Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 21
AGRIP GESTAFYRIRLESTRA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl kóagulasa neikvæðum Staphylococcus. Þessa stofna er oft erfitt að meðhöndla vegna þess að þeir hafa myndað ónæmi gegn þekktum sýklalyfjum. Afar fáar af þeim 6000-8000 tegundum sjávardýra sem að líkindum lifa innan íslenskrar efnahagslögsögu teljast til nytjategunda. Gerð var forkönnun til að athuga hvort í þessum sjávarlífverum gætu leynst áhugaverðir lyfjasprotar. Svömpum, holdýrum, lindýrum, liðormum, krabbadýrum, mosadýrum og skrápdýrum var safnað í fjöru, við köfun og við veiðar á dragnótabátum. Vatnsleysanleg og fituleysanleg efni voru unnin úr lífverunum með gerð útdrátta (extracts). Utdrættir voru sendir í virkniprófanir hjá Bandarísku krabbameinsstofnuninni (National Cancer Institute). Af 35 tegundum sem prófaðar voru í forkönnuninni sýndu fjórar tegundir áhugaverða vaxtar- hindrandi virkni á krabbameinsfrumur úr lungum, miðtauga- kerfi og brjóstum. í hverjum útdrætti eru fjölmörg efni og mark- mið er að einangra virk efni, staðfesta hreinleika, skilgreina sameindabyggingu og bera virkni fullhreinsaðra efna saman við virkni þekktra krabbameinslyfja. Aðeins örlítið brot af þekktum tegundum plantna, dýra og örvera sem lifa í heiminum hefur verið rannsakað með tilliti til innihalds af lyfjavirkum efnum. Af nógu er því að taka við val á rannsóknarverkefnum á þessu sviði. Norðlæg land- og hafsvæði ættu ekki síður að vera vettvangur lyfjaleitar en suðlægar slóð- ir. G 5 Boðflutningur í æðaþeli. Tengsl orkujafnvægis og NO-myndunar Guðmundur Þorgcirsson gudmth@landspitali.is Æðaþelið sem klæðir allt æðakerfið að innan er í snertingu við streymandi blóð, allt frá hjartanu sjálfu út í smæstu háræðar. Auk þess að framleiða fjölda lífvirkra efna sem áhrif hafa á blóðið sjálft, hinar ýmsu blóðfrumur og blóðbornar sameindir, nemur það margs konar boð frá blóðinu, túlkar þau og miðlar áfram (signal transduction). Æðaþelið svara oft slíkum boðum með því að framleiða efni eins og köfnunarefnisoxíð (NO), prostasýklín og „tissue plasminogen activator“ (TPA) svo aðeins séu nefnd örfá af löngum lista. Trufluð starfsemi æðaþelsins er talin líklegt upphaf æðakölkunar og er einnig talin gegna hlutverki í fjöl- mörgum öðrum æðasjúkdómum, æðastíflum af völdum blóðsega, háþrýstingi, æðabreytingum af völdum sykursýki, ýmsum æða- bólgum og svo framvegis. I æðaþelinu eru að verki flest þau boðkerfi sem lýst hefur verið í frumulíffræði almennt og birtast nú á síðum vísindatíma- rita sem flókin boðnet fremur en skýrar afmarkaðar brautir boðflutnings. Staðsetning og hlutverk æðaþelsins kallar samt á sérhæfð kerfi og sérstök. Eitt mikilvægasta lífefni sem æðaþelið framleiðir er köfnunarefnisoxíð (NO) sem er æðavíkkandi efni og hemill á blóðflöguklumpun auk þess að hafa andoxunar- áhrif, bólguhemjandi áhrif, hamlandi áhrif á fjölgun sléttra vöðvafrumna og fleira. Stjórnun þessarar framleiðslu er flókin. Ensímið eNOS (endothelial NO-synthase) bregst við kalsí- umstyrk í umfrymi, fosfórun amínósýra á mörgum stöðum í sameindinni, nánd annarra próteina og svo framvegis. Mörg boðkerfi koma einnig við sögu. Eitt hið mikilvægasta snýst um kínasann Akt sem