Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 148

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 148
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013148 adHd -HandBÓkin Að starfsmenn láti sig málefni þeirra varða, leggi sig fram um að tala opinskátt og jákvætt um ADHD, dýpki skilning sinn á röskuninni og eigi farsælt samstarf við fjöl- skyldur þeirra (bls. 6–7). Allt á þetta vitaskuld jafnvel við um alla nemendur svo að hugmyndir sem fram eru settar þarna koma að gagni í almennri kennslu. Teikningar Sigrúnar Eldjárn af börnum og fullorðnum í bókinni eru í samræmi við þann boðskap bókarinnar að jákvætt viðhorf umhverfisins skipti meginmáli. Tilgangur bókarinnar, eins og segir í inngangi og á bakkápu, er að „dýpka skilning þeirra sem starfa með nemendum með ADHD, einkum á grunnskólastigi, og benda á leiðir til að mæta þörfum nemenda í samstarfi við foreldra og þjónustustofnanir ríkis og sveitarfélaga.“ ADHD-handbókin ætti því að vera helsta leiðarhnoða þeirra sem starfa með nemendum sem fengið hafa þessa greiningu. Þetta er handbók því hún hefur að geyma upplýsingar um flest það sem kennarar og aðrir starfsmenn skóla, einkum grunnskóla, þurfa á að halda ef þeir fá í hendur nemanda sem hefur verið greindur með ADHD. Sérstök áhersla er lögð á félagsfærni unglinga með ADHD, ekki síst stúlkna, teymisvinnu starfsmanna og samstarf við for- eldra. Að öðru leyti er ekki áhersla á eina leið fremur en aðra heldur reynt að nálgast málið á sem fjölbreytilegastan hátt, bjóða nemendum upp á val um margvíslegar leiðir. Það er því farið yfir mikið efni á fáum blaðsíðum og fátt sem ekki leynist í bókinni sem máli skiptir um ADHD fyrir íslenska kennara og foreldra. Hér eru listar yfir það sem gera má eða gera þarf við hinar ýmsu aðstæður: við skipulag í skólastofu, við aðlögun náms og kennslu, við námstækni og námsmat og við hegðunarmótun og bekkjarstjór- nun. En fyrst og fremst er áherslan á að benda á leiðir sem kunna að henta betur ein- stökum nemendum og byggjast á hæfni þeirra í stað hefðbundinna kennsluaðferða sem byggjast á munnlegum fyrirmælum og sem leggja áherslu á að berja í brestina eða námsaðferða sem felast í því að sitja kyrr og skrifa með blýanti á blað. Vinnan verður þannig fjölbreyttari að því er varðar skilningarvit, hjálpargögn, vinnubrögð, verkefnaskil o.s.frv. Í þessa bók geta kennarar sótt hugmyndir um fjölmörg atriði er varða nám og kennslu nemenda almennt ekki síður en nemenda með ADHD. Kerfið getur verið frumskógur þegar um er að ræða að finna lausnir á vanda skóla- barna. Annars vegar þarf að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi; hins vegar þarf að snúa sér rétt í því að fá lausnir til að virka. Margir foreldrar hafa þurft að beita sér persónulega til að fá fyrir barn sitt þá þjónustu sem það á rétt á. Því er hagkvæmt að hafa hér á einum stað yfirlit yfir fjölmargar mögulegar lausnir sem henta ekki bara börnum með ADHD heldur flestöllum. Hér er gátlisti yfir það sem gera þarf, listi yfir þjónustuaðila og yfirlit yfir fræðsluefni af ýmsu tagi auk fræðilegra heimilda. Aftast eru svo dæmi um eyðublöð sem nota má sem gátlista, til samningagerðar, til minnis og mats og til áætlunargerðar. Bent er á gagnlegar vefsíður auk þess sem ítarlegur listi yfir fræðilegar heimildir fylgir. Allt þetta er ómissandi leiðsögn í dagsins önn. frÆÐilEgar fOrsEnDUr Það er mikilvægt að skoða hvaða viðhorf og fræðilegu hugmyndir móta efnisval og efnismeðferð bókarinnar. Bókarheitið vekur strax spurningu um hvað ADHD sé en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.