Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 61

Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 61
61MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Sendum viðskiptavinum og félagsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4 árum. Mjög eftirminnilegur tími í blaðamennskunni.“ Fyrsta bókin æsku­ minningar að vestan Þorgrímur segir að þegar leið á blaðamannsferilinn hafi hann leitt hugann að því að gaman væri að skrifa bækur. „Svo var það einn daginn að ég sagði við Steinar J. Lúðvíksson að mig langaði til að skrifa bók eins og allir hinir. „Já, þú skalt bara drífa í því,“ sagði hann þá og ég ákvað að gera það. Sú bók hét „Með fiðring í tánum“ og byggð- ist að hluta til á mínum æskuminn- ingum fyrir vestan; sveitin, fjör- ið og fótboltinn. Þessi bók kom út fyrir jólin 1989. Svo kom næsta bók sem margir halda að hafi ver- ið fyrsta bókin mín: Tár, bros og takkaskór. Sú bók er líklega mitt þekktasta verk, í það minnsta tit- illinn sem dúkkar reglulega upp í allskyns myndum, Tár, bros og ..... ýmislegt.“ Þegar Þorgrímur er spurður hvort honum hafi alltaf gengið vel að setja sig inn í hugarheim ung- lingsins í dag, segir hann að það hafi aldrei verið vandamál. „Börn- in mín eru 14, 18 og 22 ára þann- ig að æskubröltið er allt um lykj- andi á heimilinu. Sumir halda að ég sé í fullri vinnu við að skrifa bækur og fæ spurninguna nánast daglega: ,,Ertu ekki alltaf að skrifa?“ Sann- leikurinn er sá að ég skrifa mest á kvöldin og um helgar. Stundum tek ég mér reyndar frí til að skreppa í næði vestur eða eitthvað annað til að ná góðri skorpu í skrifunum.“ Gat ekki verið í símaskránni Þorgrímur var framkvæmda- stjóri Tóbaksvarnanefndar árin 1996-2004. Ef framkvæmanlegt væri að gera úttekt á árangri í tób- aksvarnarmálum á Íslandi um tíð- ina, kæmi ekki á óvart að þessi tími væri sá árangursríkasti í sögunni, enda beitti Þorgrímur sér mjög í málaflokknum. Hann sinnti marg- víslegum forvörnum auk þess sem hann beitti sér fyrir því að reyking- ar yrðu bannaðar í almenningsrým- um svo sem á veitingastöðum. „Þetta var krefjandi vinna og henni fylgdi líka mikið álag og áreiti. Það var greinilegt að einhver hópur fólks hugsaði ekki vel til mín. Ég fékk stundum hótanir og varð að láta taka nafnið mitt út úr síma- skránni til að fá frið. Ég var gerð- ur að tákngervingi fyrir þann sem fer um og slekkur í sígarettunni eða vindlinum, eins og kom glögg- lega og skemmtilega fram í einu áramóta skaupanna á þessum tíma. Mér finnst það líka fyndið að núna tíu árum seinna gerist það stundum þegar ég mæti fólki, að það ber það við að stinga vindlingnum fyrir aft- an bak. Áhrifanna gætir því ennþá,“ segir Þorgrímur og hlær. Þorgrím- ur vinnur enn að lýðheilsumálum. Hann var nýlega skipaður í þriggja manna verkefnastjórn um bætta lýðheilsu, einkum meðal barna og ungmenna. Stefnt er að því mótað- ar tillögur verði lagðar fram haust- ið 2015. Elskaðu lífið Aðalatvinna Þorgríms síðustu árin tengist líka lýðheilsu. Hann hef- ur starfað að samfélagsverkefni sem felst í því að heimsækja skóla og halda fyrirlestur um lífið og til- veruna. Þorgrímur hefur unnið að þessu verkefni í samstarfi við Bón- us og Hagkaup, sem eru að leggja sitt af mörkum til æsku landsins með þessum hætti. Fyrirlestur Þor- gríms ber yfirskriftina: „Verum ást- fangin af lífinu - látum draumana rætast“. Þorgrímur segist ræða við nem- endur á jákvæðum nótum um þá hluti sem honum finnst mestu skipta í lífinu. „Ég er fyrst og fremst að benda krökkunum á þau tækifæri sem þau hafa í lífinu. Sjálfsmyndin og kjarkurinn eru svo mikil vægir þættir, sem og reglu- semi og heiðarleiki. Það skiptir miklu máli að hafa hugrekki til að stíga út úr þægindarammanum og gefa af sér. Ég segi sögur af einstak- lingum sem hafa náð frábærum ár- angri og hvet krakkana til að bera ábyrgð á eigin vegferð. Öll eig- um við okkur drauma. Það versta sem við gerum er að reyna ekki að uppfylla þá þó ekki væri nema að einhverju leyti. Stundum spyrja krakkarnir mig hvort það séu ein- hverjar áskoranir sem ég hafi klikk- að á þegar ég var yngri. Þá segi ég þeim frá því þegar mér bauðst skólastyrkur í háskóla í Bandaríkj- unum og að spila þar fótbolta með háskólaliði. Ég hafði hreinlega ekki hugrekki til að breyta til og óttaðist að dvölin myndi rýra möguleikana á að komast í Valsliðið. Ég sé eft- ir því að hafa ekki nýtt þetta tæki- færi.“ Maður á mann aðferðin best Aðspurður segist Þorgrímur því miður fara sjaldan í skólana til að lesa upp úr sínum bókum, þótt markhópur hans sé þar. „Ég vildi gjarnan geta farið oftar í skólana til að ræða um bækur og hreinlega kenna skapandi skrif. Í ljósi reynsl- unnar hef ég komist að því að börn og unglingar hafa áhuga fyrir skap- andi skrifum. Ég held það væri mjög gott innlegg í skólakerfið ef íslenskar bækur og bókmenntir væru þar meira til umfjöllunar. Við þurfum að bregðast einhvern veg- inn við þeirri þróun sem á sér stað með móðurmálið. Stikkorðastíllinn og afbakanir af ýmsu tagi tröllríða öllu. Við rithöfundar, sem náum vel til ungmenna með sögum okk- ar, erum algjörlega vannýtt auðlind í þessum efnum.Við búum í svo fá- mennu landi að aðferðin ,,maður á mann“ til að bæta samfélagið er líklega sú árangursríkasta.“ þá Þorgrímur með bækurnar tvær sem komu út núna fyrir jólin, Hjálp og Núi og Nía. Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.