Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 65

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 65
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 65 Sjávarútvegur er alþjóðleg grein sem kepp­ ir við matvælaframleiðslu um allan heim og alþjóðlegar stórmarkaðskeðjur leita sífellt að einhverju nýju til að bjóða sínum viðskiptavinum. gestur geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, segir öllum fyrirtækjum nauðsynlegt að sinna nýsköpun og þróun. þetta lífsnauðsynlegt. Sjávarút­ vegur er alþjóðleg grein sem keppir við matvælaframleiðslu um allan heim. Viðskiptavinir okkar eru alþjóðlegar stórmark­ aðs keðjur sem sífellt eru að leita að einhverju nýju til að bjóða viðskiptavinum. Til þess að geta uppfyllt þeirra þarfir þurfa framleiðslufyrirtækin að vera í stakk búin að bregðast við með nýjungum á öllum sviðum. Þetta geta verið kröfur eða óskir um breyttar afurðir, breyttar pakkningar, stærðir, auknar gæðakröfur o.s.frv. Matvælafram leiðsla á alþjóða ­ markaði er undir sífelldri pressu um verð í samanburði við aðrar matvörur. Til að mæta því er nauðsynlegt að auka framleiðni og þeir sem ekki gera það verða undir á endanum,“ segir Gestur. Þá bætir hann við að aukin umhverfisvitund hafi lagt nýjar kröfur á fyrirtækin sem nauðsynlegt sé að bregðast við og kalli á nýjar lausnir í fram­ leiðslunni. Þetta hafi aftur leitt af sér nýjar afurðir og aukna nýtingu á því hráefni sem notað er. Svavar Svavarsson, deild­arstjóri viðskipta þróunar HB Granda hf., segir fyrirtæki í íslenskum sjávarút­ vegi almennt fljót að tileinka sér tækninýjungar til sjós og lands og vöruþróun hafi gjarnan komið til samhliða tækninýj­ ung um. HB Grandi hf. er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og starfa hjá fyrirtækinu um 700 manns til sjós og lands. „Þó má fullyrða að sú óvissa sem ríkt hefur undanfarin ár um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfis­ ins hafi tafið fyrir ákvörðunum, sérstaklega varðandi kaup á nýjum og fullkomnari skipum. Nýjustu gerðir skipa eru hins vegar færari um að skila meiri gæðum, eru afkastameiri og nýta betur eldsneytið,“ segir Svavar. Svavar segir það einkenna vörurnar sem Íslendingar vinni úr sjávaraflanum að sumar þeirra breytist ekkert ár eftir ár eða jafnvel áratugum saman á meðan öðrum er breytt örar eftir þörfum markaðanna. Stundum sé slíkt þó ekki mögulegt fyrr en með nýrri tækni. „Breytingar á útliti og gerð sjávarafurða eru því frekar hæg fara og kemur það mörgum undarlega fyrir sjónir í heimi þar sem sífellt er verið að bjóða nýjar vörur og skipta út sam skonar vörum sem maður áleit nýkomnar á markað. Skýr inguna má rekja til þess að það eru ríkar hefðir í helstu fiskneyslulöndunum og ekki krafa um tíðar breytingar á útliti afurðanna. Ástæðan er sú að á best borgandi mörkuðunum sækjast fiskkaupendur eftir vöru sem þeir þekkja og geta treyst gæðunum. Hún er eftirsótt af neytendum af sömu ástæðum í því landi eða á því landsvæði sem þeir þjóna. Helstu breytingar hjá okkur felast því helst í að laga vöruna, t.d. að stærð og útliti umbúða, hentugri flakaskurður eða slíkt. Fiskvinnslan hefur notið góðs af íslenskum hugvitsfyrirtækjum sem eru í fararbroddi við að þróa og framleiða hentugan vél­ og hugbúnað til að auka afköst, bæta nýtingu og gæði og síðast en ekki síst að gera henni mögulega þessa vöruaðlögun,“ segir Svavar og bætir við að hvort tveggja standi ágætlega undir nafni sem nýsköpun og vöruþróun. Styrkur fyrirtækisins muni þó ávallt liggja í upprun­ anum; gæðum fisksins og náttúrulegu útliti afurðanna. bætt nýting og aukin gæði Svavar Svavarsson: nýjungarnar felast í bættri nýtingu, auknum gæðum og nýjum stærðum umbúða. Í helstu fiskneyslu­ löndunum er ekki gerð krafa um tíðar breytingar á útliti afurðanna þar sem að á best borg andi mörkuðunum sækj­ ast fiskkaup endur eftir vöru sem þeir þekkja og geta treyst. Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar hb granda hf., segir nýjungar í fiskvinnslu helst ráðast af tækninýjungum. HB Grandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.