Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 48
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA H I Þakkir: RANNÍS, Vísindasjóður LSH, Sjálfseignarstofnun Landa- kotsspítala og Sjóður Odds Olafssonar styrktu rannsóknina. E 70 Árangur eins árs fjölþættrar reykleysismeðferðar fyrir lungnasjúklinga Hclga Jónsdóttir1'2, Rósa Jónsdóttir2, Póra Geirsdóttir2, Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir2, Þórunn Sigurðardóttir2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali Fossvogi helgaj@hi.is Inngangur: Reykleysismeðferð er grundvallaratriði í meðferð lungnasjúklinga sem reykja. Slík meðferð þarf að vera fjölþætt, í nægilegu magni og standa nægilega lengi. í þessari rannsókn var meðferðin auk þessa aðlöguð að grundvallargildunt hjúkrunar- starfsins um trausta tengslamyndun þar sem tekið er mið af ein- staklingsbundnum einkennum og þörfum hvers sjúklings. Efniviður og aðferðir: Beitt var aðlöguðu tilraunasniði þar sem öllum sjúklingar sem reyktu og lögðust inn á lungnadeild Landspítala á tveggja ára tímabili var boðin þátttaka (N=85). Sextíu og níu héldu áfram eftir fyrsta mánuð. Meðferðin byggði á klínískum leiðbeiningum með sérstakri áherslu á spírallíkan Prochaskas og félaga, lyfjameðferð og einstaklings- og í hóp- stuðningi og ráðgjöf og var veitt á sjúkrahúsinu og síðan í gegnum síma í 12 mánuði eftir útskrift. Niðurstöður: Við lok meðferðar höfðu 39% ekkert reykt (20/51) og 52% (26/50) sögðust vera reyklausir á sarna tímapunkti. Ekkert samband var á milli reykleysis og fjölda tilrauna til að hætta að reykja, fúsleika til að hætta við upphaf meðferðar eða lengdar sjúkrahúsdvalar. Fúsleiki til að hætta og nikótínfíkn voru marktækt minni við lok meðferðar samanborið við upphaf henn- ar. Enginii kynjamunur kom fram. Alyktanir: Arangur meðferðarinnar er góður í samanburði við erlendar rannsóknir sem þó eru fáar á lungnasjúklingum. Góður árangur er tengdur auknum fúsleika til að hætta og því að nikót- ínfíkn hafði minnkað, auk þess sem búast má við að mikil sam- skipti við hjúkrunarfræðinga hafi skipt máli. E 71 Highly sensitivity C-reactive protein (Hs-CRP) er hækkað við langvinna lungnateppu, reykingar og tengt hrað- ara tapi á blástursgetu (FEV.,) Þórarinn Gíslason1, Inga Sif Ólafsdóttir1, Bjarni Þjóðleifsson1, ísleifur Ólafsson2, Davíð Gíslason1, Rain Jogi3, Christer Janson4 ‘Lyflækningasviðl.TannsóknasviðLandspítala.-’lungnadeildHáskólasjúkra- hússins í Tartu, Eistlandi, 4lungna- og ofnæmisdeild Háskólasjúkrahússins, Uppsölum, Svíþjóð thorarig@landspitali. is Inngangur: CRP er vel þekkt akút fasa prótein og tengist hækkun þess bólguferium og sýkingum. Ymsar rannsóknir hafa sýnt að Hs-CRP er áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Minna er vitað um tengsl Hs-CRP við lungnasjúkdóma. Ahugavert var því að kanna þýðingu Hs-CRP í öðrum hluta Evrópurannsóknarinnar Lungu og heilsa www.ecrhs.org Tengsl Hs-CRP voru könnuð við reyk- ingar, lungnaeinkenni, langvinna lungnateppu og hraða lækkunar á blástursgetu (FEVj) mælt með blástursprófi með 9 ára millibili meðal slembiúrtaks á