Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Side 100

Skessuhorn - 17.12.2014, Side 100
100 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 „Það er nóg fyrir mig að líta bara hérna út um gluggann snemma á morgnana og horfa norður fyr- ir Skagann, yfir sjóinn, hvort ég sé vindstreng. Geri ég það þá fer ég ekkert á sjó þann daginn.“ Við erum stödd upp á sjöttu hæð í ný- legri íbúðablokk að Stillholti 19 á Akranesi. Útsýnið þaðan yfir neðri hluta Akraness, sem margir kalla gamla bæinn, og áfram út yfir Faxa- flóa, er tignarlegt. Maðurinn sem mælir þessi orð er Eiríkur Óskars- son, Vestlendingur og Skagamaður allt sitt líf. Hann hefur heldur betur komið víða við á sinni starfsævi. Nú er hann kominn á eftirlaun og býr þarna í rólegheitum ásamt Dagnýju Hauksdóttur eiginkonu sinni. Þó er hann ekki alveg sestur í helgan stein. Hann er trillukarl á sumrin og yfir vetrartímann gerir hann svo upp sextugan þýskan vörubíl ásamt syni sínum. Alinn upp af ömmu sinni Sjálfur er Eiríkur 77 ára gam- all. Hann leit fyrst dagsins ljós í Reykjavík í júlí 1937. Það er ekki mulið undir menn sem hefja lífs- gönguna á því að vera teknir úr höndum móður sinnar. „Fyrstu níu mánuðina var ég hjá henni. Þá bjó móðuramma mín, Jónína Jónsdótt- ir, með manni sem hét Finnbogi Jónsson austur í Loðmundarfirði á Austfjörðum. Það var kannski ekki hægt að komast lengra frá allri menningu. Amma mín kom að austan til Reykjavíkur og sótti mig og fór með mig frá móður minni og eftir það dvaldist ég hjá ömmu og hún ól mig upp.“ Hvernig skýrir hann þetta? „Það er alltaf einhver hluti fólks í þjóð- félaginu, sem er óhæfur til sinna starfa. Þannig eru til óhæfar mæð- ur og móðir mín var ein af þeim. Fyrstu fjögur börnin sem hún eign- aðist fóru bara tvist og bast eins og sagt er. Eitt var gefið og hin alin upp hjá vandalausum. Finnbogi bróð- ir minn ólst þannig upp hjá vanda- lausu fólki. Það var auðvitað óregla sem var ástæðan fyrir þessu. Móð- ir mín kemur náttúrulega þarna úr einangraðri sveit á umbrotatímum. Síðan kemur herinn og hún átti eitt barn með hermanni. Það var bara svo mikið að gerast. Seinna gift- ist hún manni sem var ættaður af Álftanesi. Þau byggðu sér hús á Sel- tjarnarnesi en svo fór allt í sama far- ið. Hún lenti á flækingi með yngsta bróður minn. Þetta var ekkert ann- að en óregla vegna áfengisdrykkju,“ segir Eiríkur alvarlegur í bragði. Æskuár á Mýrum og í Straumfirði Þremur árum síðar lést Finnbogi sambýlismaður ömmu Eiríks. Þar með urðu enn breytingar í lífi lít- ils drengs. „Þá flutti amma úr Loð- mundarfirði suður til Reykjavíkur. Ég hef þá verið um fjögurra ára. Hún tók mig svo með sér vestur á Mýrar að bænum Hamraendum, þar sem hún réði sig sem ráðskonu. Síðan færði hún sig yfir í Straum- fjörð tveimur árum síðar. Þar hafði bóndinn, Guðbjarni Helgason, misst konu sína frá tveimur börn- um og vantaði ráðskonu. Þarna í Straumfirði ólst ég svo upp frá sex ára aldri. Í Straumfirði var búskap- ur, þetta var einangraður útnári al- veg eins og Loðmundarfjörður. Það var eins og amma mín sækti í slíka staði. Þarna var bara lifað af landinu. Róið til fiskjar, veiddur fugl, enda óhemja þar af lunda, - og hokrað með kýr og sauðfé. Nauð- synjavörur voru svo sóttar í Borg- arnes. Þarna átti ég heima þar til ég fór þaðan alfarinn 18 ára gamall. Þá var ég reyndar búinn að prófa að fara túr á togara.“ Eiríki héldu engin bönd vestur í Straumfirði eftir að hann varð fulltíða. „Maður sótti stíft að komast á sjóinn. Ég sá ekkert annað.“ Eldskírn ungs fiskimanns Smjörþefinn af sjómennskunni fékk hann 16 ára gamall þegar hann fór einn túr á togaranum Mars RE. „Það hefur verið 1953. Ég man að skipstjórinn, Jón Björn, var svo lág- ur í loftinu að hann þurfti alltaf skammel að standa á til að sjá út um brúargluggann. Hann var reynd- ur togaraskipstjóri og mikill fiski- maður. Fyrst vorum við að veiðum vestur á Hala og fengum ekki neitt. Þegar liðin var vika í reiðileysi fór- um við suður á Eldeyjarbanka. Þar fyllti karlinn dallinn. Ég var nú pasturslítill og hafði aldrei lent í öðru eins. Dekkið var fullt af fiski. Svo voru staðnar aukavaktir, maður stóð í níu klukkutíma og svaf í þrjá. Aflinn eingöngu þorskur og allt ísað niður í lest. Ég fór ekki einu sinni úr stakknum, bara lak niður einhvers staðar frammi í skipi. Þá hét ég því að ég skyldi aldrei fara út í þetta helvíti aftur. Þetta var eld- skírnin. Þá sneri ég aftur heim í Straumfjörð, var þar um sumarið og hugsaði mín ráð. Fór svo vetr- armaður að Hofsstöðum á Mýrum hjá Friðjóni Jónssyni og Ingibjörgu Friðgeirsdóttur.