningar hafi sprottið upp sem andsvar við útilokun fatlaðra barna í hinu almenna skólakerfi en beinist nú gegn hvers kyns útilokun, þar er margbreytileika fagnað og einsleitni hafnað (bls. 8). Til að þróa skóla margbreytileikans liggur beinast við að nota hugmyndir um árangursríkt lærdómdómssamfélag (sjá m.a. Stoll og Louis, 2005). Þar er þróuð lærdómsmenning; samfélagsþegnar, börn og fullorðnir, þar með taldir foreldrar, hafa komið sér saman um gildi og framtíðarsýn og réttindi og sjónarmið barna eru virt. Þar eru grunnþættirnir hafðir að leiðarljósi og sérstaklega hugað að jafnrétti á öllum sviðum skólastarfsins. Þar spretta upp hugmyndir um þróunar- verkefni og starfendarannsóknir tengdar jafnrétti, gögnum er safnað og rýnt til gagns, þar fara fram styðjandi og ögrandi umræður og óvænt atvik eru krufin. Það sem á sér stað í samskiptum kennara og barna er greint með jafnréttisgleraugum og spurt: Hvaða viðhorfum erum við að miðla, hvers konar kennsla, starf og nám á sér stað? Tilgangur minn með þessari grein var að meta hvort við lifum og lærum jafnrétti í jafnrétti eða misrétti. Við gerum hvort tveggja en enn hallar of mikið á misréttishliðina. Það þarf ekki að breyta öllum heiminum í einu, það er hægt að byrja smátt því þó við einbeitum okkur aðeins að einum þætti í skólastarfinu þá hefur það áhrif á það allt. HEiMilDir 31% orðið fyrir kynferðislegri áreitni . (2013, 16. október). RÚV. Sótt 2013 af http:// www.rúv.is/frett/31-ordid-fyrir-kynferdislegri-areitni Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. (e.d.). Sótt af http://www.barnasattmali.is/ Davíð Þór Björgvinsson. (1995). Barnaréttur. Reykjavík: Orator.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.