Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Reynir að vekja áhuga sem flestra á tónlistinni
Rætt við Heiðrúnu Hámundardóttur tónmenntakennara á Akranesi.
Menningarverðlaun Akraness voru
afhent í áttunda sinn fyrir skömmu.
Þau hafa verið veitt einstaklingi
eða hópum sem þótt hafa skarað
fram úr í menningarlífi á Akranesi
og að þessu sinni hlaut Heiðrún
Hámundadóttir viðurkenninguna.
Það kom fáum á óvart að Heiðrún
fengi slíka viðurkenningu enda vel
að henni komin. Hún hefur und-
anfarin ár varið miklum tíma til að
vinna með ungu fólki á Akranesi,
kveikja áhuga þess fyrir tónlist og
hvetja það áfram til góðra verka.
Heiðrún er tónmenntakennari í
Brekkubæjarskóla en kennir einnig
við Tónlistarskólann á Akranesi og
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hún
hefur því komið víða við í tónlist-
aruppeldi Akurnesinga. Blaðamað-
ur Skessuhorns settist niður með
Heiðrúnu á aðventunni og fékk að
kynnast henni aðeins.
Sótti víða í sönginn
Heiðrún er fædd og uppalin á
Skaganum. Þar ólst hún upp hjá
ömmu sinni og afa, þeim Karli
Ragnarssyni, sem nú er látinn, og
Ernu Benediktsdóttur. Hún seg-
ist snemma hafa sótt í tónlistina.
„Ég var á dagheimili í Akurgerði,
þar sem mikið var sungið. Reyndar
sótti ég svo í allt þar sem var sung-
ið. Ég fór í KFUM og KFUK og
skátana. Ég fór meira að segja á
samkomur hjá hvítasunnusöfnuði
því þar var mikið sungið og föndr-
að. Svo var ég auðvitað í kór líka,“
segir hún um upphafið á tónlistar-
áhuganum. Heiðrún fór snemma
í tónlistarskólann og lærði þar
á blokkflautu og svo píanó. „En
píanóið var greinilega ekki mitt
hljóðfæri. Ég hætti því í smá tíma
í tónlistarskólanum en lærði svo á
klarínett þegar ég varð eldri og fór
þá í lúðrasveitina. Þegar ég var ell-
efu ára kenndi amma mér fyrstu
gripin á gítar og á unglingsárunum
fór ég í hljómsveitarstúss.“
Byrjaði snemma
að kenna
Á framhaldsskólaárunum fékk
Heiðrún tækifæri til að kenna tón-
list í fyrsta sinn. „Eldri nemendur
sem voru í lúðrasveitinni kenndu
byrjendunum. Það var fyrsta
reynsla mín af því að kenna tón-
list. Ég var í fjölbraut á þessum
tíma. Ég fann fljótt að mig lang-
aði að vinna við alhliða tónlistar-
kennslu og nú vinn ég við það í
bland við einkakennsluna.“ Eftir
nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands
fór hún í tónmenntakennara-
deild Tónlistarskólans í Reykjavík.
Hún bjó í Reykjavík í sex ár en er
nú búsett á Akranesi ásamt eigin-
manni sínum Kristleifi Brandssyni
og tveimur börnum þeirra; Snorra
20 ára og Heklu níu ára. Fyrst eft-
ir að hjónin komu aftur á Skagann
kenndi Heiðrún í Tónlistarskólan-
um á Akranesi en fljótlega hóf hún
störf við Grundaskóla að auki. „Ég
kenndi þar í þrjú ár. En ég stjórn-
aði lúðrasveitinni í tónlistarskól-
anum á þeim tíma og það var mik-
ið að gera í því. Þetta voru tvær
til þrjár sveitir, þar sem 40 manns
voru í elstu sveitinni. Ég hætti því
á endanum að kenna í Grundaskóla
og einbeitti mér að lúðrasveitun-
um. Þetta var mjög skemmtileg-
ur tími. Við fórum til dæmis í tvær
utanlandsferðir, á lúðrasveitarmót
og keppni í Gautaborg og svo í
tónleika og skemmtiferð til Spánar
sem var líka nokkurs konar kveðju-
ferð fyrir mig,“ segir Heiðrún sem
fluttist með fjölskylduna til Dan-
merkur stuttu síðar, árið 2006.
Árin í Danmörku
„Við vildum prófa að búa annars
staðar, snúa blaðinu aðeins við.
Ég var skiptinemi í Danmörku
þegar ég var yngri og talaði þess
vegna dönsku,“ útskýrir Heiðrún.
