Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 74

Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 74
74 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Spjallað við Hildigunni Jóhannesdóttur forstöðukonu dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi Hjúkrunarforstjórinn elskar eyjalífið á Breiðafirði Breiðafjarðareyjar hafa verið gjöf- ular um tíðina. Enn eru margir sem stunda nytjar í eyjunum þótt heils- árs búseta sé aflögð í þeim flest- um. Það er aðeins í Flatey þar sem enn er búið allt árið á tveimur býl- um. Á öðru þeirra,í Krákuvör, ólst upp Hildigunnur Jóhannesdótt- ir. Hún er núverandi yfirhjúkr- unarfræðingur og forstöðukona Dvalarheimilis aldraðra í Stykkis- hólms. Hildigunnur var líka mik- ið í Skáleyjum. Þar bjó Jóhann- es Geir Gíslason (Jói í Skáleyjum) faðir hennar sauðfjárbúi með eyja- nytjum ásamt Eysteini bróður sín- um, þar til fyrir nokkrum misser- um að heilsársbúskapur var aflagð- ur í eynni. Hildigunnur er meðal þeirra sem um árabil hafa stundað nytj- ar í Skáleyjum. Hún hefur sterk- ar taugar til Skáleyja og Flateyjar þótt ung hafi hún farið að heim- an. Hildigunnur var síðasti nem- andinn í barnaskólanum í Flatey og reyndar ein í skólanum að hluta til síðasta veturinn sem skólinn var starfræktur. Hún segir að nóg hafi verið að gera bæði í Flatey og Skáleyjum þegar hún var barn, í búskapnum, eyjanytjunum og á grásleppunni á vorin. Blaðamað- ur Skessuhorns hitti Hildigunni að störfum á dvalarheimilinu í síðustu viku. Það var kominn svolítill jóla- svipur á dvalarheimilið og gott ef sumt heimilisfólkið var hreinlega ekki að komast í jólaskapið. Heimilislegt dvalarheimili Hildigunnur kom til starfa á dval- arheimilið fyrir einu og hálfu ári eða í júlí 2013. Hún hefur búið í 14 ár í Stykkishólmi og hafði fram að þeim tíma starfað á St. Francis- kusspítala. „Ég kunni ágætlega við mig þar en vildi gjarnan verða laus við vaktavinnuna. Mér líkar mjög vel við mig hérna og þetta er mjög heimilislegt hjá okkur. Það er líka mikill kostur að þjónustuíbúðirnar eru hérna við hliðina og samgang- ur á milli. Það lífgar mikið upp á þegar íbúar þar koma í hóp heim- ilisfólksins. Hins vegar er húsnæð- ið barns síns tíma og hentar ekki starfseminni. Þrengsli eru mikil og bjóða ekki upp á að hjúkra rúm- liggjandi fólki. Herbergin eru líka of lítil fyrir þá sem eru í hjólastól- um eða nota göngugrindur,“ segir Hildigunnur. Hún segir að hjúkr- unaraðstaðan verði mun betri þeg- ar búið verði að sameina dvalar- heimilið hjúkrun á St. Franciskus- spítala eins og stefnt er að. „Það sem ég mun þó sakna er heimilis- bragurinn eins og hann er hérna. Það þó samt alltaf hægt að laga sig að nýjum aðstæðum,“ segir Hildi- gunnur. Alltaf yngst í Flatey Foreldrar Hildigunnar skildu þeg- ar hún var fimm ára gömul. Þess vegna ólst hún upp bæði í Krákuvör í Flatey, þar sem Svanhildur móð- ir hennar býr ennþá ásamt Magn- úsi manni sínum, og í Skáleyj- um þar sem Jóhannes faðir henn- ar bjó til langs tíma. Fátt var af fólki í Flatey að vetrinum en þeg- ar voraði fjölgaði íbúum eyjarinn- ar. Þau voru ekki mörg börnin eft- ir í Flatey þegar Hildigunnur var að alast þar upp. „Ég var langyngst og að sjálfsögðu var engin leikskóli í eynni. Til að mér leiddist ekki fékk ég að byrja í skólanum þeg- ar ég var rétt að verða fjögurra ára gömul. Þá voru tæplega tíu krakk- ar í skólanum, þar af nokkur úr inneyjunum. Ég var að læra stafina og myndast við að teikna. Kenn- ari á þessum tíma var Guðmund- ur Páll Ólafsson náttúrufræðingur en seinna tók svo við kennslunni konan hans Ingunn Jakobsdótt- ir. Þau voru bæði alveg yndislegt fólk. Síðasta veturinn minn í skól- anum voru bara eftir ég og syst- ir mín og önnur stelpa. Þær voru báðar þremur árum eldri en ég. Að hluta til var ég bara ein í skólanum þennan vetur þar sem að þær voru að byrja í Laugagerðisskóla. Ég man að á aðventunni tók Ingunn mig bara heim til sín og kenndi mér þar meðan hún stóð í pipar- kökugerð og jólabakstri. Þetta var mjög skemmtilegur tími og mér leiddist ekki.