Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 97

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 97
97MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Óskum Vestlendingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða SKESS U H O R N 2 01 4 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi - s: 430 2200 - nepal@nepal.is Sendum Vestlendingum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár rakarastofa eins og Hinriks meira en staður þar sem menn koma til að láta klippa sig og snyrta. Hún er öðrum þræði staður þar sem menn koma saman til að spjalla. Hinrik gefur þó ekki mikið út á það. Trún- aður við viðskiptavini er nokkuð sem ber að virða. „Það er auðvitað svo að hér fyrr á árum var þessi rak- arastofa nánast mitt á aðal verslun- arstað bæjarins. Hér voru verslanir allt í kring í næsta nágrenni og mik- il umferð. Síðan var mikil atvinnu- starfsemi í slippnum og niður við höfn. Þetta hefur auðvitað breyst. En hér hafa margir litið við í áranna rás allt til þessa dags og margt verið skeggrætt,“ segir hann kíminn. Vatnaskil á lífsleiðinni Aldamótaárið 2000 dró ský fyr- ir sólu í lífi Hinriks og fjölskyldu hans. Fjóla eiginkona hans greind- ist með krabbamein, aðeins 56 ára að aldri. Við tók tímabil langvar- andi veikinda þar til Fjóla lést 10. ágúst 2008. Eftir það bjó Hinrik einn á Akranesi um nokkurra ára skeið. Síðastliðið vor tók hann sig svo upp og flutti frá Akranesi, yfir fló- ann til Reykjavíkur til að hefja þar sambúð með Hrafnhildi Þórarins- dóttur. „Hrafnhildur er ættuð úr Svarfaðardal og starfar sem sjúkra- liði hjá Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Kópavogi (DAS). Nú í vor seldi ég raðhúsið á Jaðarsbraut hérna á Akranesi þar sem ég hafði búið í 20 ár og flutti suður. Við sett- umst að í Úlfarsárdal ofan við Graf- arholtið í Reykjavík. Það er alveg yndislegt að búa þarna. Þetta er eins og að vera uppi í sveit. Grafarholt- ið blasir þarna við, áin Korpa liðast þarna um 80 metrum framan við húsið. Ég kann afskaplega vel við mig þarna. Við búum á efstu hæð í glænýju þriggja hæða húsi. Vissu- lega var fallegt útsýni á Jaðarsbraut- inni yfir Faxaflóann og Langasand. Þarna er það þó ekki síðra þó það sé öðruvísi og ekkert haf. Síðan snýr húsið alveg rétt á móti sólinni. Ég er ekki nema svona rétt tæpan hálf- tíma á leiðinni til og frá vinnunni uppi á Akranesi. Ek bara úr Úlfars- árdalnum, niður hjá Bauhaus-versl- uninni og þá er ég kominn á Vest- urlandsveginn og engar hindranir á leiðinni alla leið upp á Skaga. Ég fer að heiman um áttaleytið. Svo er ég kominn aftur heim á kvöld- in milli hálf sjö og sjö. Þetta hentar ákaflega vel. “ Gráupplagður raf­ magnsbíll í vinnuna Hinrik segist ekkert telja það eft- ir sér að aka svona á milli Akraness og Reykjavíkur. „Ég er með lokað á mánudögum, hef opið frá þriðju- dögum til og með föstudögum frá 9 til 18. Þannig keyri ég fjórum sinnum á viku, fram og til baka. Á mánudögum hef ég lokað.