Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 144
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013144
stoðir og stÓlpar
Í vor útskrifaðist stúlka úr Tjarnarskóla sem gaf okkur fallega gjöf sem ég á mjög
auðvelt með að tengja viðfangsefni þessara hugleiðinga minna um heilbrigði og velferð.
Hún teiknaði mynd af höndunum sínum tveim, önnur höndin er merkt ártalinu 2011,
þegar hún byrjaði í skólanum og hin 2013, þegar hún lauk sinni skólagöngu hér. Á
milli handanna stendur „Takk“. Á hverjum fingri er nafn einhvers okkar kennaranna.
Á hendinni sem er merkt 2011 stendur „Ég get ekki, skil ekki, nenni ekki“; á hinni:
„Ég skal, get, ætla“. Okkur þykir afar vænt um þessa mynd sem er komin í gylltan
ramma til þess að minna okkur öll á hvað það skiptir miklu máli að leita sameigin-
lega að leiðum til þess að styrkja hvern og einn í ólgusjó unglingsáranna. Með tíman-
um varð þessi stúlka tilbúin til þess að leita að ævintýrinu í sjálfri sér og viljanum til
þess að standa sig vel, bæta sig, auka sjálfstraust og styrkja sjálfsmyndina og finna
leið til þess að blómstra. Kennarahópurinn var samstilltur í því að taka þátt í þeirri
viðleitni með henni. Fyrir það er ég stolt og þakklát.
Það er gaman að spinna fallegan skólasöguþráð.
UM HÖfUnDinn
Margrét Theodórsdóttir (margret@tjarnarskoli.is) er skólastjóri Tjarnarskóla. Hún lauk
BA-prófi í íslensku og uppeldis- og kennslufræði auk kennsluréttindanáms 1981. Hún
stofnaði Tjarnarskóla sumarið 1985 ásamt Maríu Solveigu Héðinsdóttur en hefur
alfarið borið ábyrgð á skólarekstrinum í rúm tíu ár. Þroskabreytingar unglingsáranna
hafa verið bæði hugðarefni og viðfangsefni hennar síðan námi lauk.