“ Líkaði vel í heimavistarskóla Veturinn eftir fór svo Hildigunn- ur í Laugagerðisskóla, þá tólf ára gömul. „Það voru mikil viðbrigði að koma þangað. Ég var nátt- úrulega vön að hafa fáa krakka í kringum mig. Ég held ég hafi aldrei orðið jafnundrandi á ævinni og þegar ég kom í Laugagerðis- skóla og sá allan þennan krakka- skara. Ég samlagaðist hópnum þó fljótt. Enda voru þetta sveita- krakkar eins og ég. Ég býst við að það hefði ekki hentað mér vel að fara í kaupstaðarskóla. Ég kunni ákaflega vel við mig í Laugagerði og finnst það stórkostlegur tími í minningunni. Mér fannst ekki slæmt að fara í heimavistarskóla og kunni því mjög vel. Ég segi yfir- leitt að þegar ég fór í Laugagerð- isskóla hafi ég farið að heiman því ég kom ekki heim úr skólanum um helgar, heldur hélt ég til hjá indæl- isfólki á bænum Jörfa í Kolbeins- staðahreppi. Það var bara farið heim í jóla- og páskafrí en svo var ég heima í Flatey og Skáleyjum að sumrinu. Vann þá að búskapnum og öllum þeim verkum sem gera þurfti meira að segja eftir að ég var komin í framhaldsskóla.“ Vildi komast nær sínu fólki Það var meira að segja í Skáleyjum sem Hildigunnur kynntist mann- inum sínum Alfreð Þórólfssyni Svarfdælingi sem var vinnupiltur þar eitt sumar. Framhaldsskóla- menntun sína sótti Hildigunn- ur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þaðan sem hún varð stúd- ent af náttúrufræðibraut. Leiðin hjá þeim Alfreð lá síðan með tím- anum norður. Fyrst á Dalvík og svo á Akureyri. Þar nam Hildi- gunnur hjúkrunarfræði við háskól- ann og starfaði síðan í tvö ár við Fjórðungssjúkrahúsið áður en þau ákváðu að flytja til Stykkishólms. Það gerðu þau síðla árs 1999. „Það var ég sem vildi endilega flytja hingað. Mig langaði að vera að- eins nær fólkinu mínu. Þetta átti að vera tilraun til eins árs en hér erum við ennþá. Ég sé samt ekki fram á að ég verði nokkurn tíma Hólmari. Það er líklega vegna þess að ég hef ekki nógu mikinn áhuga á hvorki körfubolta né golfi,“ segir Hildigunnur og brosir. Eyjalífið er yndislegt Faðir og föðurbróðir Hildigunnar bjuggu í Skáleyjum á sínum tíma. Þau eru nú fimm frændsystkin- in sem eiga eyna og nytja. „Það er yndislegt að stunda eyjalífið að sumrinu. Við Alfreð vildum gjarn- an hafa meiri tíma til að vera þar. Sumarfríið er alltof stutt. Við verj- um því til að hirða um æðarfugl- inn og varpið. Í júnímánuði er stíf vinna við að hirða dúninn, gróf- hreinsa og þurrka. Svo fer hann í dúnhreinsistöðina hérna í Hólm- inum. Síðan þarf líka alltaf að huga að vistsvæðunum hjá fuglinum, það bara fylgir þessu. Börnin tala stundum um að það væri nú gam- an ef við gætum skroppið í ferða- lag og værum ekki alltaf út í eyju. Það minnir mig á það þegar ég var stelpa og fannst þetta ekki allt- af skemmtilegt, þótt mér finnist þetta yndislegt í dag,“ sagði Hildi- gunnur að endingu. þá Ágætur húsakostur er í Skáleyjum. Héðan sést neðan úr fjöru upp túnið að húsunum. Jóhannes faðir Hildigunnar gengur í land í Sviðnum í Skáleyjum frá bát sínum. Hildigunnur ásamt Gunnari Jónssyni næstelsta íbúða dvalarheimilisins, sem er 101 árs. Hildigunnur Jóhannesdóttir forstöðukona og yfirhjúkrunarfræðingur á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.