Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 53
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl sjónrænu mati eins og þau voru fyrst kynnt fyrir rúmri öld. Markmið: 1) Að þróa tvær in vitro aðferðir til greiningar snertiof- næmis, 2) að beita myndrænni tölvulasertækni (LDPI) til aflestrar húðprófa in vivo og 3) að bera niðurstöður úr liðum 1 og 2 saman við niðurstöður sjónræns mats og sögu þátttakenda um ofnæmi. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur með og án ofnæmis fyrir nikkeli voru húðprófaðir með ofnæmisvakanum og saman- burðarefni. Prófsvæðin voru metin sjónrænt og með myndrænu tölvulasertækninni degi eftir að prófefnin höfðu verið fjarlægð af húðinni. Sogblöðrur voru myndaðar yfir prófsvæðunum og tvær in vitro prófaðferðir þróaðar. Önnur byggir á mælingu styrks boðefna í blöðruvökvanum. Hin byggir á að rækta hyrnisfrumur úr yfirborðshúð blaðranna með ofnæmisvakanum og meta síðan boðefnasvörun þeirra. Niðurstöður: Allar prófunaraðferðirnar sýndu hærri gildi hjá þeim sem töldu sig hafa ofnæmi borið saman við þá sem töldu sig ekki hafa það. Niðurstöðurnar voru sérlega lofandi fyrir in vitro aðferðina sem byggir á blöðruvökvanum. Hafa ber í huga að eingöngu 12 þátttakendur hafa verið prófaðir og að niður- stöður liggja eingöngu fyrir varðandi hluta þátttakendanna með frumuaðferðinni. Lengri aflestrartími en þrír dagar eins og beitt var í verkefninu kann að henta betur fyrir myndrænu tölvulaser- tæknina. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda til að unnt sé að beita in vitro aðferðinni sem byggir á blöðruvökanum til greiningar húðof- næmis fyrir nikkel hjá mönnum. Of snemmt er að segja til um gagnsemi hinna aðferðanna. I’akkir: Verkefnið er styrkt af RANNÍS. E 85 IL-10 og IL-12 hafa gagnstæð áhrif á tjáningu húð- sértæku ratvísisameindarinnar (cutaneous lymphocyte associated antigen, CLA) og aEb7 integrini (CD103) hjá CD8+ T-frumum sem örvaðar hafa verið með ofurvaka (superantigen) Hekla Sigmundsdóttir. Andrew Johnston, Jóhann Elí Guðjónsson, Helgi Valdimarsson Læknadeild HI, ónæmisfræðideild Landspítala helgiv@landspitali.is Inngangur: Sameindin cutaneous lymphocyte associated antigen (CLA) er talin vera ratvísisameind sem meðal annars beinir T-eitilfrumum úr blóði út í húð. CD103 (aE) er integrin sem er aðallega tjáð af CD8+ T-frumum og er talið að þessi sameind geti lengt viðdvöl CD8+ T-frumna í þekjuvef, þar með talið í yfirhúð. Þetta eru því sameindir sem skipta miklu máli í húðsjúkdómum sem miðlaðir eru af T-frumum, til dæmis í sóra. Frumuboðefnin interleukin (IL)-IO, IL-12 og transforming growth factor (TGF) (1 eru mikilvægir stýriþættir í bólgusjúkdómum, ekki síst í húð. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif IL-10 og IL-12 á viðloðunarsameindirnar CLA (sértæk fyrir húðina) og CD103 (ekki sértæk fyrir húðina). Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur voru einangraðar úr blóði heil- brigðra einstaklinga, örvaðar með ofurvaka (SpeC) og ræktaðar með/án frumuboðefnanna IL-10, IL-l2,TGF-p eða mótefna gegn þessum frumuboðefnum. Eftir fjóra daga í rækt voru frumurnar greindar í flæðifrumusjá með flúrskimstengdum mótefnum gegn ýmsum yfirborðssameindum. Niðurstöður: Örvun eitilfrumna rneð SpeC jók tjáningu á CLA hjá bæði CD4+ og CD8+ T-frumum, en CD103 einungis hjá CD8+ T-frumum. IL-12 minnkaði tjáningu CD8+ T-frumna á CD103 verulega en jók tjáningu þeirra á CLA. IL-10 bældi hins vegar CLA tjáningu en jók verulega tjáningu CD8+ T-frumna á CD103. TGF-3 upphafði IL-12 miðluðu bælinguna á CD103 tján- ingu, en mótefni gegn TGF-p jók bælinguna á CD103 tjáninguna enn frekar. TGF-3 hafði hins vegar engin áhrif á CLA tjáningu. Ályktanir: IL-10 og IL-12 hafa gagnstæð áhrif á tjáningu á CLA og CD103 hjá CD8+ T-frumum. Breyting á jafnvægi milli þessara boðefna gæti þess vegna haft áhrif á bólguvirkni í húð. Þakkir: Styrkt af Rannsóknanámssjóði. E 86 T-frumur í blóði sórasjúklinga sem svara keratín peptíðum tjá langflestar húðsæknisameindina cutaneous lymphocyte antigen (CLA) Andrew Johnston, Jóhann Elí Guðjónsson, Hekla Sigmundsdóttir, Þorvarður T. Löve, Helgi Valdimarsson Læknadeild HI, ónæmisfræðideild Landspítala andrewj@landspitali. is Inngangur: Tengslin milli sóra og streptókokkahálsbólgu gefa vísbendingu um hvers konar antigen það er(u) sem T-eitilfrumur eru að bregðast gegn í sóraútbrotum. Það er veruleg samsvörun í amínósýruröðum M-próteina og keratína í húð. Keratín 17 (K17) er nánast ekki til staðar í heilbrigðri húð en er verulega áberandi í sóraútbrotum. Þess vegna er mögulegt að T-frumur sem eru sértækar fyrir og hafa virkjast gegn M-próteinum geti vegna sam- eindahermunar greint K17 í húð sórasjúklinga. Efniviður og aðferðir: Peptíð úr K17 og M6-próteini voru valin með hliðsjón af samsvarandi amínósýruröðum og einnig hversu líkleg þau eru til að bindast HLA-Cw6, en sterk tengsl eru milli HLA-Cw6 og sóra. Fengnir voru til þátttöku í rannsókninni 12 Cw6 jákvæðir, 10 Cw6 neikvæðir sórasjúklingar og 11 viðmið sem eru Cw6 jákvæð en höfðu ekki sóra. Hnattkjarnahvítfrumur, ein- angraðar úr blóði þátttakenda voru útsettar fyrir samsvarandi K17 og M6 peptíðum og ræsing T-frumnanna metin í frumuflæðisjá. Niðurstöður: CD8+ T-frumur Cw6+ sjúklinga sýndu marktæk svör (IFN-y framleiðsla) gegn bæði K17 og M6 peptíðum. Þessi svör voru nánast einskorðuð við CD8+ T-frumur sent tjá húð- sæknisameindina CLA. Hins vegar svöruðu CD8+ T-frumur frá heilbrigðum Cw6+ viðmiðum nær einvörðungu M6 peptíðum, þó í minna mæli heldur en sjúklingarnir, svör þeirra við K17 pep- tíðum voru mjög fátíð og veik. CD8+ T-frumur sórasjúklinganna sem ekki báru Cw6 voru mitt á milli svörunar heilbrigðu viðmið- anna og Cw6+ sjúklinganna. Mjög lítið var um það að CD4+ T- frumur svöruðu K17 peptíðum, enda voru þau valin með hliðsjón af líklegri bindingu þeirra við HLA-Cw6. Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að sóri sé sjálfsof- næmissjúkdómur sem beinist gegn antigenum sem eru til staðar bæði í M-próteinum streptókokka og kreatíni sem er yfirtjáð í útbrotum sórasjúklinga. Þakkir: Styrkt af Evrópusambandinu. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.