Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 47
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ með sykursýki. Auk þess tekur ekki nema 5-10 mínútur að svara kvarða. Heilbrigðisstarfsfólk getur notað kvarðann í klínískum samtölum til að greina þá þætti sem valda mestri streitu sem og að finna þá einstaklinga sem eru í mestri áhættu á að þróa streitu í tengslum við meðferð sykursýkinnar og beita viðeigandi meðferð. E 67 Heildrænt mat sjúklinga í líknarmeðferð ValgeröurSigurðardóUir', lngibjörgHjaltadóttir2,Guðrún DóraGuömanns- dóttir’, Pálmi V. Jónsson2 ‘Líknardeild lyflækningasviðs 2, ’öldrunarsvið og ’lfknardeild öldrunarsviðs Landspítala valgersi@landspitali.is Inngangur: Svonefnt Safn lágmarksupplýsinga (The Minimum Data set, MDS) fyrir hjúkrunarheimili er áreiðanlegt og staðlað mælitæki sem notað hefur verið víða um heim og á Islandi frá árinu 1994. Svipað mælitæki til nota í líknarmeðferð (MDS-PC) er nú í þróun. Efniviður og aðferðir: Þetta mælitæki var notað í klínískri far- aldsfræðilegri rannsókn sem gerð var á sex mánaða tímabili í þremur mismunandi líknarþjónustum í Reykjavík: í líknarteymi, í sérhæfðri heimaþjónustu og á líknardeildum. Tilgangur rann- sóknarinnar var meðal annars að afla nákvæmra upplýsinga um þann hóp sjúklinga sem fær líknarþjónustu. Læknir og hjúkrunar- fræðingur fylltu út mælitækið þrisvar sinnum fyrir hvern nýjan sjúkling meðan á rannsókninni stóð: við komu í þjónustu, tveim vikum síðar og við útskrift. Eftirfarandi þættir voru metnir: heilsu- far og líkamleg einkenni, ástand munnhols og næring, ástand húðar, vitræn geta, samskipti, geðræn einkenni og atferli, sálræn og félagsleg líðan, líkamleg geta, útskilnaður, lyf, óskir sjúklings varðandi meðferð, félagsleg tengsl og útskrift. Niðurstöður: Pessi rannsókn er fyrsta langskyggða rannsóknin þar sem líknarmælitækið er notað og söfnuðust upplýsingar um 174 sjúklinga. Mælitækið nýttist illa í líknarteymi en hentaði betur á legudeildum. Margir þættir mælitækisins taka meira mið af öldr- uðum en sjúklingum með langt gengna krabbameinssjúkdóma. Á rannsóknartímabilinu voru metnir jafn margir karlar og konur, meðalaldur 71 ár. Fjórðungur sjúklinga var ekki taldinn hafa verki en 32% höfðu sýnilega verki daglega. Um helmingur allra með verki voru álitnir hafa talsverða verki eða verri og hjá 79% var ekki um nýjan verk að ræða. Einungis 23% voru sjálfbjarga við böðun, 30% gengu um án aðstoðar en 41% komst af sjálfsdáðum á salerni. Við lok rannsóknar hafði helmingur hópsins látist. Ályktanir: MDS-PC mælitækið gefur mikilvægar upplýsingar um sjúklinga í líknarþjónustu og staðfestir erfið einkenni og mikla umönnunarþörf þessa sjúklingahóps. E 68 Langvinn lungnateppa: áhættuþættir endurinnlagna. Samnorræn rannsókn Gunnar Guömundsson', Stella Hrafnkelsdóttir1, Christer Janson2, Pórarinn Gíslason1 'Lungnadeild Landspítala. ’lungnadeild Háskólasjúkrahúsinu Uppsölum, Svíþjóð ggudmund@landspitali.is Inngangur: Langvinn lungateppa (LLT) er sjúkdómur af vaxandi tíðni. Versnanir á LLT eru algengar og leiða til endurtekinna sjúkrahúsinnlagna. Ekki eru til upplýsingar um áhættuþætti fyrir endurinnlögnum á Norðurlöndunum og ekki er vitað almennt hvort þunglyndi og kvíði séu áhættuþættir. