Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 109

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 109
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 109 mark sé á okkur tekið þurfum við að auki að hafa sjálfstraust, eldmóð, vera jákvæð, áræðin, athafnasöm, ákveðin, gáfuleg, einlæg, sannfærandi eða allt þetta í senn. Með öðrum orðum þá þurfum við persónutöfra. Vald sem er áunnið með persónu töfr­ um getur verið áhrifaríkara en nokkurt vald sem okkur er falið með öðrum hætti. Viltu vera hrífandi? Ef þú vilt auka persónutöfra þína, áhrif og völd ættirðu að leggja áherslu á eftirfarandi þætti í fari þínu og þróa með þér þessa eiginleika: Sjálfstraust – Að hafa sjálfs­ traust, eða líta út fyrir að hafa það, skiptir miklu máli. Það verður þó að vera án yfirgangs og því þarf að fylgja auðmýkt. Að geta látið aðra finna eigið sjálfstraust í samskiptum við þig er ekki síður mikilvægt og áhrifaríkt. Jákvæðni – Temdu þér já kvætt viðhorf til allra hluta. Sjáðu það besta í fari annarra, í að stæð ­ um og viðburðum. Að geta hughreyst aðra, veitt hvatn ingu, aukið bjartsýni, von og jákvæð­ ni, það þykir að dáunarvert. Það hjálpar líka til við lausn vanda ­ mála og við samn ingagerð. Sjálfsstjórn – Þótt það sé mikil­ vægt að sýna raunverulegar og einlægar tilfinningar er líka mikil­ vægt að geta haft stjórn á þeim þegar það á við. Annað getur dregið úr trúverðugleika þínum. Áhugaverður – Til að vera áhuga verður þarf maður að hafa frá einhverju áhugaverðu að segja. Til að ná athygli er mikilvægt að setja mál sitt fram á skýran og einfaldan hátt, án óþarfa málskrúðs og málaleng­ inga. Að geta sagt góðar og skemmtilegar dæmisögur, verið alvar legur og notað húmor á við­ eigandi hátt er mjög mikilvægt. Áhugasamur – Að vera áhuga samur um annað fólk og það sem það hefur að segja, við horf þess og tilfinningar er ekki síður mikilvægt en að vera áhugaverður. Að sýna kurt ­ eisi, samhug, hlusta af athygli, spyrja spurninga, horfa í augu fólks og sýna svipbrigði og líkams tjáningu sem endurspegl­ ar raunverulegan áhuga. Það skiptir miklu máli. undirbúningur – Trúverðugleiki krefst þess að þú vitir hvað þú ert að tala um. Að hafa góða almenna þekkingu og innsýn, að hafa kynnt sér málin vel, ofan í kjölinn, að hafa allar nýj ustu upplýsingar. Allt þetta krefst þess að þú undirbúir þig vel. Því meiri sem þekking þín er, því auðveldara á að vera fyrir þig að útskýra fyrir öðrum. Mælskulist og að hafa gott vald á að tjá sig er þess vegna mjög mikilvægt og það krefst einnig undirbúnings og æfingar. Sannfæring – Sannfær­ ingarkrafturinn kemur innan frá. Ef þú hefur ekki áhuga, trú og eldmóð gagnvart viðfangs­ efninu verður erfitt fyrir þig að hrífa aðra með þér. Þannig er nauðsynlegt fyrir þig að finna tilgang og sannleika í þeim málstað eða þeim skilaboðum sem þú vilt koma á framfæri og vinna fylgi. Meira um sannfæringuna Aristóteles (f. 384 fyrir Krist) hefur líklega verið fyrstur manna til að skilgreina sannfæringuna. Hann taldi að þrír samverkandi þættir þyrftu að vera fyrir hendi: 1) Persónuleiki ræðumanns­ ins (ethos). 2) Að höfða til tilfinninga (pathos). 