Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 54
AGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H I E 87 UVB Ijósböðun örvar hnattkjarnahvítfrumur í blóði til að framleiða meira af bólguhamlandi en minna af bólgu- hvetjandi boðefnum (cytókínum) Hekla Sigmundsdóttir. Andrew Jolinston, Jóhann Elí Guöjónsson, Helgi Valdimarsson Læknadeild HI, ónæmisfræðideild Landspítala helsiv@landspUali.is Inngangur: Sóri (psoriasis) er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem einkennist af offjölgun hornfrumna (keratinocytes), aukinni íferð T-frumna út í húðina og vexti og útvíkkun smáæða í undir- húð. Lyf sem hafa sértæka bælivirkni gegn T-frumum geta eytt sóraútbrotum og bendir það meðal annars til þess að T-frumur gegni lykilhlutverki í meingerð sjúkdómsins. Ymsar viðloðunar- sameindir eru mikilvægar til að T-frumur geti farið úr blóðrásinni og út í vefi. Flestar T-frumur sem komast út í húðina tjá húðsér- tæka ratvísisameind (cutaneous lymphocyte-associated antigen, CLA), sem binst E-selektíni á æðaþeli. UVB ljósböð gefast vel í meðhöndlun á sóra. Frumuboðefni (cýtókín) eru mikilvægir stýri- þættir í bólgusjúkdómum, nteðal annars í húð. Efniviður og aðferðir: Hnattkjamahvítfrumur (PBMC) voru einangr- aðar úr blóði sórasjúklinga fyrir UVB-meðferð og einni og tveimur vikum eftir að UVB ljósböðunarmeðferð hófst. Frumurnar voru örvaðar með ofurvaka (superantigen) í fjóra daga og venjulegum vökum (antigen) í fimm daga og boðefnaframleiðsla þeirra (IL-1 þ, IL-2, IL-4, IL-5, IL-6, IL-8, IL-10, IL-12, IFN-y) mæld. Niðurstiiður: UVB ljósböð leiddu til þess að PBMC sórasjúk- linganna framleiddu mun meira af bólguhamlandi boðefninu IL-10 en minna af bólguhvetjandi boðefnum eins og IL-ip, IL-6 og IFN-7. Ályktanir: Vitað er að UVB ljósböð geta komið af stað stýrðum frumudauða. Einnig er vitað að UVB ljósböð örva keratínfrumur til þess að framleiða IL-10 sem getur bælt tjáningu á CLA sem og framleiðslu á bólguhvetjandi boðefnum. Því er líklegt að sá bati sóra- sjúklinga sem tengist UVB ljósböðunt stafi ekki einvörðungu af því að ljósböðin eyði T-frumum í húð þeirra, heldur að aukin framleiðsla á bólguhamlandi boðefnum eins og IL-10 geti einnig torveldað útrás eitilfrumna út í húðina og þar með dempað bólguna. Þakkir: Styrkt af Rannsóknanámssjóði. E 88 Slímhúðarþol gegn KLH minnkar BSA-miðlaða lið- bólgu í rottum. Vísbending um notkun nándarþols við með- höndlun bólgusjúkdóma Jóna Freysdóttir* 1-2, Ingibjörg Harðardóttir1, Ingibjörg Ólafsdóttir', Ragnar B. Pálsson', íris Hvanndal', Kolbrún Hrafnkelsdóttir', Á. Atli Jakobsson', Birgitta Ásgrímsdóttir', Friðrika Harðardóttir', Fífa Konráðsdóttir'. Erla B. Ólafsdóttir1, Valgerður Gylfadóttir', Sveinbjörn Gizurarson1, Arnór Víkingsson1"’3 ’Lyfjaþróun hf., 2Naturimm ehf., 3gigtardeild Landspítala jonafreys@simnet. is Inngangur: Orsök sjálfsofnæmissjúkdóma er talin liggja í óæskileg- um ónæmissvörum gegn sjálfssameindum. Onæmiskerfi slímhúðar hefur þróað með sér kerfi sem bælir möguleg ónæmissvör gegn sameindum og kallast það fyrirbæri slímhúðarþol. í mörgum dýra- 54 