Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 41
AGRIP ERINDA /XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA Markinið: Faraldsfræðirannsóknir hafa bent til þess að tengsl séu milli efnahags og félagsstöðu og hættu á flogum og flogaveiki. Fyrri rannsóknir hafa þó ekki tekið tillit til áhrifaþátta (confoun- ding factors), svo sem höfuðáverka, heilaæðasjúkdóma, miðtauga- kerfissýkinga, meðfæddra heilagalla og áfengisnotkunar. Við rannsökuðum tengsl milli efnahags og félagsstöðu og nýgreindra sjálfvakinna (unprovoked) floga og flogaveiki að teknu tilliti til ofannefndra áhrifaþátta. Eíniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti framskyggnrar rann- sóknar á áhættuþáttum floga og flogaveiki meðal íslendinga. Leitað var allra tilvika floga og flogaveiki meðal Islendinga á öllum aldri sem greindust í fyrsta sinn á 39 mánaða tímabili á árunum 1995-1999. Fyrir hvert tilvik voru valdir úr þjóðskrá til samanburðar tveir einstaklingar af sama aldri og kyni sem ekki höfðu fengið flog eða flogaveiki. Þjálfaðir spyrlar lögðu ítarlegan staðlaðan spurningalista í síma fyrir öll tilvik (n=418) og sam- anburðarhóp (n=835). Reiknað var áhættuhlutfall (odds ratio) floga og flogaveiki eftir efnahag og félagsstöðu að teknu tilliti til áhrifaþátta. Hjá börnum innan 16 ára var miðað við efnahag og félagsstöðu foreldra. Niðurstöður: Hjá fullorðnum hafði góður efnahagur (eigin bif- reið, eignarhald á húsnæði, mánaðartekjur og herbergjafjöldi á mann á heimili) verndandi áhrif gegn flogum og flogaveiki í heild (OR=0,68; 95% CI=0,55-0,82) og einnig þegar tekið var tillit til orsaka. Engin marktæk tengsl fundust milli efnahags og félags- stöðu og floga meðal barna yngri en 16 ára. Ályktanir: Efnahagur og félagsstaða eru áhættuþættir floga og flogaveiki meðal fullorðinna, en ekki meðal barna. Þessi niður- staða bendir til þess að efnahagur og félagsstaða hafi vaxandi áhrif á flogaáhættu með aldrinum. E 50 Cystatín C og GILT (gamma inducible lysosomal thiol reductase) og vakasýning í mónócýtum Snorri Páll Davíðsson1, Herborg Hauksdóttir1, Birkir Þór Bragason1, Leifur Þorsteinsson’, Elías Ólafsson4, Astríður Pálsdóttir' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 3Blóðbankinn, 4taugalækninga- deild Landspítala astripal@hi.is Inngangur: Cystatín C er lítið prótein, 120 amínósýrur að lengd, sem hindrar virkni cystein próteinasa af papain ætt og af leguma- in ætt. Cystatín C er framleitt í flestum frumum líkamans og finnst einnig í líkamsvessum, mest þó í mænuvökva og sæðisvökva. Innan frumna ónæmiskerfisins tekur það þátt í sýningu vaka (anti- gen presentation) með því að hindra cathepsin S og L og legu- main próteinasa við niðurbrot á vaka próteinum og á óbreyttu keðju MHC class II kerfisins (Ii). Stökkbreytt cystatín C prótein fellur út í heilaslagæðum fólks sem eru arfberar fyrir L68Q stökk- breytinguna í cystatín C. Efniviður og aðferðir: Gersveppa-tvíblendingsskimun var fram- kvæmd með cystatín C á cDNA genasafni úr hvítum blóðkornum. Þrjú prótein ónæmiskerfisins tengdust cystatín C í gersveppum. Eitt þeirra er GILT (gamma inducible lysosomal thiol reductase), sem er tjáð víða við gamma-interferon örvun en er þar að auki stöðugt tjáð í sýnifrumum ónæmiskerfisins, eins og angafrumum (dendritic cells) og mónócýtum. GILT rýfur brennisteinsbrýr í vakapróteinum við lágt pH í endosóm frumulíffærinu fyrir sýn- ingu vaka í MHC class II sameindum á yfirborði sýnifrumna. Einnig finnst GILT utanfrumna sem tvísúlfíð tengd tvennd þar sem hlutverk þess er óþekkt. Mónócýtar voru einangraðir úr blóði og ónæmislitaðir með fjölstofna cystatín C mótefni úr kanínu og einstofna GILT mót- efni úr mús. Flúrmerkt annars stigs mótefni voru síðan notuð gegn músamótefnum annars vegar og kanínúmótefnum hins vegar. Niðurstöður og ályktanir: Þegar græn flúrlitun (cystatín C) var lögð yfir rauða flúrlitun (GILT) í con-focal smásjá kom fram gulur litur sem sýnir að GILT og cystatín C voru algjörlega á sömu stöðum í frumum. Þar sem cystatín C letur vakasýningar sem cystein próteinasa hindri gæti það einnig verið að hindra GILT í hlutverki sínu við undirbúning próteina fyrir vakasýningu. E 51 Softigen, áhrifaríkur frásogshvati fyrir sumatriptan neflyf Sigríður Ólafsdóttir', Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir2, Þóra Björg Magnús- dóttir', Alda Ásgeirsdóttir', Á. Atli Jakobsson', Davíð R. Ólafsson1, Kol- brún Hrafnkelsdóttir1, Eiríkur Stephensen1, Oddur Ingólfsson1, Friðrik Guðbrandsson3, Sveinbjörn Gizurarson' 'Lyfjaþróun hf., 2taugalækningadeild og 3háls-, nef- og eyrnadeild Land- spítala sigridur@lyf.is Inngangur: Mígreni þjakar 5-12% íbúa hins vestræna heims. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingum finnst mikilvægast að með- ferð við mígreniköstum lækni höfuðverkinn algerlega og virki hratt. Sumatriptan stungulyf virkar best og hraðast af þeim lyfjum sem notuð eru við mígreniköstum. Hraði frásogs virðist skipta mestu máli fyrir góða verkun þessa lyfjaforms. Markmið þessa verkefnis var að þróa sumatriptan neflyf með frásogshraða sem svipar til stungulyfsins. Efniviður og aðferðir: Mæld voru í kanínum frásogshraði og aðgengi sumatriptan neflyfjaforma, sem innihéldu mismunandi frásogshvata. Softigen®767 jók frásogshraðann mest og voru sum- atriptan neflyfjaform sem innihéldu efnið prófuð í heilbrigðum einstaklingum í tveimur klínískum tilraunum. Frásogshraði og aðgengi lyfjaforma með Softigeni voru borin saman við sumatr- iptan nefúða (Imigran®intranasal) og upplýsingar um stungulyfið hafðar til viðmiðunar. Niðurstöður: Eftir gjöf á Imigran® nefúða náðist hámarksstyrkur í blóði þátttakenda (11 ng/mL) eftir 90 mínútur, en eftir gjöf á neflyfi með Softigen®767 fékkst hámarksstyrkur (50 ng/mL) eftir 10-11 mínútur. Sumatriptan nær hámarksstyrk (64 ng/mL) 10 mínútum eftir gjöf stungulyfsins. Aðgengi Softigen lyfjaformanna fyrstu 20 mínúturnar eftir lyfjagjöf var 40-70% af aðgengi stungu- lyfsins, meðan aðgengi Imigran® nefúða var aðeins 4%. Ályktanir: Tekist hefur að þróa sumatriptan neflyfjaform sem hefur frásogseiginleika sem svipar til sumatriptan stungulyfsins. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.