einnig gengur undir nafninu prótein kínasi B (PKB) (1). Við örvun frumna með ýmsum vaxtarþáttum, meðal annars „epidermal growth factor“, „vascular endothelial growth factor“ og insúlíni flyst Akt að frumuhimnunni þar sem það binst fosfórinósitíð 3-kínasa (PI3K) og fosfórast á tveimur stöðum. Við virkjunina örvast margir ferlar, meðal annars nýmyndun æða og örvun eNOS. Hvort sem litið er til hinna mikilvægu hvata sern virkja Akt eða áhrifa þeirrar virkj- unar á frumustarfsemina er ljóst að í æðaþelinu er Akt í mið- lægu stýrihlutverki. Páttur þess í örvun eNOS er sérstaklega mikilvægur. Þess vegna kom það okkur á óvart á Rannsóknar- stofu í lyfjafræði þegar við fundum að thrombín og histamín sem bæði örva NO-myndun í æðaþeli, hindra Akt (1). Svo virtisl sem við hefðum dottið niður á Akt-óháða boðleið sem örvar eNOS í æðaþeli. Frekari tilraunir og pælingar leiddu okkur á vit annars merkilegs kínasa sem gengur undir nafninu AMP-virkjaður prótein kínasi (AMPK). Hann er þungamiðja í kerfi prótein kínasa sem koma að stjórnun orkuefnaskipta í frumum. Vegna þessa hlutverks er AMPK oft kallaður meginrofi efnaskipta í frumum. Kínasinn sem samanstendur af þremur einingum, a, þ og 7, virkjast þegar orkuforði frumunnar dvínar, það er styrkur ATP lækkar en AMP hækkar. Við virkjun AMPK fosfórast fjölmörg prótein í frumunni sem ýmist leiðir til virkjunar við- komandi próteina eða hindrunar en hin samþættu áhrif miða aö því að hækka aftur magn ATP í viðkomandi frumu. Meðal ensímanna sem AMPK fosfórar er acetyl CoA carboxylasi (ACC), hydroxymethylglutaryl-CoA (HMG CoA) rcdúktasi og glykogen syntasi. Nýlega höfum við fundið að thrombín og histamín örva fosfórun eNOS og myndun NO í æðaþeli fyrir milligöngu AMPK sem virðist vera nauðsynlegur hlekkur í boðferlinu (2). Við höfum sett fram þá vinnutilgátu að AMPK virkist vegna þess að örvun með thrombíni/histamíni hækki kalsíum í umfrymi og hleypi þannig af stað atburðarás sem lækki orkustig frumunnar. Ef þessi hugmynd reynist rétt virðist AMPK vera í lykilstöðu til að tengja blóðflæði og efnaskiptaþörf vefja. Slík sjálfstýring (autoregulatio) blóðflæðis er flókin, margþætt og mismunandi frá einu líffæri til annars. Stjórnkerfin eru ólík í heilablóðrás og hjarta, þverrákóttum beinagrindarvöðvum og blóðrás innri líffæra. í hjartanu hefur verið sýnt fram á að orkuþörf hjartavöðvans er nákvæmlega mætt með breytilegu blóðflæði í kransæðum. Innan 15-20 sekúndna frá því að efnaskiptin aukast næst fullkomin víkkun kransæðakerfis og þar með hámarksblóðflæði. Hin lífefnafræðilega tenging er hins vegar ekki þekkt og er sennilega flókin en efni eins og adenósín, koltvíoxíð, kalíum, fosfat, prostasýklín og NO geta öll komið við sögu. Fyrir allmörgum árum var sett fram sú kenning að AMPK gæti verndað frumur gegn skemmdum af völdum blóðþurrðar með því að slökkva á ATP-neyslu en auka ATP-myndun. Nýlega var sýnt fram á að mýs með óvirkan AMPK í hjartavöðva geta ekki brugðist við blóðþurrð með því að auka upptöku glúkósa, auka oxun fitusýra og mynda mjólkursýru, allt ferli sem AMPK örvar (3). Blóðþurrðin leiddi því til aukins dreps og aukins stýrðs frumudauða í samanburði við það sem gerðist í Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.