Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 104
104 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
Er annar hver maður á Íslandi orðinn markþjálfi eins og sumir halda fram?
Nei, ekki alveg, en þeim hefur fjölgað frá árinu 2006, þegar Félag markþjálfunar á
Íslandi (FMÍ) var stofnað.
Einhverjum kann að finn ast fjölgun mark þjálfa vera meiri en hún raun verulega er, þar sem ýmsir ráð gjaf
ar og þjálfarar eru nú farnir að
segjast bjóða upp á mark þjálfun
án þess að hafa endilega lokið
námi eða þjálf un til þess. Það er
væntanlega merki um að margir
vilja stökkva á vagninn nú þegar
mark þjálfun er farin að njóta meiri
vinsælda og hefur enn og aftur
sannað gildi sitt.
Á heimasíðu Félags markþjálf
unar á Íslandi eru tilgreindir 35
mark þjálfar og hafa þeir allir
lok ið vottuðu námi og margir
þeirra hafa einnig hlotið alþjóð
lega vott un frá ICF (Internation
al Coaching Federation).
En hvað er
markþjálfun?
Ýmsar skilgreiningar eru til á
hvað markþjálfun er en eftirfar
andi skilgreiningu, sem á rætur
að rekja til ICF, stærstu mark
þjálfa samtaka heims, má finna
á heima síðu FMÍ:
„Markþjálfun grundvallast á
ögrandi og skapandi sam
vinnu við viðskiptavini sem
hvet ur þá til að hámarka
per sónulega og starfstengda
hæfi leika sína og tækifæri.“
Það þarf því ekkert að vera
að, í þeim skilningi, til að nýta
mark þjálf un. Frekar það að fólk
vilji gera enn betur.
Talið er að markþjálfun sem
nálg un eða aðferðafræði hafi
komið fram á áttunda áratug
síðustu aldar. Aðferðafræðin
byggist fyrst og fremst á
ákveðinni samtals og spurn
ingatækni en margir markþjálfar
nota einnig ýmiss konar mats
tæki og verkefni til að hjálpa
viðskiptavinum sínum til enn
betri árangurs.
Grunnhugmynd markþjálfunar
er að hver og einn einstakling ur
hafi sín svör en sökum hraða,
áreitis, hraðrar þróunar, æ
flókn ari samskipta og stærri
áskorana þurfi þeir gjarnan
hjálp við að finna þessi svör og
leiðir hjá sér.
Einnig hefur markþjálfun þótt
gagnast vel stjórnendum sem
oft á tíðum hafa ekki aðra til
að fara yfir málin með og nota
þeir þá gjarnan markþjálfa til
að hjálpa sér við að skerpa
á fókus, forgangsröðun,
ákvarðana tökur, að sjá ný
sjónar horn, finna nýjar leiðir
og möguleika, leiðir fram hjá
hugsan legum hindrunum og
þar fram eftir götunum.
Markþjálfun er því ekki að
leggja stjórnendum beint til nýja
þekkingu heldur frekar þjálfun
sem styrkir þá í að nýta enn
betur þá þekkingu og styrkleika
sem þeir þegar hafa og styrkja
þannig sjálfsmynd þeirra og
stjórnendastíl.
Hvað er ekki
markþjálfun?
Markþjálfun er ekki ráðgjöf
eða meðferð. Þótt markþjálfar
aðstoði gjarnan viðskiptavini
sína við að finna nýjar leiðir og
sjónarhorn leggja þeir ekki til
beinar aðgerðir eða ákvarðanir,
enda yrði það þá alltaf byggt á
StJÓRNUN
Markþjálfun
hERdÍS pÁLa
mba, markþjálfi og
eigandi www.herdispala.is
þar sem hægt er að skrá sig
fyrir ýmsu ókeypis og
hvetjandi lesefni.
Á heimasíðu Félags
markþjálf unar á
Íslandi eru tilgreindir
35 mark þjálfar og
hafa þeir allir lok
ið vottuðu námi og
margir þeirra hafa
einnig hlotið alþjóð
lega vott un frá ICF
(International Coach
ing Federation).
sem hjálpartæki fyrir stjórnendur