Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 36
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl E 34 Tvívíður þáttháður rafdráttur til rannsókna á flóknum erfðaefnissýnum GuAmundur Heiftar Gunnarsson1-2, Bjarki Guðmundsson2, Hans Guttormur Þormar', Jón Jóhannes Jónsson'3 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Lífeind, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala ghg@hi.is Inngangur: Einþátta kjarnsýrusameindir hafa minni færsluhraða í PAGE rafdrætti en jafnlangar tvíþátta sameindir. Því er á einfald- an hátt hægt að aðskilja og magngreina slíkar blöndur af einþátta og tvíþátta kjarnsýrusameindum ef þær eru af einni lengd. Skortur er á öflugum aðferðum til aðskilja, magn- og lengdargreina ein- og tvíþátta kjarnsýrusameindir í flóknum erfðaefnissýnum. Slíkar aðferðir mætti meðal annars nota til að: i) áætla magn og lengd- ardreifingu bæði ein- og tvíþátta kjarnsýrusameinda, ii) meta skilvirkni endurblendingahvarfa, iii) til að hámarka gæði flókinna mögnunarhvarfa, iv) meta cDNA myndun og v) greina rofset. Við lýsum þróun tvívíðs rafdráttarkerfis fyrir þáttaháðan aðskiln- að á flóknum kjarnsýrusýnunr. Efniviður og aðferðir: Mynduð voru misflókin tvíþátta prófefni með skurði á lambda- og mannerfðaefni. Hluti prófefnanna var gerður einþátta með bræðslu. Flókið cDNA safn var myndað úr RNA einangruðu úr mannafrumum. Prófefnin voru notuð til að staðla rafdráttarkerfið. Magnaðar voru upp flóknar samsvaranir úr erfðamengi mannsins og rafdráttarkerfið notað til að meta samsetningu afurðanna og í framhaldi til að hámarka slík mögn- unarhvörf. Niðurstöður: Hægt var að aðskilja flókin sýni af ein- og tvíþátta kjarnsýrusameindum á magnbundinn hátt auk þess sem hægt var að meta lengdardreifingu innan hvors hóps fyrir sig. Hægt var að meta á magnbundinn hátt skilvirkni endurblendingar á flóknu DNA sýni. Aðferðin var einnig notuð til að hámarka gæði flók- inna samsvarana og til að greina rofset í flóknum sýnum. Ályktanir: Við höfum þróað tvívíðan þáttaháðan rafdrátt til að greina ein- og tvíþátta kjarnsýrur á magnbundinn hátt. Pessi aðferð opnar nýja möguleika á greiningu flókinna sýna og er sér- staklega öflug til að hámarka gæði flókinna mögnunarhvarfa. E 35 Staðsetning pökkunarraða mæði-visnu veirunnar (MW) Helga Bjarnadóttir12, Bjarki Guðmundsson', Janus Freyr Guðnason', Jón Jóhannes Jónsson1-2 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeilar HI, 2erfða- og sameindalækn- isfræðideild Landspítala hhjarna@rhi.hi.is Inngangur: Pökkun tvíþátta RNA erfðaefnis í veiruagnir í tímg- unarhring víxlveira felur í sér sérhæft samspil RNA stilklykkja við kjarnhylkisprótein veirunnar. Þessar RNA stilklykkjur kallast pökkunarmerki og eru almennt staðsettar milli aðalsplæsgjafa (MSD) veirunnar og upphafstákna gag gensins. MVV er frum- gerð lentiveira og sýkir kindur. Engar rannsóknir hafa verið birtar um pökkunarraðir MVV. Markmið okkar var að skilgreina pökkunarraðir MVV til að auka almennan skilning í pökkun lenti- veira og til að betrumbæta pökkun MVV genaferja. Efniviður og aðferðir: Við bárum saman „leader