Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 3
Læknablaðið THE ÍCELANDIC MEDiCAL lOURNAL Tólfta ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla íslands Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla íslands er nú haldin í tólfta sinn. Hún er haldin sameiginlega af læknadeild, tannlæknadeild. lyfjafræðideild og í fyrsta sinn einnig hjúkrunarfræðideild. Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar Háskóla íslands auk fulltrúa frá hjúkrunarfræðideild. Ráðstefnan er haldin í Öskju, nýju og glæsilegu náttúruvísindahúsi Háskóla íslands. Að þessu sinni var ákveðið að fjölga yfirlitsfyrirlestrum og gefa þannig möguleika á að kynna viðameiri verkefni en hægt er að fjalla um í stuttum kynningum. Við val á þessum erindum var leitast við að velja áhugaverð viðfangsefni af sem fjölbreyttasta tæi til að gefa hugmynd um rannsóknaviðfangsefni þeirra deilda sem að ráðstefnunni standa. Valið var erfitt vegna fjölda verkefna sem standast fyllilega alþjóðlegan samanburð. Fjöldi framlaga sem barst er nánast sá sami og fyrir tveimur árum en nú var hægt að auka fjölda erinda þannig að flestir sem óskuðu eftir að halda erindi fá tækifæri til þess. Aðstaða fyrir veggspjöld er mun betri í Öskju en var í Læknagarði og það er von okkar að þau fái nú verðskuldaða athygli. Veggspjöldin verða uppi báða dagana og góður tími er ætlaður til kynningar á þeim. Ráðstefnunni er ætlað að vekja athygli, bæði innan Háskólans og utan, á þeirri miklu og metnaðarfullu rannsóknastarfsemi sem fer fram innan þessara deilda Háskóla íslands og i tengslum við þær. Einnig er mikilvægt að gefa ungum vísindamönnum sem þar starfa tækifæri til að kynna rannsóknaverkefni sín. Hlutur nema í rannsóknatengdu framhaldsnámi er mjög stór og hefur greinilega farið vaxandi síðustu tvö ár, þrátt fyrir takmarkaðar fjárveitingar. Viðfangsefnin sem kynnt verða eru mjög fjölbreytileg og spanna allt frá grunnvísindum til heilsufarskannana. Framlög einstakra rannsóknasviða eru mismikil eins og á fyrri ráðstefnum og mótast greinilega nokkuð af fjölda nema í hinum ýmsu greinum í rannsóknatengdu framhaldsnámi. Birna Þórðardóttir er nú framkvæmdastjóri ráðstefnunnar í fjórða sinn. Vísindanefnd þakkar Birnu frábær störf. Ég vona að ráðstefnugestir njóti vel þess sem fram fer þessa tvo ráðstefnudaga og kynni sér það sem er í boði. Fulllrúar ungra og efnilegra vísindamanna verða verðlaunaðir sérstaklega á ráðstefnunni. Verðlaununum er ætlað að vera hvati lil þeirra sem þau hljóta og annarra ungra vísindamanna til enn frekari afreka í vísindum. Jórunn Erla Eyfjörð formaður Vísindanefndar læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar Fylgirit 50, 90. árg. Desember 2004 Aðsetur Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar Læknafélög: 564 4100 Læknablaðið: 564 4104 Bréfsími (fax): 564 4106 Læknablaðið á netinu www. laeknabladid. is Ritstjórn Emil Sigurðsson Hannes Petersen Jóhannes Björnsson Karl Andersen Ragnheiður Inga Bjarnadóttir Vilhjálmur Rafnsson ábm. Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamennska/umbrot Pröstur Haraldsson throstur@iis.is Upplag þessa heftis 1.950 Áskrift 6.840,- m.vsk. Lausasala 700,- m.vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á raf- rænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með nein- um hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband Prentsmiðjan Gutenberg hf. Síðumúla 16-18 108 Reykjavík Pökkun Plastpökkun ehf. Skemmuvegi 8m 200 Kópavogi ISSN: 0254-1394 Læknablaðio/ Fylgiiut 50 2004/90 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.