Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 168
W.J.T. MTTCHELL
ræða táknmál texta eða mynda, mataruppskrifta eða umferðarskilta, auglýsinga
eða tískufamaðar. Meðal höfunda sem reyndu að leggja drög að slíkri fræðigrein
tákna má nefna Roland Barthes (Elements of Semiology, 1964) og Umberto Eco
(Theory of Se?niotics, 1976). I kaflanum sem hér er birtur byrjar Mitchell á að
rekja í stuttu máli sögu táknfræðinnar og lýsa þróun hennar. Vel flestir táknffæð-
ingar fylgja aldagamalli hefð sem skiptir táknum í þrjár grunngerðir: tákn sem
hljóta merkingu sína vegna reglu, eins og tungumál, tákn sem líkjast þ\d sem þau
standa fyrir, eins og myndir, og tákn sem hafa bein efnisleg tengsl við það sem
þau vísa til, eins og merki (spor í sandi, sjúkdómseinkenni o.s.ffv.).
Það er Ijóst að bók Mitchells er að einhverju leyti skrifuð tdl höfuðs tilraun-
um til að leggja grunn að almennri táknffæði. Astæðan er m.a. sú að hann þyk-
ist sjá hvernig sömu gömlu hugmyndirnar birtast í nýjum búningi, ásamt for-
dómum varðandi muninn milli orða og texta, sem birtist m.a. í því að munurinn
milli orða og mynda er skýrður með tilvísun í tvíhyggju milli menningar og
náttúru. En Mitchell er tortrygginn á hinar nýju kemúngar táknffæðinga því
hann merkir ákveðna tilhneigingu til að gera reglubundin tákn, þ.e. menningar-
leg tákn, að undirstöðu allrar táknffæði. Þess eru dæmi að táknffæðingar hafi
reynt að eyða að einhverju leyti muninum milli orða og mynda með því að lýsa
myndum sem einni gerð reglubundinna tákna, þ.e. nota sambærilegar aðferðir
við að greina myndir og notaðar eru við tungumálið. I „nútíma ffæðum", sem
Mitchell kallar svo, þykist hann geta greint djúpstæða menningarlega fordóma
gagnvart myndum. Það er í þessu samhengi sem Mitchell kynnir Goodman til
sögunnar. Kenningar hans bárust eins og ferskur andblær inn í rykmettaðar
kompur táknffæðinga.
Nelson Goodman var í hópi kunnustu heimspekinga Bandaríkjanna á síðustu
öld. Hann fæddist árið 1906, lauk doktorsprófi í heimspeki ffá Harvardháskóla
1941 og varð síðar prófessor í heimspeki við sama háskóla ffá 1968 til 1977.
Goodman lést árið 1998. Heimspeki hans spannar vítt svið, rökffæði og ffum-
speki, þekkingarffæði og vísindaheimspeki, auk kenninga í fagurffæði og list-
heimspeki. En Goodman hafði fleira fyrir stafhi en að rannsaka og kenna heim-
speki, hann var einnig viðriðinn margs konar listræna starfsemi. Arið 1929
stofhaði hann listagalleríi sem hann stýrði sjálfur til 1941 og árið 1967 stofhaði
hann Project Zero rannsóknarstofnunina við kennaradeild Harvard, en markmið
hennar er að stuðla að rannsóknum og örva skapandi hugsun jafht í listum sem
vísindum.
Heimspeki Goodmans hefur verið lýst sem nafhahyggju og kenningar hans
hafa verið afar umdeildar, m.a. vegna þess að þær þykja leiða til öfgakenndrar af-
stæðishyggju og virðast á stundum á mörkum heilbrigðrar skynsemi. Hvað felst
í nafhahyggju Goodmans kemur berlega í ljós í einu af höfuðritum hans, Langu-
ages ofArt (Tungumál listar, 1976), sem Mitchell vitnar til í greininni. Eins og