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða samnorræna rannsókn sem fram fór samtímis á fimm háskólasjúkrahúsum á Norður- löndunum. Safnað var upplýsingum framvirkt um sjúklinga með LLT við útskrift um lyfjagjafir, öndunarmælingar (spírómetríu) og aðra sjúkdóma. Lögð voru fyrir þá próf um lífsgæði (St. George Respiratory Questionnaire, SGRQ) og merki um kvíða og þunglyndi voru metin með HAD kvarða (Hospital Anxiety and Depression Scale). Öllum var fylgt eftir í eitt ár frá útskrift og kannað hversu margir höfðu verið endurinnlagðir. Niðurstöður: Af 406 sjúklingum sem fylgt var eftir útskrift af sjúkrahúsi höfðu 246 (60,6%) verið endurinnlagðir ári síðar. Meðal marktækra áhættuþátta voru skert öndunargildi, langtíma súrefnisgjöf, notkun lyfja í loftúða og gjöf teófýllíns um munn. Kvíði var marktækur áhættuþáttur hjá sjúklingum með skert lífsgæði. Fjölþáttagreining sýndi að lágt FEVl og skert lífsgæði voru einu óháðu áhættuþættirnir eftir að tillit hafði verið tekið til meðferðar og fleiri þátta. „Áhrif“ og „virkni“ á SGRQ voru mikilvægustu breytur lífsgæða. Ályktanir: Endurinnlagnir eru tíðar hjá sjúklingum með LLT og skert öndunargildi og lífsgæði eru samverkandi áhættuþættir fyrir endurinnlögnum. Þessar upplýsingar má nota til að velja mark- hópa fyrir sértæka meðferð til að fækka endurinnlögnum. E 69 Áhrif azithrómýcíns á þekjuvef lungna Valþór Ásgrímsson1-3, Þórarinn Guðjónsson1-3, Bjarki Jóhannesson2, Guð- mundur Hrafn Guðmundsson2, Ólafur Baldursson14 'Læknadeild HÍ, 2Líffræðistofnun, ’Krabbameinsfélag íslands, 4lungnadeild Landspítala valthor@krabb.is Inngangur: Óljóst er hvernig galli í rafhrifum leiðir til langvinnra sýkinga í lungum sjúklinga með slímseigju. Rannsóknir sýna að leiðrétting á gallanum losar lungnaberkjur við pseudomonas sýkingar. Azithrómýcín (AZM) er almennt mikið notað sýklalyf sem bætir líðan sjúklinga með slímseigju, óháð bakteríudrepandi áhrifum. Okkar tilgáta var sú að AZM hefði áhrif á rafviðnám (TER) í gegnum lungnaþekju úr mönnum. Efniviður og aðferðir: Við ræktuðum lungnaþekju á brunnum nteð gegndræpri himnu. AZM (0,4; 4,0 eða 40 pg/ml) var sett undir þekjuna og rafviðnám mælt í átta daga. Niðurstöður og ályktanir: (TER í í!cm2±SEM og AZM í pg/ml): viðmið=1234±29, AZM 0,4=1615±128, AZM 4,0=1809±90 og AZM 40=2920±195, P<0,05; n=24. Gögnin gefa til kynna að AZM auki rafviðnám í gegnum þekjuna, skammtaháð. Við töldum að þessi áhrif gætu stafað af breyttri starfsemi eða tjáningu á jónagöngum eða próteinum þéttitengsla. Mótefnalitanir og Western blot sýndu að tjáning á claudin-1 og-4 breyttist við meðhöndlun með AZM. AZM virð- ist því auka rafviðnám lungnaþekju með því að breyta tjáningu á claudin-1 og -4. Niðurstöðurnar benda til nýrra verkunarmáta AZM og gætu útskýrt gagnsemi þess fyrir slímseigjusjúklinga. Læknablaðið/fylgirii' 50 2004/90 47 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.