Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 50
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl en jákvæð fylgni BMD við BVSO 0=0,14; p=0,02, mjóhryggur; (3=0,19; p=0,001 mjöðm) og BVSA ((3=0,17; p=0,009, mjóhryggur; (3=0,24; p<0,001 mjöðm). Alyktanir: Svo virðist sem hlutfall beinmyndunar- og beinniður- brotsvísa gefi betri upplýsingar um beinþéttni en einstakir bein- umsetningarvísar. Pessi tengsl þarf að kanna í öðrum aldurshóp- um og í framsýnum rannsóknum. E 76 Sameiginlegir erfðaþættir þarmabólgu og hryggiktar á íslandi Bjarni Þjóðleifsson', Sverrir Þorvaldsson3, Árni J Geirsson1, Sigurður Björnsson', Ingvar Bjarnason2, Valdimar B. Hauksson3, Eva Halapi3, Ari Kárason3, Inga Reynisdóttir3, Kári Stefánsson3, Hákon Hákonarson3 'I.YF-I Landspítala, 2Dpt. of Medicine, Guy‘s, King‘s, St Thomas' Medical School, London, UK, -’lslensk erfðagreining bjart@mi.is Inngungur: Hryggikt fylgir þarmabólgum í 3-6% tilfella og enn- fremur hefur um helmingur sjúklinga með hryggikt vægt form af þarmabólgu. Þetta bendir til að sjúkdómarnir hafi sameiginlega erfðaþætti. Tilgangur: Að rannsaka ættlægni þarmabólgu og hryggiktar og að meta sameiginlega erfðaþætti. Efniviður og aðferðir: Stuðst var við Islendingabók og gagnagrunn fyrir þarmabólgur og hryggikt sem innihélt nær alla sjúklinga, greinda með þessa sjúkdóma á Islandi 1950-1996. Hlutfallsleg áhætta skyldmenna þarmabólgu- og hryggiktarsjúklinga var reikn- uð út fyrir að fá sama sjúkdóm og einnig krossáhætta, það er fyrir skyldmenni hryggiktarsjúklinga að fá þarmabólgu og öfugt. Skyld- leikastuðull þarmabólgu- og hryggiktarsjúklinga var reiknaður. Niðurstöður: Skyldmenni þarmabólgusjúklinga af fyrsta, öðrum og þriðja ættlið höfðu 4,4-2,2 og 1,4 sinnum aukna áhættu á að fá sama sjúkdóm (p<0,0001). Skyldmenni hryggiktarsjúklinga af fyrsta, öðrum og þriðja ættlið höfðu 94, 25 og 3,5 sinnum aukna áhættu á að fá sama sjúkdóm (p<0,0005). Skyldmenni þarmabólgu- sjúklinga af fyrsta og öðrum ættlið höfðu 3,0 og 2,1 sinnum aukna áhættu á að fá hryggikt (og öfugt) (p<0,002). Skyldleikastuðull þarmabólgu- og hryggiktarsjúklinga var marktækt aukinn og skyldleiki milli sjúkdómanna var einnig aukinn. Niðurstöður: Erfðaþættir hryggiktar á íslandi eru mun sterkari en erfðir þarmabólgu. Sjúklingar með hryggikt eða þarmabólgu eru marktækt skyldari en óvalið þýði og líkurnar á að skyldmenni fái annan hvorn sjúkdóminn eru marktækt auknar upp í þriðja ættlið. Þessar niðurstöður benda til að einn eða fleiri óþekktir erfðaþætt- ir eigi þátt í tilurð þessara sjúkdóma. E 77 eNOS fosfórun og NO myndun af völdum thrombíns og histamíns er miðlað með AMPK. Innlegg í skilning á æða- sjúkdómum Brynhildur Thors1, Haraldur Halldórsson1-2, Guðmundur Þorgeirsson12 ‘Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild HÍ, 2Landspítali brynhit@hi.is Inngangur: Stjórnun á orkuástandi frumna er flókið fyrirbæri og eru viðbrögð frumunnar við breyttu AMP:ATP hlutfalli margvís- leg. Allar frumur bregðast við þessum breytingum og er llestum þessara viðbragða miðlað með AMP-dependent prótein kínasa (AMPK) sem nefndur hefur