Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 79
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 79 … Klukkan er rúmlega 9 að kvöldi 25. ágúst 1948. Ég sit í aftasta sæti, stjórnborðsmegin í íslensku Skymasterflugvélinni Geysi, en hún er nú á einum brautarenda Reykjavíkurflugvallarins, búin til ferðar vestur um haf. Nú þyngja hreyflarnir átökin. Við rennum af stað eftir flugbrautinni. Við fljúgum. Nú er klukkan 10 mínútur gengin í 10. Fyrsta íslenska áætlunarflugið til Ameríku er hafið. Fyrsta alíslenska áhöfnin flýgur nú millilandaflugvél vestur um haf … Einhvern tíma verður þetta talinn merkisdagur í sögu íslenskra sam göngu ­ mála. Þess vegna vil ég varðveita minningu hans. Flugþernur bjóða vindlinga og sælgæti. Öryggisbelti eru leyst. Kristján Jó hann og Östlund, sem sitja hér hið næsta mér, hefja kappræður um stjórnmál, en mér leiðist að hlýða, svo ég fer fram í stjórnklefann til fundar við áhöfnina. Við stýrið bakborðsmegin er flugstjórinn, Alfreð Elíasson. Hann hefur falið sjálfvirku stýritækjunum stjórnina, en fylgist þó vandlega með öllum þeim margbrotnu mælitækjum, sem gefa til kynna hæð okkar, hraða og stefnu. Þær eru orðnar rúmlega 100 ferðirnar sem Alfreð er búinn að fljúga yfir Atlantshafið, svo hann er hér á gamalkunnum slóðum. Við hitt stýrið stjórnborðsmegin situr Kristinn Olsen, og er hann aðstoðarflugmaður í þessari för. Hinar breiðu herðar hans og örugg tök valda því, að mér þykir sem hann myndi ekki síður sóma sér á stjórnpalli hafskips en við stýri flugvélar. Enginn Íslendingur hefur verið jafn lengi á flugi og hann, rúmlega 4 þúsund klukkustundir. Nú tekur hann lífinu létt, reykir heljarmikla, bogna pípu og blaðar í leiðabók milli þess sem hann fylgist með mælitækjunum. Í sætinu milli flugmannanna er Halldór Guðmundsson vélamaður og beygir sig yfir tækin, sem gefa honum vald yfir hreyflunum fjórum, og les tölur mælanna sem færa honum öll boð að utan frá þeim. Stjórnborðsmegin, aftan flugmannssætisins, er Axel Thorarensen yfirsiglingafræðingur, mælir fjarlægðir á kortinu, reiknar stöðu okkar og áætlar komutíma til Gander. Samkvæmt reiknislist hans verðum við yfir Grænlandi klukkan 1, enda förum við nú með 330 km hraða miðað við klst. Bolli Gunnarsson yfirloftskeytamaður spilar alltaf á einu og sömu nótuna hér á borðinu, sem hann situr við, bakborðsmegin í stjórnklefanum, en lögin eru þó mörg. Nýlega var hann að skiptast á kveðjum við Heklu en hún er nú á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur og áðan var hann að fá vitneskju um að þoka væri í Gander og völlurinn lokaður þar. Það væri laglegt ef við yrðum nú að snúa við. Flugþernurnar tvær, Sigríður Gestsdóttir og Hólmfríður Mekkinósdóttir, eru önnum kafnar við að sinna þörfum farþeganna, og sú síðarnefnda er að ylja nestispela yngsta farþegans, en hin fyrrgreinda er að spyrja þann, sem drykkfelldastur er, hvort kokkteillinn hafi ekki verið hæfilega sterkur … Vélin millilenti síðan í Goose Bay, til að taka eldsneyti, en lenti svo á Idlewild­flugvelli, rétt eftir hálftvö e.h. 26. ágúst 2013. Nú þyngja hreyflarnir átökin Einstök frásögn af ferðinni fyrir 65 árum: Glefsur úr frásögn Sigurðar Magnússonar, blaðafull- trúa Loftleiða, sem birtist í bók hans „Vegur var yfir“. Þetta er einstök frásögn af þessari sögulegu ferð. kristinn olsen og alfreð Elíasson í flugskóla í kanada. kristinn og alfreð í kaupmannahöfn. Forstjórinn alfreð Elíasson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.