raðir" frá bindi- seti vísis að upphafstákna gag nokkurra MVV stofna með tilliti til varðveislu og reiknuðum út stöðugustu RNA strúktúrana með tölvuforritinu Mfold. Síðan smíðuðum við afbrigði af veirunni með ýmsar úrfellingar ofanvert og neðanvert við MSD. Við inn- leiddum úrfellingaafbrigðin ásamt villigerð veirunnar í kinda- og mannafrumur. RNA erfðaefni var magnmælt innan og utan frumu með rauntíma RT-qPCR í LightCycler. Tjáning Gag próteina var staðfest með Western blettun. Til að skilgreina pökkun úrfellinga- afbrigðanna tókum við hlufall erfðaefnis utan og innan frumu og reiknuðum pökkunarskilvirkni sem prósentu af villigerð. Niðurstöður: í Ijós kom að raðir ofanvert við MSD miðluðu ekki pökkun. Pökkunarraðir reyndust vera neðanvert við MSD. Úrfelling 168 bp svæði milli MSD og upphafstákna gag sýndi um 15% pökkunarvirkni en olli auk þess smávægilegri skerðingu á Gag tjáningu. Úrfelling varðveittrar 35 bp stilklykkju á þessu svæði minnkaði pökkunarvirkni niður í 40% án þess að skerða tjáningu Gag próteina. Prátt fyrir skerta pökkunarvirkni 35 bp stilklykkjunnar, mældust 7,3 * 105 veiruerfðaefnis eintök per ml flot. Ályktanir: Pökkunarraðir MVV virðast vera dreifðar um erfða- efnið, það er þær eru ekki eingöngu í „leader" röðinni. E 36 HFE arfgerðargreining meðal íslenskra blóðgjafa og hagur þeirra af C282Y arfblendni Jóníiiu Jóliunnsdóttir12, Hildur Björnsdóttir', Sveinn Guðmundsson’, Ina Hjálmarsdóttir3, Guðmundur M. Jóhannesson4, Birna Björg Másdóttir', Jón Jóhannes Jónsson1-2, Eiríkur Steingrímsson2 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild rannsóknastofnunar Landspítala, 2líf- efna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HI, -’Blóðbankinn, Jblóðmeina- fræðideild joninajo@hi.is Inngangur: Járn er lífsnauðsynlegt fyrir allar lífverur en það þarf að vera í hæfilegu magni. Of mikið járn getur valdið líffæra- skemmdum, en of lítið jám veldur blóðleysi. Hemókrómatósa er arfgengur efnaskiptagalli sem stafar af aukinni upptöku jáms í smáþörmum og ofhleðslu járns í vefjum. Tilgátur eru uppi um að útbreiðsla C282Y stökkbreytingarinnar hafi orðið mikil vegna þess að hún veiti vörn gegn járnskorti. Tilgangur þessarar rannsóknar var meðal annars að kanna tíðni stökkbreytinga í HFE geni meðal íslenskra blóðgjafa og tengsl stökkbreytinganna við járnbúskap. Efniviöur og aöferðir: Samsætutíðni stökkbreytinga í HFE geni hjá blóðgjöfum var fundin með rannsókn á 350 dulkóðuðum sýn- um. Blóðgjöfum var skipt í fjóra hópa: hetjublóðgjafa sem gefið höfðu blóð oftar en 75 sinnum, blóðgjafa með háar járnbirgðir, blóðgjafa með lágar járnbirgðir og handahófsúrtak. Einnig voru hetjublóðgjafar bornir saman við heildarhóp annarra blóðgjafa (það er hinir hóparnir þrír sameinaðir) og við fyrri rannsókn á handahófsúrtaki einstaklinga fæddra 1996. Arfgerð var ákveðin með PCR og ensím skurði. Niöurstöður og ályktanir: Samsætutíðni C282Y stökkbreytingar- innar meðal blóðgjafa er 6,4% (±1,7%), H63D 10,7% (±2,2%) og S65C 3,6% (±1,3%). Tíðni HFE stökkbreytinga meðal blóð- A 36 Læknablaðid/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.