Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 33
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl BRCA próteinin eru afar mikilvæg fyrir DNA viðgerð og viðhald á heilleika erfðaefnisins eru þetta óvæntar og afar áhugaverðar niðurstöður. E 26 Tap á RALT/MIG6 tjáningu í brjóstakrabbameinum með HER2 mögnun eykur Her2 háðan æxlisvöxt og stuðlar að ónæmi gegn herceptíni Sigurður Ingvarsson1, Sergio Anastasi2, Gianluca Sala2, Gísli Ragnarsson3, Chen Huiping', Oreste Segatto2 'Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 2Regina Elena Cancer Institute, Róm, -’rannsóknastofa Landspítala í meinafræði siguring@mail. rhi. hi. is Inngangur: Greinst hafa úrfellingar á litningasvæði lp í 30-64% tilfella í 11 æxlisgerðum (Ragnarsson et a! 1999). Viðkomandi æxli höfðu mismunandi mynstur úrfellinga. I brjóstaæxlum tengj- ast úrfellingarnar háum S-fasa, lækkun á lifun sjúklinga og úrfell- ingum á öðrum litningasvæðum (Ragnarsson et al 1996). Þetta bendir til að á svæðinu sé æxlisbæligen og að tap þess eigi þátt í æxlisvexti í samspili við tap á öðrum genum. Við frekari kortlagn- ingu hafa rannsóknir okkar beinst að RALT geni. Ralt prótein tekur þátt í afturvirkri stjórnun á viðtökum með týrósín kínasa virkni, en nokkrir þeirra starfa óeðlilega í brjóstaæxlum, meðal annars Her2. Efniviður og aðferðir: Gerð var SSCP stökkbreytingagreining og DNA raðgreining á RALT geni í 92 brjóstaæxlum. RNAi var framkvæmt í tveimur frumulínum. Tvær brjóstakrabbameinslínur með HER2 mögnun voru skoðaðar með Northern, mótefnalitun og vektorstýrðri tjáningu á RALT. Frumurnar voru ræktaðar í æti með og án bindils og herceptíns. Prjár brjóstakrabbameinslínur án HER2 ntögnunar voru notaðar sem viðmið. Niðurstöður: Þær breytingar í erfðaefni sem greindust höfðu ekki áhrif á amínósýruröð í próteinum og voru ekki sértækar fyrir brjóstaæxlisvef eða brjóstakrabbameinssjúklinga. Pegar skrúfað var fyrir RALT tjáningu með RNAi jókst EGF háð frumuskipt- ing, sem bendir til að skerðing á RALT boðferli valdi hagstæðum skilyrðum fyrir æxlisvöxt. Veruleg lækkun á mRNA og próteinum greindist í frumulínum sem höfðu magnað HER2. Með vektor- stýrðri tjáningu á RALT var hægt að bæla Her2 háða innanfrumu- boðleið frumuskiptinga og hindra ónæmi gegn lyfinu herceptíni. Ályktanir: Tap á RALT tjáningu örvar Her2 boðkerfið og þar með framgang æxlisvaxtar. RALT tjáning hefur einnig áhrif á nænti fyrir lyfinu herceptíni. E 27 Mögnun æxlisgenanna Aurora-A og c-Myc í brjósta- æxlum með litningaóstöðugleika Sigríftur Klara Böðvarsdóttirw, Margrét Steinarsdóttir2, Valgerður Birgis- dóttir1-3, Hólmfríður Hilmarsdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson1-2-3, Jórunn E. Eyfjörð1-3 'Krabbameinsfélag fslands, 2Landspítali, 3læknadeild HÍ skb@krabb.is Inngangur: Litningaóstöðugleiki í brjóstaæxlum er algengur. Nýlegar rannsóknir á nagdýralíkunum hafa leitt í ljós að eyðing litningaenda leiði af sér litningaóstöðugleika sem nær hámarki með ífarandi æxlisvexti eftir mögnun ýmissa æxlisgena og virkjun telomerasa. Við það minnkar óstöðugleikinn og