Í Danaveldi hélt Heiðrún áfram að
mennta sig. Hún fór í tónlistarhá-
skóla í nám sem kallast á dönsk-
unni „Rytmisk musik og bevæ-
gelse“ eða rytmatónlist og hreyf-
ing. „Ég lærði þar tónlist frá Afr-
íku, Suður-Ameríku og Kúbu. Ég
lærði mikið á trommur, trommu-
takta, söng og samspil. Líkt og
við notum nú mikið á tónlistar-
brautinni og ég nýti þetta í tón-
listarkennslunni.“ Heiðrún segir
fjölskylduna hafa átt þrjú góð ár í
Danmörku. Kristleifur hefði lært
sjúkraþjálfun áður en skipti um
gír úti og lærði þar margmiðlun-
arhönnun með áherslu á vefforrit-
un. Í dag starfar hann hjá Skapa-
lóni í Reykjavík. „Hekla var bara
eins og hálfs árs þegar við fluttum
út en Snorri var í 7. bekk. Þetta
var ekki auðvelt fyrir hann fyrstu
mánuðina. Hann er klár strákur
en þarna rakst hann aðeins á vegg
og þurfti í fyrsta sinn að hafa fyrir
hlutunum. En ég held að hann hafi
haft rosalega gott af þessu og hann
býr enn að því í dag.“
Setur sig í
spor barnanna
Eftir að heim var komið fór Heið-
rún í 50% stöðu hjá tónlistarskól-
anum og einnig hjá Brekkubæj-
arskóla. „Það hefur reyndar und-
ið mikið upp á sig og ég er í meiri
vinnu en það í dag.“ Hún segir að
lítið hafi verið til af hljóðfærum í
Brekkubæjarskóla þegar hún byrj-
aði að kenna þar en í dag sé tón-
menntastofan full af græjum. All-
ir nemendur skólans í 1.-7. bekk
fá tónmenntakennslu einu sinni
í viku. Á unglingastigi geta þau
farið í tónlistarval sem unnið er í
samstarfi við Grundaskóla og tón-
listarskólann. „Þar geta þau lært á
hljóðfæri og sungið. Svo eru gerð-
ar hljómsveitir og haldnir tón-
leikar í lok annar,“ útskýrir Heið-
rún. Aðaláherslan í tónmennta-
kennslunni er samspil. Öll kennsl-
an er verkleg og nemendur upp-
lifa tónlistina í gegnum hreyfingu,
söng og sampil. „Meginmarkmið-
ið með kennslunni er að vekja
áhuga hjá krökkunum og gefa
þeim tækifæri til tónlistarflutn-
ings. Ég legg áherslu á þetta vegna
þess að ég reyni að hugsa þetta
eins og ég hefði sjálf viljað hafa
þetta sem krakki. Ég vildi prófa
allt og þótti síður en svo skemmti-
legt að vera í bóklegum tíma í tón-
mennt. Krakkarnir sjá öll hljóð-
færin í stofunni og verða að sjálf-
sögðu að fá að njóta þeirra. Þann-
ig setur maður sig í spor barnanna.
Þetta á að vera gaman og á að vekja
áhuga sem flestra á tónlistinni til
að virkja sem flesta,“ segir hún og
brosir.
Vil hafa puttana í
mörgu
Heiðrún hefur í seinni tíð komið
víða við og tekið að sér mörg ólík
verkefni. Hún hefur verið annar
af verkefnisstjórum verkefnisins
Ungir - Gamlir ásamt Flosa Ein-
arssyni og hafa þau farið á liðn-
um árum með hóp nemenda frá
báðum grunnskólunum á Akra-
nesi í tónlistarferðir til Svíþjóð-
ar. Hún stjórnaði Skólahljómsveit
Akraness um árabil með myndar-
brag. Auk þess samdi hún og leik-
stýrði söngleiknum „Elskaðu frið-
inn“ ásamt Samúel Þorsteinssyni
samkennara sínum sem settur var
upp á vegum Brekkubæjarskóla
í Bíóhöllinni í maí 2012. Nýj-
asta verkefnið sem Heiðrún kem-
ur að er verkefnið Europe-12 po-
ints, European song Contest. Það
er verkefni sem styrkt er af Eras-
mus+ og er samvinnuverkefni milli
átta skóla víðsvegar um Evrópu.
„Það hefur alltaf hentað mér best
að vera með puttana í mörgu. Ég
er enn þannig, þrífst best ef ég er
með alls konar verkefni. Ég reyni
jafnvel að finna mér aukaverkefni,
Erasmus er dæmi um það,“ seg-
ir hún.
Vináttan stendur uppúr
Þónokkrir af nemendum Heiðrún-
ar í gegnum tíðina hafa á einhvern
hátt haldið áfram í tónlistinni.
Hún segist alltaf vona að krakk-
arnir haldi áfram, þó það sé ekki
nema bara fyrir sjálfa sig heima.
„Ég reyni að gera þau sjálfstæð
í uppeldinu. Þeim eru allir vegir
færir ef þau læra að vinna, læra að
skapa tónlist og læra að vera sjálf-
stæð.“ Heiðrún segir starfið gef-
andi og að vináttan sem oft vill
myndast á milli hennar og nem-
enda standi upp úr. „Maður teng-
ist vissum hópum og eignast góða
vini í krökkunum. Þegar ég fékk
verðlaunin í haust fékk ég til dæm-
is skilaboð frá fólki sem var hjá
mér í lúðrasveit hérna áður fyrr.
Mér þótti ósköp vænt um það,“
segir hún.
Keypti bassa í
stað mjólkur
Heiðrún lifir og hrærist í tónlist
meira og minna allan daginn. Hún
segir að stundum sé gott að hafa
þögn þegar hún kemur heim og er
búin að vera í tónlistinni allan dag-
inn. „En ég hlusta á tónlist í frí-
um og um helgar og er algjör alæta
á tónlist. Það er sama hvaða tón-
listarstefna eða tegund það er, það
eru til góð og vond lög,“ segir hún.
Heiðrún kennir á klarínett við tón-
listarskólann en hún getur spilað á
flest hljóðfæri. Hún er þó hógvær
þegar blaðamaður spyr hana út í þá
sálma. „Það fer nú eftir því hvaða
merkingu þú leggur í að kunna
á hljóðfæri,“ segir hún og skell-
Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari á Akranesi.
Heiðrún með menningarverðlaunin. Ljósm. þá.
Hekla og Snorri, börn Heiðrúnar. Myndin er tekin þegar fjölskyldan fór og sótti sér
lifandi jólatré um síðustu helgi. Ljósm. úr einkasafni.