“ Sem gamall bílasali og bílaáhuga- maður ákvað Hinrik að prófa nýj- ung við þessi tímamót. Til að stunda vinnuferðirmar réðist hann í sumar í kaup á rafmagnsbíl af Nissan Leaf- gerð. Þessir bílar eru nýmæli en verða stöðugt vinsælli. Hinrik hrós- ar bílnum óspart. „Rafmagnsbíll- in er að reynast mér afar vel. Þeg- ar á heildina er litið þá eru kaup- in á þessum bíl mjög hagstæð. Nýr kostaði hann vissulega 4,9 milljón- ir en það er ódýrt að reka svona bíl. Ég eyði um fimm þúsund krónum á mánuði í rafmagn á hann og það með öllum þessum akstri. Ég hef ekið þessum bíl 9.000 kílómetra síðan ég keypti hann. Það er mjög góður kraftur í þessum bíl, hann er ótrúlega öflugur. Að sjálfsögðu eru rafbílar takmarkandi að því leyti að maður fer ekki nema um 150 kíló- metra á hverri hleðslu. En þeg- ar maður er fyrst og fremst að fara svona styttri vegalengdir, eins og að fara milli Akraness og Reykjavíkur eða í innanbæjarakstri, þá eru svona bílar alveg frábær valkostur. Þessir bílar fá frítt í öll bílastæði, þeir bera lægstu bifreiðagjöld og það kost- ar lítið að hlaða þá. Ég hef hann bara í hleðslu þegar hann stendur heima og svo hér í vinnunni meðan ég er að klippa. Til viðbótar þess- um bíl þá eigum við svo bensínbíl en rafbíllinn er sá vinsælli á heim- ilinu. Hrafnhildur er mjög hrifin af honum. Hún vill helst hafa hann sjálf til innanbæjaraksturs á Reykja- víkursvæðinu,“ segir hann hlæjandi. „Þessir rafmagnsbílar eru alveg grá- upplagðir.“ Engin áform um að hætta Við förum að ljúka spjallinu. Árin hafa liðið hratt á litlu rakarastof- unni. Það er margs að minnast. Að þremur árum liðnum hefur rakara- stofa verið starfrækt í þessu merka húsi í samfleytt 80 ár. „Á næsta ári hef ég starfað hérna í 50 ár. Á þess- um tíma hef ég klippt allt að fimm ættliði Skagamanna í beinan karl- legg. Það eru jafnvel dæmi um að menn hafi hvergi verið klippt- ir annars staðar. Hingað koma þó ekki bara Skagamenn, heldur menn á öllum aldri alls staðar af Vestur- landi.“ Í gegnum árin hefur Hinrik starf- að einn á stofunni eða haft starfs- mann með sér. Haraldur sonur hans lærði iðnina hjá föður sínum. Fyrir nokkrum árum fluttist hann hins vegar til Árósa í Danmörku með fjölskyldu sína. Þar rekur hann eigin rakarastofu. „Ég hef að mestu starfað einn hér síðustu árin. Það var ætlunin að Haraldur tæki við stofunni af mér en við sjáum til hvað verður. Hann og fjölskylda hans hafa komið sér vel fyrir í Dan- mörku. Bjarney dóttir okkar Fjólu fór hins vegar ekki í háriðnina eins og við hin. Hún lærði grafíska hönnun, býr í Reykjavík og starfar sjálfstætt við það,“ segir Hinrik. „Það er alveg nóg og ágætt að gera. Ég ætla að halda áfram eitt- hvað enn. Heilsan er góð. Á meðan svo er get nú ekki verið þekktur fyr- ir að leggja frá mér skærin á meðan Jón Hjartarson lærismeistari minn er enn að hér uppi á Kirkjubraut! Það er líka ánægja sem fylgir þessu starfi, mikill og góður félagsskapur bæði við viðskiptavini og þá sem koma hingað og kíkja í kaffispjall,“ segir Hinrik léttur á brún nýorðinn sjötugur. mþh Rakarastofa Hinriks undir fullu tungli eitt síðdegi nú á aðventunni. Fjóla Veronika Bjarnadóttir sem Hinrik var kvæntur í 44 ár. Þau eignuðust son og dóttur. Fjóla lést langt fyrir aldur fram 2008. Hinni rakari við rafmagnsbílinn góða þar sem hann stendur í hleðslu fyrir utan rakarastofuna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.