Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 101
101MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
eftirmála þótt ég fengi reyndar föð-
urlegt tiltal hjá Ríkharði Jónssyni
skipstjóra.“
Bátalíf frá Akranesi
og togaramennska frá
Reykjavík
Bátalífið á Skipaskaga og tilviljana-
kennd farmennska með samvinnu-
mönnum átti þó ekki alls kostar við
Eirík. Hann vildi komast á togar-
ana. Þeir voru flestir fyrir sunn-
an. Hann flutti til Reykjavíkur og
fór að vera á togurunum þar. „Ég
réði mig á Hallveigu Fróðadótt-
ur RE. Sá dallur var alltaf á kafi.
Maður skipti kannski tvisvar um al-
klæðnað á vaktinni. Maður var allt-
af á kafi í sjó. Eitt sinn fengum við á
okkur brot á Halanum og togarinn
fór alveg á hliðina. Ég var við spil-
bremsurnar, á grindinni sem kallað
var. Ég rétt náði í handfangið á einu
af stýrishjólumum á spilunum. Það
var sko dauðahald. Hefði ég misst
það þá hefði ég farið í hafið. Eftir
að ólagið var gengið yfir og togar-
inn hafði rétt sig af þá lét skipstjór-
inn, Sigurður Þórarinsson, telja
mannskapinn til að fullvissa sig um
að engum okkar hefði skolað fyrir
borð. Hausarnir voru taldir og tal-
an stemmdi.“
Þetta var árið 1959. Íslending-
ar stóðu eins og svo oft fyrr og síð-
ar í hatrömmu landhelgisstríði. Nú
var deilt um útfærslu landhelginn-
ar í 12 sjómílur. Bretar settu lönd-
unarbann á íslensk fiskiskip í bresk-
um höfnum. Það hélt þó ekki. Þeir
á Hallveigu Fróðadóttur hnekktu
þessu og færðu þannig Ísland skrefi
nær sigri í deilunni. „Eftir að hafa
fiskað í skipið einn túrinn í nóvem-
ber, sigldum við til Grimsby á Eng-
landi án þess að hafa nokkuð sam-
band við neinn með loftskeytum.
Við vildum láta reyna á þetta. Það
urðu engin mótmæli að heitið gat.
Skipið var tekið inn og við náðum
að selja. Með þessu var löndunar-
bannið rofið.“
Komst í gott
togarapláss
Eiríkur segir að árin í kringum
1960 hafi verið óttalegt skrap-
tímabil á togurunum. Oft var erf-
itt að manna skipin. „Það var aldrei
neitt fiskirí að heitið gat. Ég hætti á
Hallveigu og var um tíma á togar-
anum Hvalfelli. Guðbjörn Jensson
(Bubbi Jens) var skipstjóri þar. Þar
var líka bróðir hans, Ketill Jensson,
menntaður óperusöngvari frá Ítalíu
sem fékk hvergi vinnu og fór á tog-
ara. Sjálfur var ég bara á reki á út-
hafi lífsins, átti hvergi heima. Bjó
um borð í togurunum, líka þeg-
ar við vorum í landi. Öll þénustan
fór bara í skemmtanir og brennivín.
Við vorum margir mjög hneigðir til
víns. Það fór að svífa á menn þeg-
ar við nálguðumst höfn af einskærri
tilhlökkun að geta nú dottið ærlega
í það. Næst réði ég mig á Ágúst
GK. Þar var áhöfnin að stórum
hluta bara unglingar. Þetta var auð-
vitað bara algert rugl.“
Hinn ungi sjómaður sem þarna
var um 23 ára gamall vildi komast
í betra pláss með vöskum mönnum.
Nú bar svo til að Tryggvi Ófeigs-
son útgerðarmaður, hafði keypt
togarann Gerpi frá Neskaupstað og
skírt hann Júpíter. „Hjalti Gíslason
skipstjóri á Ágústi GK átti að taka
við sem fyrsti stýrimaður á Júpít-
er RE þar sem Bjarni Ingimars-
son var skipstjóri. Hann bauð mér
og tveimur öðrum að koma með
sér yfir. Ég var ráðinn sem neta-
maður á Júpíter. Ég var ágætur í
netum, bætingum og þess háttar.
Þetta var árið 1960. Þarna átti ég
heima og kunni vel við mig. Um
borð var fastur kjarni af körlum og
Bjarni ótrúlegur kafteinn og annál-
aður fiskimaður. Ég hefði farið út
í hvaða óveðri sem var á Júpíter,
með Bjarna við stýrið. Þarna blotn-
aði maður aldrei. Skipið var ótrúleg
sjóborg enda þýsk smíði og undan-
fari Víkings AK, Sigurðar RE og
þeirra systurskipa frá Þýskalandi.“
Hitti lífsförunautinn og
náði fótfestu
Það var ekki ofmælt að þó Eiríkur
væri knár togarasjómaður í góðu
skipsrúmi þá var hann enn hálfgert
rekald í ólgusjó lífsins, eins og hann
nefndi hér að framan. „Margir tog-
aramenn gengu hreinlega frá sér
með sukki og svalli á þessum árum.