frumuskipting- ar verða greiðari. Til að rannsaka þetta í mönnum voru sýni úr brjóstaæxlum með þekktan litningaóstöðugleika valin í þeim til- gangi að greina þætti sem hafa áhrif á litningaóstöðugleika. Efniviöur og aðferðir: Valin voru 27 brjóstaæxli með litninga- óstöðugleika og gerð CGH (Comparative Genome Hybridization) greining. Niðurstöður úr CGH voru nýttar við val á staðbundn- um FISH (Fluorescense in situ Hybridization) þreifurum fyrir æxlisgen og mögnun þeirra greind á paraffín-steyptum sneiðum úr sömu brjóstaæxlum. Æxlin voru jafnframt greind með tilliti til ójafnvægis BRCA2 gensins, eyðingar litningaenda, tjáning- ar telomerasa og stökkbreytinga í p53 og BRCA2 genunum. Niðurstöðurnar voru bornar saman innbyrðis og við upplýsingar um hormónaviðtaka, æxlisstærð, meinafræðilega (TNM) stigun og litningaóstöðugleika. Niðursíöður: FISH greining sýndi mögnun c-Myc gensins í 59% tilfella og mögnun Aurora-A í 37% tilfella. c-Myc mögnun reynd- ist marktækt nteiri í bjóstaæxlum með TNM stigun 1 -2 samanborið við æxli rneð TNM stigun 3-4 (p=0,018). Auk þess reyndist mögn- un c-Myc marktækt meiri íæxlum með DNA index >1,5 (p=0,033). Brjóstaæxli með DNA index >1,5 reyndust jafnframt hafa mark- tækt lága TNM stigun (p=0,033) og vera smá (p=0,012). Mögnun á Aurora-A tengist marktækt BRCA2 stökkbreytingu eða ójafnvægi (p=0,017) og jákvæðum prógesteron viðtaka (p=0,046). Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að mögnun c-Myc og Aurora-A gerist snemma í brjóstakrabbameinsmyndun. Tengsl c-Myc mögnunar við lága TNM stigun og mikinn litningaóstöðug- leika benda eindregið í þá átt. Ekki hefur áður verið sýnt fram á tengsl milli Aurora-A og BRCA2, en báðir þessir þættir hafa áður verið tengdir við litningaóstöðugleika og upphaf æxlismyndunar. Pessar niðurstöður falla vel að módeli sem byggir á nagdýrarann- sóknum um tilurð og þróun litningaóstöðugleika í brjóstaæxlum. E 28 Boðleiðir og Mitf umritunarþátturinn Jón Hallsteinn Hallsson, Keren Bismuth, Heinz Arnheiter, Neal Copeland, Nancy Jenkins, Eiríkur Steingrímsson Læknadeild, Lífefna- og sameindalíffræðistofa HI jonhal@hi.is Inngangur: Mitf genið skráir fyrir próteini af Myc fjölskyldu bHLH-Zip umritunarþátta. Yfir 25 mismunandi Mitf stökk- breytingar hafa fundist í músinni og hafa þær áhrif á fjölmargar mismunandi frumutegundir, meðal annars litfrumur í húð og RPE frumur augans. Rannsóknir hafa sýnt að virkni Milf pró- teinsins er stjórnað með umbreytingu eftir þýðingu á fjölmörgum amínósýrum. Margir boðferlar eru ábyrgir fyrir þessum breyting- um, en sem dæmi má nefna að c-Kit MAPkínasa ferillinn leiðir til fosfóryleringar á Serín 73 á Mitf próteininu sem eykur virkni Mitf vegna aukinnar sækni í p300/CBP próteinin. Efniviður og aðferðir: Til að skoða in vivo hlutverk boðleiða í stjórn á Mitf próteininu notum við knock-in og transgenískar mýs þar sem ákveðnum Serín amínósýrum er breytt í Alanín til að koma í veg fyrir fosfóryleringu, án þess að hafa áhrif á byggingu Læknabladið/fylgirit 50 2004/90 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.