Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 140

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 140
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013140 stoðir og stÓlpar árum, svo sannarlega séð björtu hliðarnar á tilverunni. Við vorum til dæmis einu sinni í göngutúr einhvern tíma á þessum árum í hverfinu hennar og ætluðum yfir götu og ég sagði við hana: „Við þurfum að passa okkur á bílunum.“ Þá sagði mín: „Já, ég ætla örugglega að deyja úr einverju öðru en bílslysi“ ... og við hlógum hjartanlega, saman. Hún sagði líka oft í gamansömum tón þegar ég spurði hana hvernig henni liði: „Jú, jú – ég er talsvert betri en þegar ég er verri.“ Þetta eru náttúrlega dásamleg viðbrögð og sýna að mælikvarði á heilbrigði og velferð getur verið með öllu móti, hægt að nota ólíkar mælistikur og viðmiðanir en um leið getur jákvætt viðhorf til lífsins og tilverunnar haft mikið að segja. Ég geri til dæmis ráð fyrir að við á okkar góða Íslandi höfum talsvert aðrar hugmyndir um það sem þessi tvö innihaldsríku orð geta merkt en til dæmis vinir okkar í Færeyjum, hvað þá þeir sem búa í löndum miklu fjær okkur, til dæmis Egyptalandi eða Sýrlandi. góÐir KOstir Heilbrigði byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings við umhverfi sitt og félagslegum kringumstæðum. Allt skóla- starf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan óháð efnahag og aðstæðum enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Helstu áhersluþættir heilbrigði eru jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Allir þurfa að fá tækifæri til að njóta styrkleika sinna og byggja upp trausta sjálfsmynd sem er undirstaða þess að geta tekið upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í tengslum við eigið heilbrigði. (Bókarkápa) Hér vitna ég í hið prýðilega rit Heilbrigði og velferð – Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum. Það barst mér um það bil þegar síðasta skólaári var að ljúka. Ég las það satt að segja með mikilli ánægju. Það gladdi mig að sjá að margt af því sem þar er fjallað um er eins og talað út úr mínu hjarta og er í góðum samhljómi við það sem við í skólanum höfum haft að leiðarljósi í gegnum árin. Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 og er því að sigla inn í 29. starfsárið, ótrúlegt en satt. Það gladdi mig einnig að ritið er á mannamáli, prýðilega upp byggt og því hin ágætasta lesning. Í efnisyfirliti á bls. 2 má sjá marga mikilvæga grunnþætti sem geta stuðlað að því að okkur líði vel og séum fær um að takast á við lífið og tilveruna. Hér get ég nefnt sem dæmi lífsleikni, sjálfsmynd, tilfinningar, kynheilbrigði, seiglu, þrautseigju og samskipti. Einnig þrenninguna góðu; hvíld, næringu og hreyfingu. Ekki má gleyma þáttum eins og öryggi, áföllum, hugrekki, stoðþjónustu og fleira. Hver kannast ekki við þetta allt saman ef hann hefur komið nálægt skólastarfi? Daglegt brauð, flest af þessu, en útfærslan án efa ólík eftir skólum. Hin nýja stefnumótun sem er byggð á sex grunnþáttum skólastarfs í landinu er áhugaverð lesning. Sjálfsagt geta flestir í skólasamfélaginu fallist á að leiðarljós af þessu tagi sé af hinu góða, þó að ég telji að víða hafi löngum verið leitast við að starfa undir formerkjum sem þessum, bæði í orði og verki. Skólayfirvöld hafa með þessari
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.