Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 78

Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 78
78 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 fyrirtækinu því það var alltaf opin skrifstofa einhvers staðar í heiminum. Sólin var þó ekki ætíð hátt á lofti hjá félaginu en í kjölfar Geysis ­ slys sins í september 1950, þegar flugvél þess fórst á Vatnajökli, var útlitið sannarlega dökkt. Stjórn félagsins íhugaði í fullri alvöru að leggja starfsemi þess niður en Loftleiðamenn ákváðu að leggja ekki árar í bát heldur halda upp á jökulinn til að sækja bandarísku skíða flugvélina sem hafði átt að bjarga áhöfn Geysis og lá þar und­ ir þykku snjólagi. Þetta einstaka afrek í flugsögunni varð til þess að Jökli, líkt og Loft­ leiða menn nefndu vélina, var breytt í farþegaflugvél og hún seld til Spánar fyrir 29 þús und pund. Var sú upphæð hreinn hagnaður því það sem bjargað var af Geysis­ farminum borg aði allan kostnað af leið angr inum og meira til. Skiptu þessir peningar sköpum fyrir framtíð félagsins. Það sem einnig hélt fé laginu saman í þessum örðug leikum sem öðrum var sá einstaki andi, Loftleiðaandinn, sem ein kenndi félagið og starfsfólk þess frá fyrstu tíð. Þennan anda talar fyrrverandi starfsfólk um enn í dag. ReyKTu PÍPu Í RóLeG- HeITuM Geirþrúður, sem starfar sem flug ­ stjóri hjá Icelandair, átti hug mynd ­ ina að 65 ára afmælis flug ferð inni og fékk félagið í lið með sér. Þau sem skipuðu áhöfnina ásamt Geir þrúði voru systir hennar, Katrín Guðný Al ­ freðsdóttir, fyrsta freyja; Stefanía Ástrós Benónýs dóttir, flugfreyja og dóttir Geirþrúðar; Jóhann Axel Thorar ensen, barna barn Axels Thorarensen siglinga fræðings, flugmaður; Gunnhildur Mekkinós­ son, bróðurdóttir Fríðu Mekkinós­ dóttur flugfreyju, flug freyja; Ásdís Sverrisdóttir, barna barn Sigurðar Magnússonar, blaða fulltrúa Loftleiða og farþega í fyrstu ferðinni, flugfreyja; og Halldóra Finnbjörnsdóttir, dóttir Finnbjörns Þorvaldssonar, skrif stofustjóra Loft leiða, flugfreyja. Tækninni hefur fleygt fram á þeim sextíu og fimm árum sem liðin eru frá fyrstu ferðinni en þá þurftu t.a.m. siglingafræðingur og loftskeytamaður að sjá um þau samskipti og útreikninga sem nú fara fram í tölvu. Sátu flug menn­ irnir frammi í og reyktu pípu í rólegheitum á meðan siglinga fræð ­ ingur og loft skeyta maður sinntu störfum sínum. „Í afmælisferðinni spjölluðum við Jóhann Axel mikið um þessa fyrstu ferð og veltum t.d. fyrir okkur í hvaða hæð þeir hefðu flogið og hvort þeir hefðu verið í skýjum eða ókyrrð. Í dag förum við yfir þrjátíu þúsund fet, yfir flest ský og getum hækkað okkur ef við erum að komast í skýja ­ toppa. Vegna þess að flugvélar þessa tíma flugu hægt og höfðu ekki nægilegt flugþol til þess að fljúga alla leið í einum áfanga þurfti að taka eldsneyti á leiðinni og þegar lent var daginn eftir í New Yor var þar mikil hitabylgja. Ég held að það hafi orðið til þess að vekja enn meiri athygli ytra á ferðinni enda skildi fólk ekki hvað Íslendingar væru að þvælast þarna í þessum hita. Þá er gaman að hugsa til þess að áður voru fimm í stjórnklefanum og tvær flugfreyjur aftur í en nú hefur talan snúist við,“ segir Geirþrúður. Geirþrúður sinnir einnig í dag formennsku í Rannsóknarnefnd samgönguslysa og situr í stjórn eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) en Alfreð var einmitt einn af stofnfélögum sjóðsins. „Enginn Íslending­ ur hefur verið jafn lengi á flugi og Krist inn Olsen, rúmlega 4 þúsund klukkustundir. Nú tekur hann lífinu létt, reykir heljarmikla, bogna pípu.“ FRUmkVöðLaR Í FLUgiNU Samhentur hópur flugstjóra hjá Loftleiðum. Frá vinstri; magnús guðmundsson, dagfinnur Stefánsson, Jóhannes markússon, kristinn olsen, alfreð Elíasson, olav olssen og invgar Þorgilsson. hjónin kristjana milla thorsteinsson og alfreð Elíasson. kristinn og alfreð í kaupmannahöfn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.