Ég var heppinn. Það er enginn vafi
á því að þetta líf hefði eyðilagt mig
ef ég hefði þarna ekki hitt og náð
saman við Dagnýju Hauksdóttur,
sem síðar varð eiginkona mín og
lífsförunautur.“
Það er saga að segja frá því. „Þeg-
ar ég var á vertíð hérna á Akranesi
1957 hitti ég Dagnýju fyrst. Hún
vann þá með skóla í Alþýðubrauð-
gerðinni sem þá var. Það var nú
ósköp saklaust. En ég fór þó á togar-
ana fyrir sunnan. Tengslin slitnuðu,
en ég gleymdi henni aldrei. Syðra
kvæntist ég svo konu frá Færeyj-
um. Það samband varði ekki lengi
og við skildum, en eignuðumst tvo
syni. Hún fór til Færeyja og skildi
strákana eftir þar á barnaheimili,
en ég vissi ekkert um það fyrr en
löngu seinna. Annar þeirra býr nú í
Danmörku en sá yngri í Þórshöfn í
Færeyjum. Þeir hafa báðir heimsótt
okkur eftir að þeir urðu fullorðnir,
síðast nú í sumar.“
Eiríkur útskýrir að Dagný hafi á
þessum sama tíma og hann reyndi
sitt misheppnaða hjónaband, far-
ið í sambúð með manni á Akra-
nesi og eignast son og dóttur. „Svo
er það í apríl 1962 að ég er í landi
á Júpíter í Reykjavík að ég sé Dag-
nýju á göngu á Laugaveginum. Ég
stekk út úr bílnum og heilsa upp á
hana. Til að gera langa sögu stutta
þá eru nú orðin rúmlega 52 ár síð-
an. En þarna var komin mín fyrsta
viðspyrna í lífinu. Ég fann ankerið.
Óreglunni og ístöðuleysinu mátti
alveg fara að ljúka þarna. Já, ég var
ansi blautur og hefði getað endað
eins og svo margir góðir drengir fé-
lagar mínir sem voru á sjó á þess-
um árum.“
Siglt til hjálpar Elliða
Árið 1962 var gæfuár hjá Eiríki
á fleiri sviðum en því persónu-
lega. „Fyrr þetta sama ár, í febrú-
ar var það, björguðum við á Júpíter
áhöfninni á togaranum Elliða SI frá
Siglufirði. Við vorum að slóa undan
brjáluðu veðri út við Eldey. Þá verð-
um við um borð varir við að Júpít-
er er settur á fulla ferð. Bjarni skip-
stjóri keyrði norður á Jökultungu
og byrjaði að slóa þar aftur. Enginn
skildi hvað hann var að fara, kannski
ekki einu sinni hann sjálfur. Þegar
neyðarkallið berst svo frá Elliða þá
erum við næstir þeim. Það er greint
skilmerkilega frá þessu í nýútkom-
inni bók. Atburðarásinni þar er rétt
lýst eins og ég man þetta. Eins og
það horfði við mér þá var Júpít-
er settur aftur á fulla ferð um leið
og vitað var hvar Elliði var í neyð.
Skipið skalf stafna á milli hjá okk-
ur. Þegar við komum að Elliða þá
var allt í tómu tjóni hjá þeim. Þeir
voru búnir að missa báða björgun-
arbátana. Annar þeirra slitnaði frá
með tveimur mönnum um borð
sem týndust. Hinn slitnaði líka frá
og hvarf. Tveir ungir piltar hopp-
uðu út á fleka, hurfu út í sortann í
einn og hálfan tíma og komu svo
rekandi til baka. Það skildi enginn
hvernig það gat gerst.“
Þeir um borð í Júpíter sáu El-
liða aldrei almennilega í sortanum.
„Hann var kominn alveg á hliðina
og við sáum bara smá ljóstýru.“
Línuskot upp á líf
eða dauða
Það var augljóst að lítill tími var til
stefnu. Siglufjarðartogarinn var að
sökkva. Menn urðu að hafa snör
handtök.
„Við prófuðum eitt skot með
línubyssu. Ég skaut því. Við hæfð-
um skipið en ekki á réttum stað.
Öll áhöfnin var í einum hnapp aft-
an við stýrishúsið og náði ekki til
línunnar. Þá var ákveðið að þeir
skyldu skjóta línu til okkar. Þeir
voru með línubyssu, gátu skotið og
hittu í fyrsta skoti. Við náðum lín-
unni. Hefði það ekki gerst þá hefðu
þeir allir farist þegar Elliði fór nið-
ur. Þetta var svo naumt. Við blésum
upp gúmmíbjörgunarbát sem þeir
drógu svo yfir til sín. Hugmynd-
in var að draga þá svo aftur yfir til
okkar. Þegar þeir voru allir komn-
ir í bátinn þá lét loftskeytamaður-
inn hjá þeim vita að við mættum
byrja að draga bátinn yfir til okk-
ar. En það var svo stíft og erfitt,
maður. Það sem hafði gerst var að
við höfðum gefið aðeins of mikinn
slaka á spottanum, hann brugðist
utan um eitt skrúfublaðið á Elliða
og við vorum því í reynd að remb-
ast við að draga gúmmíbjörgunar-
bátinn aftur undir síðuna á Siglu-
fjarðartogaranum í áttina að skrúf-
unni.“ Þegar þarna er komið sögu
er Elliði alveg við það að sökkva.
Sem betur fór áttuðu þeir á Elliða
sig á því hvað hafði gerst. „Báts-
maðurinn hjá þeim var með hníf
Togarinn Júpíter. Mikið happaskip um áratugaskeið í íslenska fiskiskipaflotanum.
Glaðir togarajaxlar af Júpíter gera sér dagamun á Þórskaffi 1960. Frá vinstri: Eddi
Skúla, Eiríkur, óþekktur maður og Stjáni II. vélstjóri.
Fastur í ís í Eystrasalti á Hauki (gamla Freyfaxa) um jólin 1986. Eiríkur stendur
sjálfur við skipshlið.
Flutningaskipið Valur var systurskip Svans sem Eiríkur og skipsfélagar hans voru
hætt komnir á í ofsaveðri við Færeyjar í janúar 1989.
Eiríkur og Dagný með tveimur af barnabörnum sínum þeim Jónasi Kára og Ingunni Eiríksbörnum vorið 2014.