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 líkönunt er hægt að draga úr bólgumyndandi sjálfsofnæmissvari með því að slímhúðarbólusetja dýrin með ónæmisvakanum sem veldur sjúkdómnum. I mörgum dýralíkönum af sjálfsofnæmi eru dýrin bólusett með ákveðinni sameind sem veldur bólgusvari sem líkist sjálfsofnæmi í mönnum. Hægt er að draga úr bólgusvarinu er slímhúðarþol gegn sameindinni er myndað áður en dýrin eru bólu- sett. Vandamálið við að nota slíka aðferð í meðhöndlun sjálfsof- næmis í mönnum felst meðal annars í að ónæmisvakinn sem veldur sjálfsofnæminu er ekki þekktur. Ein lausn á því vandamáli er að mynda slímhúðarþol gegn alls óskyldri sameind og koma síðan sameindinni á bólgustað þannig að bælandi eitilfrumur ræsist þar og dempi bólgufrumurnar með svokölluðu nándarþoli. Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að nota slímhúðarþol gegn KLH sameindinni til að bæla BSA-miðlaða liðagigt. Efniviður og aðferðir: Lewis rottur voru meðhöndlaðar í nef með KLH til að mynda KLH slímhúðarþol. Allar rotturnar voru bólu- settar undir húð með BSA sameind og BSA liðbólga síðan fram- kölluð í vinstri hnjálið þeirra með því að sprauta BSA inn í hann. Saltvatni var sprautað í hægri hnjálið rottnanna til viðmiðunar. Um leið og BSA og saltvatni var sprautað í hnjáliðina var KLH sprautað í liðina. Niðurstöður: BSA-innsprautun olli liðbólgu í vinstra hnjálið allra rottnanna en mun minni í þeim rottum sem höfðu myndað KLH slímhúðarþol. Ályktanir: Petta gefur vonir urn að hægt sé að nota nándarþol í meðhöndlun liðagigtar og annarra sjálfsofnæmissjúkdóma þó að sjálfsantigenin séu ekki þekkt. E 89 Áhrif NSAID á bráða og króníska liðbólgu í rottum Sigrún L. Si^urðardóttir . Jóna Freysdóttir , Þóra Víkingsdóttir’. Helgi Valdimarsson ", Arnór Víkingsson 1 Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild Landspítala,3Lyfjaþróunhf.,4gigtardeild Landspítala sisnmls@landspitali.is Inngangur: Iktsýki (rheumatoid arthritis) einkennist af langvinn- um fjölliðabólgum sem geta leitt til liðskemmda. Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) eru mikið notuð í meðferð á iktsýki. Pó að lyfin dragi úr einkennum sjúklinga, aðallega verkjum, eru áhrif þeirra á langvinnar bólgur ekki vel rannsökuð. Fræðilega gætu þau jafnvel aukið á liðskemmdir. Lyfin hafa einnig umtalsverðar aukaverkanir og því full þörf á að kanna raunveruleg áhrif lyfj- anna á langvinnar bólgur í liðagigt. Efniviður og aðferðir: Framkölluð var vakasértæk liðbólga í hnjá- liðunt þriggja hópa Lewis kvenrottna. í líkaninu kemur fyrst fram bráður bólgufasi og síðan langvinn liðbólga. Fyrsti rottuhópurinn fékk ekkert NSAID (viðmiðunarhópur), annar hópurinn fékk NSAID allan tímann, en þriðji fékk NSAID í þrjár vikur fyrir framköllun liðbólgunnar. Niðurstöður: í Ijós kom að viðvarandi NSAID-gjöf dró veru- lega úr bráðabólgu en hafði engin áhrif á langvinna liðbólgu. Tímabundin gjöf NSAID fyrir framköllun bráðafasans jók bráða- bólguna verulega en hafði ekki áhrif á Iangvinna liðbólgufasann. Rannsóknum á áhrifum NSAID á liðskemmdir er ekki lokið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.