Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Side 104

Skessuhorn - 17.12.2014, Side 104
104 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kápa bókarinnar. Sigurður Sigurðarson dýralæknir sendir frá sér annað bindi æviminninga sinna Annað bindi ævisögu Sigurðar Sig- urðssonar dýralæknis er nú kom- ið út. Fyrsta bindið var gefið út 2011. Nú segir Sigurður frá fleiru sem á daga hans hefur drifið en hann hefur komið víða við allt frá námsárunum í Noregi og til þessa dags. Sigurður hefur meðal annars sinnt dýralæknisstörfum á Vestur- landi. Hann er hafsjór af sögum og skemmtilegum og gagnlegum fróð- leik, og landsþekktur fyrir það að greina frá og fara með kveðskap. Hér er stuttur kafli úr nýju bókinni þar sem Sigurður segir frá þrem- ur eftirminnilegum Borgfirðing- um sem hann kynntist þegar hann leysti af sem dýralæknir á Hvann- eyri á sjöunda áratugnum. Við birtum hér brot úr bókinni sem bókaútgáfan Hólar gefur út. Við afleysingastörf Eftir lokapróf í desember 1967 fór ég strax heim til starfa. Ég hafði ver- ið beðinn um að taka að mér dýra- læknisstarf í Borgarfjarðarumdæmi með aðsetur á Hvanneyri, en þar hafði ég verið í nokkrar vikur, áður en ég lauk námi, frá síðsumri og fram á haust 1966. Ég kynntist þá svæðinu býsna vel. Ég átti að leysa af héraðsdýralækninn, Odd Rúnar Hjartarson, sem hugði á framhalds- nám á sviði matvælafræði. Oddur Rúnar var Reykvíkingur, fæddur á Vatnsholti í Grímsnesi, en ættaður af Snæfellsnesi öðrum þræði. Hann var íþróttamaður á yngri árum og sigursæll keppnismaður í sundi. Sem dýralæknir var hann kapps- fullur og farsæll í störfum. Kona hans, Soffía Ágústsdóttir úr Reykja- vík, er ættuð frá Ísafirði. Þau höfðu verið í Noregi á námsárunum, en fóru heim í árslok 1959, þegar Oddur Rúnar lauk dýralæknisnámi. Hann hóf störf í Borgarfirði, fyrst sem sjálfstætt starfandi dýralæknir, en 1. janúar 1962 var Borgarfjarðar- umdæmi stofnað og Rúnar varð héraðsdýralæknir. Dýralæknir á Hvanneyri Þegar ég kom að Hvanneyri, var Oddur Rúnar kominn til Dan- merkur í framhaldsnám. Hann þurfti að fara utan, áður en ég gat mætt á staðinn. Það var því dýra- læknislaust í fáa daga. Ég bjó í dýra- læknisbústaðnum, eins og þegar ég leysti af hólmi Sighvat Snæbjörns- son tveimur árum áður. Allt var í röð og reglu hjá dýralækninum og ýmsar góðar ábendingar hafði ég fengið, svo að auðvelt var fyrir mig að taka við, þótt margt væri það, sem ég ekki vissi. Soffía Ágústs- dóttir, kona Odds Rúnars, og börn- in fjögur: Ágúst og Kristján, Hjört- ur og Sóley voru í húsinu. Þetta var notalegt sambýli. Margt fróðlegt bar fyrir augu og eyru og mörgu skemmtilegu fólki kynntist ég. Ekki er svigrúm til að segja frá nema ör- fáu af því minnisstæða fólki, sem ég hafði kynni af. Dýralæknirinn á Hvanneyri gegndi störfum í Borg- arfjarðarsýslu allri milli Hvalfjarðar og Hvítár, þar með töldu Akranesi. Það var því nóg að gera, stundum meira en nóg á þessu stóra svæði. Guðráður Davíðsson í Nesi Ég kynntist á fyrsta degi í starf- inu skemmtilegum manni, sem hét Guðráður Davíðsson og hafði verið bóndi í Nesi í Reykholtsdal. Hann var einn af þeim nýtu mönnum, sem voru natnir og nærfærnir við að hjálpa veikum dýrum og gerðu ómetanlegt gagn, þegar lærð- ir dýralæknar voru ekki til staðar. Hann var laginn að hjálpa kúm og ám, sem gátu ekki borið hjálpar- laust og kunni ýmislegt fleira fyrir sér í dýralækningum. Hann hringdi til mín skömmu eftir að ég kom að Hvanneyri og sagðist hafa verið beðinn um að hjálpa kú að bera á bænum Grjóteyri. ,,Ég frétti af því að þú værir kominn og hringi þess vegna til þín,“ sagði hann. Hann sagðist vera orðinn gamall, en hefði gripið í að hjálpa skepnum eftir því, sem hann hefði haft vit til, þegar ekki var hægt að ná í dýralækni, ,,en nú dreg ég mig í hlé úr því að þú ert kominn á svæðið,“ sagði hann. Ég bað hann blessaðan um að koma með mér að Grjóteyri og gefa mér góð ráð, því að ég væri nýbúinn að ljúka námi og væri reynslulít- ill. Það væri dýrmætt fyrir mig, ef hann vildi koma með mér í þessar fyrstu vitjanir mínar. Guðráður tók því vel og hann var alls ekki orðinn gamall, fannst mér, spilandi af lífs- fjöri og skemmtilegheitum, fróð- ur og ráðagóður. Guðráður fór með mér í nokkrar vitjanir og gaf mér ýmis góð ráð. Hann sagði mér margt fróðlegt um fólkið og hérað- ið. Það var sérstök ánægja, að kynn- ast honum og gagnlegt fyrir mig. Þegar ég hitti Guðráð seinast, var hann rúmfastur og blindur vegna gláku, en það var grunnt á gam- ansemina. Ég gekk til hans ásamt Ólöfu minni, sem ég var nýbúinn að kynnast, og sagði Guðráði, að mig langaði til að kynna hann fyrir yndislegri konu, sem ég væri farinn að horfa á. Verst þætti mér, að hann gæti ekki séð hana sjálfur, hún væri undurfalleg og það vissi ég, að hann hefði sjálfur kunnað að meta. Guð- ráður tók þétt í höndina á Ólöfu og sagði svo: ,,Ég finn það, ég sé það! en mér kæmi það á óvart, ef þú létir duga að horfa á hana.