Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 30
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 17 Sjálfvirkt val mælipunkta í fjölrása augnbotnamyndum til súrefnismælinga í augnbotni Kóbcrt Arnar Karlsson2, Jón Atli Benediktsson2, Gunnar Már Zoega3, Gísli Hreinn Halldórsson2, Pór Eysteinsson1-3, Einar Stefánsson1-3 'Læknadeild og 2verkfræðideild HÍ, 3augndeild Landspítala rak@hi.is Inngangur: Rannsóknarhópurinn vinnur að þróun tækjabúnaðar til mælinga á súrefnismettun blóðrauða í æðakerfi augnbotna. Tilgangur þessa verkþáttar er að þróa aðferð og hugbúnað sem getur staðsett og þekkt æðar í sjónhimnu og sjóntaugarós í mönn- um. Slíkur hugbúnaður er nauðsynlegur til sjálfvirkra mælinga á súrefnismettun í augnbotnum. Efniviður og aðferðir: Formfræðilegir virkjar eru notaðir til þess að greina staðsetningu æða í augnbotnamyndum og stoðvigra flokkari er notaður til þess að staðsetja sjóntaugarós. Nákvæmni aðferðarinnar var prófuð á 15 augnbotnamyndum úr fimm aug- um. Niðurstöður: Mælipunktar voru valdir á dekksta svæði innan æða til þess að lágmarka áhrif endurvarps frá æðaveggjum, samsvar- andi mælipunktar eru valdir á sjónhimnunni rétt utan við æðina. Við prófanir greindi aðferðin 96±4% (meðaltal ± staðalfrávik) af 100-150 pm breiðum æðunt, 82±8% af 70-99 pm breiðum æðum og 43±14% af 30-69 prn breiðum æðum. Alyktanir: Aðferðin gat greint æðar í augnbotnamyndum með þó nokkurri nákvæmni. Vonast er li! að afrakstur þessa verkefnis auðveldi og auki nákvæmni á útreikningum súrefnismettunar blóðrauða og leyfi sjálfvirkar mælingar. E 18 Geimgeislun og skýmyndun á augasteinum atvinnu- flugmanna Vilhjálmur Rafnsson1, Eydfs Ólafsdóttir2, Jón Hrafnkelsson3, Ársæll Arnarsson2, Giovanni de Angelis4, Hiroshi Sasaki5, Friðbert Jónasson2 'Rannsóknastofa HI í heilbrigðisfræðum, 2augndeild, 3krabbameinsdeild Landspítala,4NASA Langley Research Center, Hampton VA, USA, 5augn- deild Kanasawa-háskóla, Uchinada, Japan aamarsson@actavis.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort atvinnu- flugmennska og geimgeislun sem henni fylgir, tengist skýmyndun- um á augastein þegar stjórnað er fyrir áhrifum annarra þekktra áhættuþátta. Efniviður og aðferðir: Borin voru sarnan tilfelli skýmyndana á augasteinum sem fundust í rannsókn á atvinnuflugmönnum annars vegar og úr slembiúrtaki meðal Reykvíkinga hins vegar. Alls fóru 445 karlar í gegnum nákvæma augnskoðun auk þess sem þeir svör- uðu spurningalista um heilsufar og lífsvenjur. Atvinnuflugmenn voru 79 talsins. Upplýsingum var safnað um starfsaldur þeirra, fjölda floginna klukkustunda og tegund flugvéla, sem voru fengnar frá llugfélögum. Tímatöflur og flugprófílar gerðu kleift að reikna út uppsafnaðan geislaskammt (mSv) hvers flugmanns með CARI- 6 hugbúnaði. Skýmyndun var skoðuð með raufarsmásjá og flokk- uð og stiguð samkvæmt kerfi alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Áhættuhlutfall (odds ratio) var reiknað með lógistískri aðhvarfs- greiningu. 30 Læknablaðið/fylgiiut 50 2004/90 Niðurstöður: Hættan á skýmyndun í kjarna var 3,02 (95% C1 1,44-6,35) fyrir atvinnuflugmenn samanborið við aðra í rannsókn- inni þegar stjórnað hafði verið fyrir áhrifum aldurs, reykinga og sólbaða. Hættan á skýmyndun á berki meðal atvinnuflugmanna var lægri en hjá samanburðarhópnum en sá munur reyndist ekki marktækur í lógistískri aðhvarfsgreiningu þar sem stjórnað var fyrir áhrifum sömu þátta. Starfsaldur atvinnuflugmanna og upp- safnaður geislaskammtur (mSv) höfðu marktæk tengsl við hætt- una á skýmyndun í augasteinum. Ályktanir: Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli skýmynd- unar í kjarna og jónandi geislunar. Þessi rannsókn leiddi í ljós tengsl milli geimgeislunar hjá atvinnuflugmönnum og skýmynd- unar í kjarna augasteina, sem gæti bent til orsakasambands. E 19 Áhrif útfjólublás Ijóss sólar á skýmyndun í augastein- um Reykvíkinga. Augnrannsókn Reykjavíkur Friðbert Jónasson. Ársæll Amarsson, Eydís Ólafsdóttir, Jóhannes Kári Kristinsson, María S. Gottfreðsdóttir, Dan Öhman Augndeild Landspítala fridbert@landspitali.is Inngangur: Rannsökuð voru hugsanleg áhrif útfjólublás ljóss sól- ar á skýmyndun í augasteinum Reykvíkinga 50 ára og eldri. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak úr þjóðskrá Reykvíkinga 50 ára og eldri, sama hlutfall fyrir hvern árgang og hvort kyn, 1045 einstaklingar voru skoðaðir og teknar Scheimpflug myndir og sneiðmyndir af augasteini. Sólargeislar komast best að augum frá temporal hlið og eru með brennipunkt þá nefmegin á auga og þar með nefmegin á augasteini. Við notuðum þessar upplýsingar ásamt upplýsingum um gleraugna- og sólgleraugnanotkun til að meta uppsafnaða (cumulativa) útfjólubláa geislun frá sól fyrir hvern einstakling. Helstu niðurstöður: Einstaklingar sem voru virka daga meira en fjórar klukkustundir daglega úti við á 3. og 4. áratug ævi sinnar og á 5. og 6. áratug ævi sinnar (fólk sem vinnur utandyra) voru bornir saman við einstaklinga sem voru lítið sem ekkert úti virka daga á sama æviskeiði. Áhættuhlutfall (odds ratio) fyrir ský í berki fyrir þá sem eyddu meiri tíma úti var 2,80 (95% CI 1,01-7,80; p<0,05) fyrir fyrrnefnda aldurshópinn og 2,91 (95% CI 1,13-9,62; p<0,05) fyrir síðarnefnda aldurshópinn. Fyrsta skýmyndun í berki fannst oftast nefmegin og neðan til í augasteini og hlutfallið neðri nasal fjórðungur borinn saman við efri temporal fjórðung var 1,53 (95% C1 1,38-1,68). Ályktanir: Aukin útivist eykur hættu á skýi í berki augasteins. Algengi skýs í berki er mest í þeim hluta augasteins sem verður fyrir mestri útfjólublárri geislun. E 20 Tengsl líkamsvaxtar og lengdar og þykktar hinna ýmsu hluta augans í Reykvíkingum, 50 ára og eldri Þór Eystcinsson1, Friðbert Jónasson1, Ársæll Arnarsson1, Hiroshi Sasaki2, Kazuyuki Sasaki2 'Augndeild LSH, 2augndeild Kanazawa Medical University, Ishikawa, Japan thore@landspitali. is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.