aldrinum 28-54 ára. Efniviður og aðferðir: Hs-CRP var mælt frá 1.289 einstaklingum við rannsóknastofu LSH úr sýnum frá ECRHS II (1998-2002), frá þremur rannsóknarsetrum: Reykjavík (512 sýni), Uppsalir (489 sýni) og Tartu (288 sýni). Gildin voru á bilinu <0,1 til 70,0 mg/1 og var þeim skipt í fjóra jafnfjölmenna flokka/kvartíla (<0,45; 0,45- 0,96; 0,96-2,21 og >2,21). Niðurstöður: Marktæk tengsl voru milli Hs-CRP gilda og hækk- andi aldurs (p=0,0003) og hækkandi BMI (r=0,41; p<0,0001). Sterk tengsl voru við reykingasögu, OR (95% CI) =1,17 (1,02- 1,33) hjá þeim sem reykja. Marktæk tengsl voru milli hækkaðs Hs-CRP og ýls, surgs og píps, áreynslumæði og næturhósta (p<0,0001). Hs-CRP var marktækt hækkað hjá sjúklingum með asma án ofnæmis (p<0,0001), en ekki við ofnæmisasma eða berkju- auðreitni (p=0,51). Þeir sem voru í 3ða og 4ða kvartíl Hs-CRP uppfylltu mun oftar skilmerki GOLD (sjá www.GOLDCOPD. org) fyrir langvinnri lungnateppu: odds ratio (95% vikmörk) 2,17 (1,05-4,48) og 2,73 (1,30-5,72) enda þótt leiðrétt væri fyrir aldri, kynferði, BMI og reykingum. FEVj hafði einnig lækkað mark- tækt hraðar s.l. 9 ár hjá þeim sem voru með hærra Hs-CRP. Alyktanir: Hs-CRP er sterklega tengt reykingum, lungnaein- kennum, asma án ofnæmis, langvinnri lungnateppu og hröðu tapi á blástursgetu mælt sem FEV,. E 72 PHA ræsing upphefur neikvæð áhrif frystingar á frumu- fjölgun einkjarna blóðfrumna Asa Valgeröur Eiríksdóttir1-3, Leifur Þorsteinsson2, Brynja Gunnlaugsdóttir', Helga Kristjánsdóttir', Kristín Jóhannsdóttir', Sveinn Guðmundsson2, Björn Guðbjörnsson1-4 'Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum, 2Blóðbankinn, Landspítala, -’Tæknihá- skóli íslands, 4læknadeild HÍ bjorngu@landspitali.is Inngangur: Það er mikilvægt að vita hvaða áhrif frysting og langtímavarðveisla í fljótandi köfnunarefni (N2) hefur á frumur ónæmiskerfisins og hvort unnt sé að nota þær í rannsóknir eftir að þær hafa verið þíddar aftur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif N2 frystingar á virkni og svipgerð einkjarna blóðfrumna með samanburði á ferskum og frystum frurnum úr sömu einstaklingum. Ef'niviöur og aöferöir: Blóð var tekið úr 12 heilbrigðum sjálfboða- liðum og einkjarna blóðfrumur einangraðar með ficoll aðferð. Frumudauði var melinn, bæði með Acridine orange-ethidium bromide talningu og 7-Amino-actinomycin D (7-AAD) litun fyrir flæðifrumusjá (FACS). Frumurnar voru flokkaðar eftir stærð, kirningu og CD yfirborðssameindum í FACS. Einnig var frumufjölgun með og án PHA ræsingar mæld með [3H] thymidín innlimun í DNA eftir fjögurra daga ræktun. Lífsýni með einangr- uðurn einkjarna frumum úr hverjum þátttakanda var jafnframt meðhöndlað með DMSO og fryst í tvær vikur í fljótandi N2. Þá voru frumurnar þíddar og mælingar endurteknar. Niðurstöður: I samantekl sýndu niðurstöður litla en þó marktæka aukningu (7%) á frumudauða einkjarna blóðfrumna í kjölfar N, frystingar. Frystingin hafði ekki áhrif á meðaltjáningarstyrk CD yfirborðssameinda. Hlutfall CD8+ T-frumna hækkaði mest eftir 48 Læknahlaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.