“ Eftir þann vetur var Eiríkur bú- inn að ákveða að Mýramaður skyldi hann ekki verða. „Ég fór svo alfar- inn frá Mýrunum og Straumfirði beint suður á Akranes. Þá slitnuðu böndin við æskuslóðirnar. Ég kvaddi uppeldissystkini mín þau Magn- ús og Sigrúnu Guðbjarnabörn. Þau búa bæði í dag í Borgarnesi. Eftir á að hyggja þá fór ég þarna eigin- lega nánast á flæking. Ég var á bát- unum hjá HB & Co. Meðal ann- ars á Sveini Guðmundssyni AK. Á honum fórum við á síldveiðar. Jón- ína amma mín flutti svo vestan úr Straumfirði suður á Akranes ekki löngu síðar og settist hér að. Ég bjó hjá henni veturinn 1957 -1958. Þá réri ég með Þórði Sigurðssyni skip- stjóra á Ver AK á línu.“ Þarna tók sjómennskan við að mestu hjá Ei- ríki. Tíminn átti eftir að leiða í ljós að upp frá þessu byrjaði hann að skjóta rótum á Akranesi þó upphaf- ið væri vissulega skrykkjótt þar sem gekk á ýmsu. Hljóp uppi sitt eigið skip Í ágúst 1958 réði Eiríkur sig á Dís- arfell. Það var flutningaskip í eigu Sambands íslenskra samvinnu- félaga. „Ég bjó þá hérna á Akranesi. Ég man að ég sat á sjómannastof- unni hér á Akranesi þar sem kona ein rak matsölu fyrir sjómenn. Þá kemur maður þar inn og er að leita að háseta á Dísarfellið sem lá hér og var að lesta síld. Mér var boðið plássið. Þetta var hálf merkilegt því reglan var sú að engir færu í skips- rúm á Sambandsskipum nema þeir væru tengdir Framsóknarflokknum að einhverju leyti. Annaðhvort syn- ir bænda sem tengdust samvinnu- hreyfingunni á einhvern hátt, eða menn með sambönd inn á skrif- stofur Sambandsins. Nú, en ég er ráðinn og við siglum af stað með síld til Finnlands þó ég væri ekki Framsóknarmaður. Enda stóð þessi sjómennska mín ekki mjög lengi,“ segir Eríkur kankvís á svip. Í Riga í Lettlandi tók Dísarfell- ið svo kolafarm áður en aftur var siglt heim til Íslands. „Við áttum að skipta þessum kolum niður á hafn- irnar með ströndinni hér á Íslandi. Það er í þessu verki sem við kom- um til Hólmavíkur. Þarna hafði ég komið þegar ég var á síldveið- um á Sveini Guðmundssyni í Hú- naflóanum og kynnst fólki í þorp- inu. Það var sveitaball þegar við vorum þarna á Dísarfellinu og mig langaði ósköp mikið. Stýri- maðurinn leyfði mér að fara í land en sagði að það yrði brottför eft- ir tvo tíma. Þegar ég kom til baka að þeim tíma liðnum þá var skip- ið farið og ég sá bara ljósin á því úti á Steingrímsfirði. Þeir höfðu skilið mig eftir. Ég gat ekki sætt mig við þetta. Ég vissi að þeir ætl- uðu á Ingólfsfjörð að losa þar kol og fékk mann sem átti stóran trukk til að skutla mér fyrir Steingríms- fjörðinn. Þarna um nóttina hljóp ég svo yfir Trékyllisheiðina, svona um það bil fimm tíma skokk. Ég komst ofan í Djúpuvík og bankaði uppá í fyrsta húsi sem ég kom að, tæp- lega sex um morguninn. Kona kom til dyra og varð forviða að heyra að ég væri að koma frá Hólmavík. Hún gaf mér þó kaffi og sendi ung- an dreng niður á bryggju til að at- huga hvort ekki væri einhver bátur að leggja út í línuróður. Drengur- inn kom til baka og sagði svo vera. Ég fékk far með þessum báti yfir á Gjögur. Þar hitti ég mann sem hringdi í bónda þar í sveitinni sem að vörmu spori kom á jeppa og ók mér til Ingólfsfjarðar og þar náði ég skipinu. Fólkið á Ströndunum var svona hjálpsamt. Þetta hafði enga Eiríkur Óskarsson sjómaður og vélvirki á Akranesi: „Það er merkileg tilfinning að vera skelfingu lostinn“ Eiríkur Óskarsson með konunni sem veitti honum fótfestu í lífinu. Það er Dagný Hauksdóttir eiginkona hans. Þau hafa verið í hjónabandi í 51 ár. Hér eru þau nú á aðventu á svölunum á heimili sínu við Stillholt á Akranesi. Eiríkur ásamt sonum hans og Dagnýjar, þeim Eiríki á hægri hönd og Alexander vinstra megin við sig. Þeir feðgar standa við sextugan Mercedes Bens-vöru- flutningabíl sem þeir Eiríkur eldri og yngri eru nú að gera upp í sameiningu. Mynd tekin vestur á Mýrum 1949. Maðurinn með alpahúfuna og sjónaukatöskuna er Finnur Guðmundsson fuglafræðingur sem var kominn vestur að rannsaka líferni skarfa við Mýrar. Pilturinn við hlið hans er Eiríkur, en lengst til vinstri á myndinni er Guðbjarni fóstri hans. Óþekktur lengst til hægri. Eiríkur Óskarsson á fermingardaginn. Landað úr Sveini Guðmundssyni AK í Akraneshöfn um svipað leyti og Eiríkur var í áhöfn. Síldarverksmiðjan í baksýn. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.