Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 40
40 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
og frumkvöðlar
„Xperious er því ekki ætlað heima markaði einum. Nafnið á að hafa alþjóðlegan hljóm –
það er leitt af enska orðinu experience.“
Ferðamenn skipuleggja í síauknum mæli ferðalög sín á netinu. Leitarvélarn-
ar eru margar en hjá Xperious er verið að þróa leitarvél sem drifn er af gervigreind
og á að ganga enn lengra en bara að bóka og ganga frá kaupum. – Hér eru ónýttir
möguleikar segir Hilmar Halldórsson að baki sprotanum Xperious.
Hilmar Halldórsson er upphaflega auglýsinga og mark aðsmaður. Það er ekki langur
vegur þaðan yfir í að markaðs
setja ferðaþjónustu á netinu og
hann hefur í samstarfi við félaga
sína ákveðið að láta drauminn
um nýja og bætta þjónustu á
netinu rætast. Það er hægt að
ganga lengra en nú er gert við
skipulagningu ferða þar.
„Það styttist í að betaútgáfa
verði sett út á netið til prófunar í
haust,“ segir Hilmar.
Hugmyndin er að væntanlegur
ferðalangur getið upplifað það
sem er í boði á áfangastað, ekki
bara pantað flug, bíl og gistingu.
Notandinn velur hvert hann vill
fara, skrifar inn í leitarvélina
hvað hann vill gera í fríinu eins
og t.d. „I‘d like to play golf, see
whales and go horsebackrid
ing“, velur tímabil, hve margir
eru að ferðast. Þá eiga að birtast
ferðatillögur sniðnar sérstaklega
fyrir hann; flug, gisting, bílaleigu
bílar, afþreying og áhugaverðir
staðir ásamt því að benda á
áhugaverða veitingastaði. Í þessu
felst nýjungin. Ferðamaðurinn
getur bókað allan pakkann allt á
einum stað.
„Þetta er ekki einungis hugsað
fyrir einstaklinga heldur einnig
fyrir hópa. Ferðaseljendur geta
nýtt sér lausina á sínum vefjum
og notað kerfið til að skipuleggja
fyrir viðskiptavini sína,“ segir
Hilmar.
Hilmar segist hafa fengið
þessa hugmynd fyrir löngu og
fékk tækifæri í fyrra til að taka
þátt í náminu hjá Klaki, ný sköp
unarmiðstöð atvinnulífsins. Það
var svo í janúar á þessu ári sem
fyrirækið var formlega stofnað.
Prófanir að hefjast
Tekjur eiga að koma af umboðs
launum. Enn sem komið er hefur
verkefnið verið fjármagnað af
eigendunum sjálfum.
„Undirtektir hafa til þessa
verið mjög góðar, bæði hjá
einstakl ingum sem hafa fengið
að prófa kerfið auk aðila í
ferðaþjónust unni. Einnig hafa
aðilar í Finnlandi, Danmörku,
Litháen og Færeyj um sýnt okkar
lausn áhuga. Þar er beðið eftir
tilrauna útgáfunni,“ segir Hilmar.
Xperious er því ekki ætlað
heima markaði einum. Nafnið á
að hafa alþjóðlegan hljóm – það
er leitt af enska orðinu experi
ence.
Mikil vinna hefur farið í að
hanna viðmót síðunnar. Við mót ið,
sem mætir fólki á skjánum, er
mjög mikilvægt og er hugsað
með það fyrir augum að auka
hughrif um leið og það þarf að
vera einfalt í notkun.
Hilmar Halldórsson,
frumkvöðull hjá Xperious: alltá einni síðu
hilmar halldórsson, frumkvöðull hjá Xperious.
Rakel Sölvadóttir hjá
kennslusprotanum Skema: