Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 37
AGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H í ■ gjafa er sambærileg fyrri rannsóknum á tíðni meðal íslendinga. Arfblendni með tilliti til C282Y stökkbreytingarinnar (CY-HH- SS arfgerð) er tvöfalt algengari hjá hetjublóðgjöfum en öðrum blóðgjöfum og hjá handahófsúrtaki úr fyrri rannsókn. Áhrif C282Y stökkbreytingarinnar á járnbúskap gæti verið ástæða þess að hetjublóðgjafar geta gefið blóð oftar en aðrir. E 37 Inntak og fyrirlögn upplýsts samþykkis í erfðarann- sóknum Vigdís Stefánsdóttir', Ólöf Ýrr Atladóttir2, Ólafur S. Andrésson2, Björn Guðbjörnsson12 ‘Læknadeild HÍ, 2Vísindasiðanefnd bjorngu@landspitali.is Tilgangur: Að rannsaka skilning þátttakanda í erfðarannsóknum á upplýstu samþykki. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti með 32 spurningum var sendur til 416 einstaklinga sem skömmu áður höfðu tekið þátl í tveimur stórum vísindarannsóknum þar sem þeir skrifuðu undir upplýst samþykki. Spurningarnar beindust að upplýsingagjöf, inntaki og fyrirlögn upplýsingaefnis og samþykkisyfirlýsinga, skilningi þátttakenda og upplifun. SPSS tölfræðiforritið var notað til að vinna úr niðurstöðum. Niðurstöður: Svarhlutfall var rúmlega 50% og dreifðust svörin jafnt milli kynja og aldurshópa. 51% þátttakenda þótti orðalag samþykkisblaðsins skýrt og ekki var marktækur munur á tíma- lengd lesturs og mati á orðalagi. Meirihluti svarenda skildi text- ann almennt vel (71-90%), en nokkur munur var á skilningi eftir menntunarstigi. 32% svarenda með háskólamenntun voru innan við 15 mínútur að lesa upplýsingatextann, en 16% þeirra svar- enda sem lokið höfðu grunnskólaprófi eingöngu. Athygli vekur að um 78% aðspurðra mundu ekki hvers konar samþykki (tak- markað eða víðara) þeir höfðu undirritað og að 5,6% aðspurðra kváðust annaðhvort hafa undirritað C-samþykki, sem ekki er til, eða að þeir skrifuðu undir fleira en eitt samþykki, sem ekki var boðið upp á. Umræða: Svör þessarar spurningakönnunar gefa til kynna að nokkur hópur þeirra sem þátt taka í erfðarannsóknum skilji ekki til fullnustu þær upplýsingar sem veittar eru um rannsóknirnar og jafnframt tekur það flesta meira en 15 mínútur að lesa upplýsinga- efni. Stærstur hluti þátttakenda veit ekki hvers konar samþykki þeir undirrita, en auk þess virðist gæta nokkurs misskilnings á því hvers konar samþykki undirritað er. Gríðarleg áhersla er lögð á að afla upplýsts samþykkis þeirra sem bjóða sig frarn til þáttlöku í vísindarannsóknum. Til þess að upplýsingar og samþykkisyfirlýsingar uppfylli skilyrði sem sett eru um slíka texta þarf að gæta þess að textinn sé nægilega upp- lýsandi en um leið ekki of tyrfinn aflestrar. Pess þarf að gæta að aðstæður þátttakenda hamli ekki skilningi þeirra. Ályktanir: Af niðurstöðum þessarar könnunnar má ráða að þörf sé á að skýra betur muninn á mismunandi samþykkisyfir- lýsingum, en auk þess bendir ýmislegt til að almennt megi endur- skoða þessa texta með það að markmiði að skýra þá og skerpa. Niðurstöðurnar leiða jafnframt hugann að áhyggjum manna af því að upplýsingatextar séu að verða íþyngjandi fyrir þátttakend- ur í vísindarannsóknum og að hamla verði gegn þeirri tilhneig- ingu að gera textana sífellt ítarlegri og flóknari. E 38 Nýgengi örorku vegna taugasjúkdóma á íslandi Sigurður Thorlacius12, Sigurjón B. Stefánsson1-23, Haraldur Jóhannsson1, Elías Ólafsson2-3 'Tryggingastofnun ríkisins, 2Iæknadeild HÍ, Ýaugalækningadeild Landspítala sigurdur.thorlacius@tr.is Inngangur: Rannsókn á algengi örorku hér á landi í desember 2001 sýndi að um einn af hverjum sjö öryrkjum hafði taugasjúk- dóm sem meginorsök örorku. Til að kanna frekar vægi taugasjúk- dóma í örorku er hér kannað nýgengi örorku vegna taugasjúk- dóma á íslandi og hvaða taugasjúkdómar valdi oftast örorku. Efniviður og aðferðir: Skoðað var í gögnum Tryggingastofnunar í hve mörgum tilvikum greining taugasjúkdóms var fyrsta sjúk- dómsgreining í örorkumati hjá þeim sem metnir voru til örorku í fyrsta sinn á árunum 2001 til 2003 og um hvaða sjúkdóma var að ræða. Notað var meðaltal þessara þriggja ára til að ákvarða fjölda nýrra öryrkja vegna taugasjúkdóma á einu ári. Aflað var upplýs- inga frá Hagstofu íslands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á miðju þessu þriggja ára tímabili (1. júlí 2002). Reiknað var nýgengi örorku vegna taugasjúkdóma. Helstu niðurstöður: Nýgengi örorku vegna taugasjúkdóma var 50,9 hjá hverjum 100.000 íslenskum konum og 49,3 hjá hverjum 100.000 íslenskum körlum á aldrinum 16 til 66 ára. Nýgengi örorku á 100.000 íbúa á aldrinum 16-66 ára vegna þeirra tauga- sjúkdóma sem algengast var að yllu örorku var sem hér segir: Karlar Konur Heilablóðfalll 13,4 9,0 Sjúkdómur Parkinsons og aðrar utanstrýtuhreyfiraskanir 6,7 5,0 MS 6,3 12,6 Æxli í taugakerfi 2,8 2,2 Frumbernskuheilalömun 2,8 1,1 Sjúkdómur Alzheimers og önnur vitglöp 2,5 3,6 Hreyfitaugungahrörnun 1,8 0,4 Flogaveiki 1,4 4,3 Ályktanir: Nýgengi örorku vegna taugasjúkdóma á íslandi má að miklu leyti rekja til heilablóðfalls, sjúkdóms Parkinsons og MS. Þessir sjúkdómar eiga þannig umtalsverðan þátt í því að fólk þarf að yfirgefa vinnumarkaðinn fyrir aldur fram. E 39 Heilablóðfall á Landspítala Hringbraut á árunum 1993-2000 Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir12, Helga Jónsdóttir2, Gísli Einarsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Landspítali Fossvogi sigurlaugs@hotmail.com Inngangur: Heilablóðfall er afleiðing ntargra sjúkdóma sem hver um sig hefur fjölmarga áhættuþætti. Á heimsvísu er heilablóðfall önnur algengasta dánarorsökin og jafnframt algengasta ástæða varanlegrar fötlunar á meðal fullorðinna. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.