“ Guðráður var Snæfellingur, en fór að Skáney í Reykholtsdal og gerð- ist tengdasonur bóndans þar. Árið 1935 veiktist kýr á bænum og drapst eftir skammvinn veikindi. Ákveð- ið var að hirða húðina. Guðráð- ur hjálpaði til að flá kúna, en gætti sín ekki á því, að hann var með sár á hendi. Svo illa vildi til, að hér var um að ræða miltisbrand. Sá sjúk- dómur hafði komið upp á bænum áður. Menn voru búnir að gleyma því og gættu sín því ekki eins og þurfti. Guðráður sýktist illa af milt- isbrandi og var hætt kominn af drepkýli, því að sýklarnir fóru í sár- ið á hendinni. Miltisbrandur kom nokkrum sinnum upp í Skáney á ár- unum 1873-1952 og drápust marg- ir gripir úr veikinni, bæði nautgripir og hross. Nú eru allar þekktar graf- ir á þessum bæ rækilega merktar og ef þess er gætt að hreyfa ekki jörð, þar sem grafirnar eru, geta menn andað rólega. Hins vegar kann að vera, að í Skáney og á öðrum bæj- um séu grafir, sem gleymdar eru öllum. Það þarf alltaf að sýna fyllstu gát, ef menn sjá bein eða aðrar lík- amsleifar, þegar jörð er raskað, því að sýkillinn myndar dvalargró, sem virðast lifa nær endalaust í jörðu. Ég segi nánar frá miltisbrandi síð- ar í þessari bók. Einar Jónsson á Litlu­Drageyri Ég kynntist fljótlega öðrum snill- ingi, Einari Jónssyni á Litlu-Drag- eyri. Þar bjuggu þrír bræður: Odd- geir, Björn og Einar. Einar var að vísu talsvert af bæ við smíðar. All- ir voru þeir bræður hagmæltir, en ekki kann ég vísur eftir aðra en Einar og læt fara hér eina þeirra. Hana kenndi mér Jóhannes Sig- fússon á Gunnarsstöðum í Þistil- firði og taldi víst að hún væri eft- ir Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoða á Draghálsi. Ég spurði Sveinbjörn að þessu, en hann sagði, að vísan væri ekki eftir sig. Hún væri eftir Einar á Litlu-Drag- eyri og það staðfesti Einar sjálfur síðar. Eitt sinn var það, að Einar fékk afrennslistregðu og þurfti að fara í uppskurð. Þegar hann vakn- ar eftir aðgerðina sér hann, að leiðslur liggja út undan sænginni. Hann lyftir henni upp og sér, að búið er að plástra gamla-skrögg við lærið til þess að slangan hald- ist í skorðum. Þegar hjúkrunar- konurnar áttuðu sig á því, að þær hefðu svo hagmæltan mann undir höndum, báðu þær hann þráfald- lega að gera vísur um sig. Honum leið illa og var ekki í skapi til að gera vísur. Eftir að Einar var út- skrifaður af spítalanum, fundu þær þessa vísu í skúffu við rúmið hans: Sjúkrahússtúlkunum seint mun ég gleyma, mig svolítið langaði með þeim í geim. Þær tjóðruðu Grána í túninu heima til þess hann færi’ ekki í blettinn hjá þeim. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka Myndarlegur, hávaxinn og reistur maður kom til mín að Hvanneyri, skömmu eftir að ég kom á staðinn, til að kaupa lyf og ræða um sjúkdóm í sauðfénu. Það var Magnús Sig- urðsson, bóndi á Gilsbakka. Hann var þægilegur í viðmóti og gott að hafa hann með sér, þegar ráða þurfti fram úr viðkvæmum vandamálum. Ég undraðist, hvað hann kunni góð skil á mörgum hlutum. Ekki vafð- ist fyrir honum að ræða af þekk- ingu um flókin atriði í sambandi við dýrasjúkdóma og hann rak mig þar stundum á gat. Hann var líka hag- mæltur vel, en var svo hógvær, að hann vildi alls ekki gangast við því. Það má segja, að hvergi væri kom- ið að tómum kofum hjá Magnúsi. Hann hafði ævinlega eitthvað skyn- samlegt til mála að leggja. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðlegum fræðum og fögrum listum, söng- Hugað að gaddi og horfst í augu við horkind. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka er einn þeirra Vestlendinga sem Sigurður dýralæknir minnist á í bók sinni. Hér er Magnús heitinn með vinkonum sínum í fjárhúsunum haustið 2006.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.