verið aðalrofi efnaskipta. Við fallandi orkustig frumna ræsir kínasinn efnaferli sem framleiða ATP en slekkur á neysluferlum, bæði með því að fosfóra beint stýriprótein og eins óbeint með því að hafa áhrif á genatjáningu. AMPK kemur víða við í boðferlum innan frumna og hefur meðal annars áhrif á endothelial NO-synthasa (eNOS) og miðlar þannig æðaslökun. Efniviður og aðferðir: Ræktaðar voru æðaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja. Fosfórun próteina var metin með sértækum mót- efnum eftir Western blot. NO myndun var metin með mælingu á myndun geislavirks citrullins úr arginini. Niðurstöður: Við höfum nýlega sýnt fram á að histamín og thrombín valda fosfórun á eNOS á Serll77 sem og NO myndun á PI3K-Akt óháðan hátt. Við athuguðum því hlutverk hinna ýmsu kínasa í að miðla eNOS fosfórun af völdum histamíns og thrombíns. Hindrun á CaMKII eða PI3K hafði engin áhrif á þessa fosfórun. H89, sem hindrar bæði PKA og AMPK, kom í veg fyrir fosfórunina á eNOS. Hins vegar hafði PKA hindrinn cAMPS engin áhrif og engin fosfórun varð á eNOS eftir meðhöndlun sem hafði áhrif á styrk cAMP. Thrombín og histamín ollu fosfórun á AMPK á Thrl72 sem og á ACCl sem er þekkt AMPK substrat. eNOS fosfórun varð eftir meðhöndlun með AICAR og CCCP sem bæði valda örvun AMPK. Histamín og thrombín ollu greinilegri NO myndun sem var hindruð með H89 og Ca+2 klóbindiefninu BAPTA. Alyktanir: Við ályktum að fosfórun og örvun eNOS eftir thromb- ín/histamín gjöf orsakist af aukinni ATP notkun, sé miðlað með AMPK og leiði til æðavíkkunar og þar með aukinnar orku og súrefnismiðlunar til frumnanna. E 78 Líffæragjafir á íslandi 1992-2002 Runólfur V. Jóhannsson1, Kristinn Sigvaldason1, Kristín Gunnarsdóttir1, Páll Ásmundsson’, Sigurbergur kárason1 'Svæfinga- og gjörgæsludeild og 2nýrnadeild Landspítala skarason@lanclspitali. is Inngangur: Með gildistöku nýrra laga um skilgreiningu heila- dauða árið 1991 var Islendingum gert kleift gefa líffæri. Fram að því höfðu landsmenn þegið líffæri frá öðrum þjóðum án þess að leggja nokkuð til sjálfir. Árið 1992 var gerður samtiingur við önnur Norðurlönd um líffæragjafir og líffæraígræðslur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þörf fyrir líffæri og tilhögun líffæragjafa á Islandi 1992-2002, einkum á svæfinga- og gjörgæslu- deild Landspítala Fossvogi. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir gögn allra sem létust á gjör- gæsludeild spítalans í Fossvogi 1992-2002. Upplýsinga var aflað um líffæragjafa á öðrum deildum, fjölda á biðlistum og fjölda líf- færaþega. Niðurstöður eru sýndar sem meðaltal ±SD. Niðurstöður: Fjöldi látinna á deildinni á tímabilinu 1992-2002 var 527, eða 48±5 árlega. Af þeim voru 68 (13%) úrskurðaðir látnir vegna heiladauða. Sótt var um leyfi til líffæratöku hjá aðstand- endum í 50 (74% heiladauðra) þessara tilvika og fékkst leyfi í 30 (60%) skipti. Fjórir reyndust ekki hæfir líffæragjafar en tekin voru líffæri hjá 26 (52% tilvika sem leyfis var leitað). Beiðni um líffæragjöf var hafnað í 40% tilvika og virtist það færast í 50 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.