Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 25
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Efniviöur og aöferðir: Fjölgena raðgreining var gerð á öllum stofnum sem ræktuðust frá sjúklingum með ífarandi sýkingar á árabilinu 1977-2004. Raðgreining á sjö genum sem ekki tengjast meinhæfni var framkvæmd: hvert um sig er 450-500 basapör. Arfgerð stofnanna var borin saman við stofna sem þegar höfðu verið rannsakaðir og eru aðgengilegir á alþjóðlegri heimasíðu www.mlst.net Niðurstöður: Allir 362 meningókokkastofnar sem til eru frá tímabilinu 1977-2004 hafa verið raðgreindir. Af þeim eru 4% af hjúpgerð A, 60% hjúpgerð B, 35% af hjúpgerð C og 1% af öðrum hjúpgerðum. Stofnar af raðgerð (Sequence Type, ST) 32 voru algengastir, en þeir orsökuðu 90 af 362 (24,9%) sýkinganna. Þar á eftir komu stofnar af raðgerð 11 (ST 11/ET37) sem ollu 19,9% sýkinga og raðgerð 10 (10,2% sýkinga). Ný raðgerð, ST 3492, var fjórða algengasta orsök ífarandi meningókokkasýkinga hér á landi. Alls greindust 26 mismunandi raðgerðir í rannsókn- inni og þar af voru 14 nýjar sem virðast vera bundnar við ísland. Stofnar af þessum nýju raðgerðum orsökuðu 12,4% allra sýkinga. Arfgerð 32 var til staðar hérlendis allt tímabilið, en arfgerð 10 hvarf á árinu 1983. Hin nýja raðgerð, 3492, kom fram árið 1983 oggreindist allt til 1996. Tilhneiging til hærri dánartíðni kom fram meðal sjúklinga sem sýktust af stofnum með nýja raðgerð (17,7% vs 8,0%; p<0,07). Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir okkur að umtalsverður breyti- leiki er á meningókokkastofnum hérlendis, þrátt fyrir einangrun landsins. Áhugavert er að 12,4% stofna virðast vera séríslenskir. Kanna þarf betur orsakir hærri dánartíðni þeirra sjúklinga sem sýkjast af nýjum stofnum. E 04 Sameindafaraldsfræði Chlamydia trachomatis í sýn- um frá sjúklingum með endurteknar sýkingar Freyja Valsdóttir. Kristín Jónsdóttir Sýklafræðideild Landspítala krijons@landspitali. is Inngangur: Endurteknar og/eða viðvarandi sýkingar af völdum Chlcimydia trachomatis eru stór áhættuþáltur fyrir alvarlega fylgikvilla þessara sýkinga eins og ófrjósemi og utanlegsfóstur. Rannsókninni var ætlað að kanna hvort hér á landi finnist tilfelli þar sem klamydíusýking er viðvarandi eða hvort um endursýk- ingu sé að ræða. Tíðni þessara sýkinga og hvaða stofnar valda þeim voru einnig til athugunar. Efniviður og aðferðir: Sýnin sem notuð voru komu úr sýnasafni sýklafræðideildar og höfðu greinst jákvæð fyrir C. trachomatis. Sýnin komu frá sjúklingum á göngudeild húð- og kynsjúkdóma sem áttu fleiri en eitt jákvætt sýni á sex ára tímabili, 1998 til 2004. Sjúklingar voru valdir með tilliti til fjölda og tíma milli greininga, var sá einstaklingur sem átti flest sýni með lengst á milli þeirra valinn fram yfir aðra. OmpA genið var magnað upp úr sýnunum og gerð skerði- bútagreining til að greina sermisgerð. Stofnar frá sjúklingum, sem greindust tvisvar eða oftar með sömu sermisgerð, voru valdir til stofngreiningar með raðgreiningu. Niðurstöður: 16,1% sjúklinga greinast aftur jákvæðir að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu. Hátt hlutfall sjúklinga í rannsókninni greinist tvisvar eða oftar með C. trachomatis af sömu sermisgerð, eða 81%. Sermisgerð D greinist í 29% tilvika sem er umtalsvert hærri tíðni en almennt gerist í sjúklingum sem koma á göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Ályktanir: Meirihluti þeirra sem greinast oftar en einu sinni á tímabilinu hafa sömu sermisgerð sem gæti bent til viðvarandi sýkinga eða endursýkinga af sama stofni. Sermisgerð D virðist hafa einhverja eiginleika sem stuðla að því að hún upprætist síður við sýklalyfjagjöf. E 05 Vasopressín minnkar smáæðablóðflæði í görnum í sýklasóttarlosti Gísli H. Sigurðsson', Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Inselspital Háskólasjúkrahús í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Við alvarlegt sýklasóttarlost er stundum takmörkuð hjálp í venjulegum æðaherpandi lyfjum til að hækka blóðþrýsting. í slíkum tilvikum hefur verið stungið upp á að nota vasopressín. Vandamálið við vasopressín er að það er talið valda æðaherpingu í görnum enda var það áður notað við blæðandi vélindaæðahnúta. Áhrif vasopressíns á smáæðablóðflæði í kviðarholslíffærum hafa ekki verið könnuð áður, en sá var einmitt tilgangur þessarar rann- sóknar. Efniviöur og aðferöir: Sextán svín voru svæfð, andað fyrir þau og sýklasóttarsjokk var framkallað með „faecal penitonitis“. Eftir fimm klukkustunda sepsis og vökvagjöf til að fyrirbyggja vanrýmissjokk fengu átta dýr meðferð með vasopressíni 0,06 U/ kg/mín en hin átta fengu enga æðaherpandi meðferð (viðmiðun- arhópur). Hjartaútfall og blóðflæði í arteria mesenterica superior (SMA) voru mæld stöðugt í þrjár klukkustundir á eftir. Jafnframt var smáæðablóðflæði mælt með laser Doppler flowmetry (LDF) bæði í slímhúð og vöðvalagi maga, smágirnis og ristils. Helstu niðurstöður: Vasopressín hækkaði blóðþrýsting mark- tækt (24%) miðað við viðmiðunarhóp, en hjartaútfall minnkaði að sama skapi (34%). Jafnframt var mikil minnkun á blóðflæði í SMA og á smáæðablóðflæði í slímhúð maga og smágirnis. PtC02 í garnaslímhúð hækkaði einnig umtalsvert (merki um blóðþurrð). Ályktanir: Pessi rannsókn staðfestir að vasopressín er áhrifamikið lyf til að hækka blóðþrýsting í sýkingarlosti, en það hefur umtals- verðar aukaverkanir, þar sem hjartaútfall, regional blóðflæði og smáæðablóðflæði í slímhúð maga og smáþarma minnkar umtals- vert. Pað verður því að teljast varhugavert að nota vasopressín í meðferð á septísku losti nema sýnt verði fram á gagnsemi lyfsins í klínískum rannsóknum. Samstarfsverkefni LSH - H1 og UniBE #1 E 06 Faraldsfræði Campylobacter smits í kjúklingum. Get- ur hænan smitað eggið/ungann? Vala Friðriksdóttir1, Eggert Gunnarsson1, Guðbjörg Jónsdóttir', Katrín Ástráðsdóttir', Kolbrún Birgisdóttir', Signý Bjarnadóttir', Sigríður Hjartar- dóttir1, Jarle Reiersen2, Ruff Lowman3, Kelli Hiett4, Ken Callicott4, Norman J. Stern4 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.