3) Góð röksemdafærsla (logos). Af þessum þremur þáttum taldi Aristoteles að sá fyrsti væri mikil vægastur, þ.e. persónuleiki ræðumannsins, eins og áheyr ­ endur upplifa hann. Árið 1984 kom út bókin In ­ fluence: The Psychology of Persu asion eftir Robert Cialdini. Í bókinni fjallar Cialdini um sex áhrifaþætti sannfæringarinnar. Þessir þættir hafa stundum verið kallaðir „vopnin sex“ því þeir sem hafa þessa þætti á valdi sínu eiga auðveldara með það en aðrir að vinna fólk á sitt band. Cialdini greindi þessa þætti með umfangsmiklum rannsókn­ um á hæfileikum fólks sem hafði atvinnu af því að sannfæra aðra, s.s. sölufólks og fólks sem vann við fjáraflanir, ráðningar, auglýsingar og markaðsmál. Niðurstöður Cialdinis hafa fram á þennan dag notið mikillar at hygli og virðingar um allan heim. Vopn Cialdinis: Sanngirni – Vilja gjalda gott með góðu. Hollusta – Standa við skuld­ bindingar. Viðurkenning – Höfða til fjöldans. Viðfelldni – Vera viðkunnan­ legur. Yfirvald – Hafa umboð eða vald. Fágæti – Eitthvað sem er ekki á allra færi. Hrífandi leiðtogar Sagan geymir óteljandi sögur um áhrifamikla hrífandi leið­ toga og nútímafyrirmyndir eru margar. Napóleon Bonaparte, Fidel Castro, Winston Church­ ill, Mahatma Ghandi, Adolf Hitler, Eva Péron, Martin Luther King, Nelson Mandela, Móðir Theresa, Vigdís Finnbogadóttir, Aung San Suu Kyi og Barack Obama. Allt eru þetta persónur sem hafa náð að hafa gríðarleg áhrif á heiminn. Því miður hafa þau haft misgóðan málstað fram að færa og því miður hafa þau ekki öll borið gæfu til að beita valdi sínu og áhrifum mannkyninu til góðs. Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í valdinu felast ekki aðeins áhrif, heldur einnig mikil ábyrgð sem því miður þykir oft minna eftirsóknarverð. Persónutöfrar Hitlers Síðari heimsstyrjöldin er af mörgum talin mesti einstaki heimsviðburður allra tíma. Sagnfræðingurinn John Lukacs hefur haldið því fram að upphaf þeirra hörmunga megi rekja til eins manns, Adolfs Hitlers. Það er skelfilegt til þess að hugsa að persónutöfrar eins manns geti haft aðrar eins afleiðingar og sagan geymir. 50 milljónir manna létu lífið og hundruð milljóna særðust að auki, margir varanlega. Þá eru ótalin öll eigna­ og náttúruspjöll og annar skaði. Svo valdamikill var Hitler að það tók mörg önnur voldug­ ustu ríki heims á þessum tíma tæp sex ár að yfirbuga hann. Hitler lýsti því eitt sinn yfir að hann ætti árangur sinn fyrst og fremst sannfæringarkraftinum að þakka. Mælskulistin var tvímælalaust hans beittasta vopn og persónutöfrar voru án efa mikilvæg undirstaða þess. Hans nánustu samstarfs­ menn lýstu honum á þann hátt að óhugsandi er að um einn og sama manninn sé að ræða: Ástríðufullur listunnandi, einstak lega barngóður, frábær gestgjafi, bar mikla virðingu fyrir konum, samúðarfullur, skilningsríkur og samgladdist fólki innilega, en á sama tíma fullkomlega miskunnar­ og hjartalaus. Saga Hitlers og hrikaleg áhrif hans á heimsbyggðina eru okk­ ur mikilvægur minnisvarði þess að ekki er allt sem sýnist. Það sem við sjáum er ekki alltaf það sem við fáum. Sú mynd sem dregin er upp af fólki, aðstæðum og viðburðum í fjölmiðlum er ekki endilega alltaf raunsönn. En eru þá persónutöfrar af hinu góða eða illa? Eins og flest annað eru persónutöfrar tvíeggjað sverð sem hefur á sér skuggahliðar ef þeim er ekki beitt á sönnum forsendum. Við eigum nú á öld upplýsinga­ tækninnar að hafa greiðari aðgang að upplýsingum en á tímum seinna stríðs. Það er þó alls engin trygging fyrir því að sannleikurinn sé nær okkur. Offramboð upplýsinga getur hæglega gert illt verra og byrgt fólki sýn. Þess vegna er það okkur öll­ um hollt og mikilvægt að hafa í huga að nota dómgreind okkar vel og hafa heilbrigðar efasemd­ ir um okkur sjálf og aðra þegar við veljum okkur málstað til að berjast fyrir og hverjum við viljum fylgja. Til að mark sé á okkur tekið þurfum við að auki að hafa sjálfstraust, eldmóð, vera jákvæð, áræð in, athafnasöm, ákveð ­ in, gáfuleg, einlæg, sann færandi eða allt þetta í senn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.