Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 56
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ i af súrum drykkjum á dag benti til glerungseyðingar. Engin tengsl fundust milli neyslu drykkja og glerungseyðingar á jöxlum, en marktæk tengsl fundust við mikla eyðingu á framtönnum (OR 3,17; p<0,001). Eiginleikar munnvatns voru minna tengdir gler- ungseyðingu, að frátöldu lágri buffer virkni munnvatns sem var tengd mikilli eyðingu á framtönnum (kí-kvaðrat=6,57; p<0,05). Ályktanir: Glerungseyðing er fjölþættur sjúkdómur sem hefur áhrif á bæði framtennur og jaxla. Víxlverkun milli orsakaþátta og varnarkerfa munnholsins eru flókin og hefur enn ekki verið lýst á fullnægjandi hátt til að útskýra dreifingu og alvarleika glerungs- eyðingar sem sjást í kínískri skoðun. E 93 Klínískt mat á áhrifum tveggja tannbindiefna á við- kvæmni í jöxlum eftir ísetningu komposit fyllinga Sigl'ús Þúr Elíasson. Svend Richter Tannlækningastofnun, tannlæknadeild H1 sigfuse@hi.is Inngangiir: Sjálfætandi (self etching) tannbindiefni eru talin hindra betur viðkvæmni við hitabreytingar og tyggingu eftir ísetningu fyll- inga en þegar tannbeinið er heilætað með fosfórsýru (total etching). Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta réttmæti þessarar kenningar við venjulegar klínískar aðstæður á tannlækningastofu. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem leituðu á einkatannlækn- ingastolu og þurftu I. og II. klassa fyllingar í jaxla voru valdir. Settar voru 30 komposit fyllingar þar sem sjálfætandi bindiefni (Adper Promt L-Pop, 3M Espe) var notað og 30 fyllingar þar sem preparationin var öll ætuð með 35% fosforsýrugeli áður en bindiefni (Adper Scotchbond 1 XT, 3M Espe) var borið á. Skornar voru hefðbundnar preparationir og þær einungis nýttar sem höfðu allar brúnir í glerungi. Jaxlarnir voru allir fylltir með sama komposit fyllingarefni (Supreme, 3M Espe). Sjúklingar voru spurðir eftir eina viku og aftur eftir 6-8 mánuði frá ísetningu, hvort þeir hafi fundið fyrir óþægindum. Ef svarið var já voru þeir beðnir að lýsa því nánar. Helstu niðurstöður: Enginn tölfræðilegur munur var milli hóp- anna, hvorki eftir viku né 6-8 mánuði. Fjórir sjúklingar, tveir úr hvorum hópi, kvörtuðu um einhverja viðkvæmni eftir viku. Ein fyllinganna, sem var úr sjálfætingarhópnum, reyndist greinilega of há og var lagfærð. Við 6-8 mánaða skoðun sagðist einn úr hvor- um hópi öðru hverju verða viðkvæmur. Voru það ekki þeir sömu og höfðu kvartað í upphafi. Ályktanir: Viðkvæmni var mjög sjaldgæf eftir notkun beggja þess- ara tannbindiefna. Viðkvæmni fer hugsanlega eftir klínískri reynslu og aðferð við ísetningu fyllinga fremur en tegund tannbindiefnis. E 94 Áhrif brottfalls á langtímarannsóknir á tannheilsu og lífsstíl íslenskra unglinga Inga B. Árnailóttir, W. Peter Holbrook, Sigurður Rúnar Sæmundsson Tannlæknadeild H1 iarnad@hi.is Inngangur: Mat á brottfalli úr langtímarannsókn á tannátu og lífs- stíl tengdum tannátu meðal unglinga. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak 150 14 ára einstaklinga sem búsettir voru til sjávar, sveita og í borg. Árið 1994 voru þáttakend- ur skoðaðir með tilliti til tannátu og áhættuþættir tannátu voru metnir með spurningalistum. Úrtakinu var fylgt eftir árið 1996 og 2000 og brottfall einstaklinga metið og greint. Niðurstöður: Meðalaukning tannátu frá 14-16 ára var 2,4 (sd 4,8; n=123) skemmdir fletir, en 4,46 (sd 5,6; n =51) frá 16-20 ára. Hlutfall af einstaklingum án tannátu við 14, 16 og 20 ára var 29,0%, 20,0% og 11,6%. Brottfall var 18% frá 14 ára aldrinum til 16 ára aldurs, 59% frá 16 til 20 ára og 66% brottfall alls frá 14-20 ára. Við greiningu á brottfalli árið 2000 kom í ljós að flestir brottfallnir voru búsetlir í sjávarþorpi en fæstir bjuggu í sveit (47,4%; p<0,02). Brottfallnir árið 2000 komu sjaldnar til tannlæknis árið 1996 en þátttakendur gerðu (p<0,02) og brottfallnir voru með tíðari sykurneyslu (p<0,05). Brottfallnir höfðu líka hærri tannátutíðni við 16 ára aldurinn, mean DFS hjá brottföllnum var 8,6 (9,4) en 5,5 (8,6) hjá þátttakendum. Ályktanir: Einstaklingum án tannátu fækkar hratt frá fjórtán ára til tvítugs og tannáta eykst um >1 flöt á ári. Brottfall úr þessari langtímarannsókn tengist tannátu, en slík tenging veldur val- skekkju (selection bias). Brottfallnir eru líklegri til að búa í þeim byggðum þar sem tannátutíðni er há, líklegri til að hafa aukna tíðni tannátu í byrjun rannsóknarinnar, líklegri til að fara sjaldnar til tannlæknis og líklegri til að neyta oftar sætinda. Þetta leiðir til þess að valskekkjan er líkleg til að valda vanmati á tannátutíðni og nýgengi tannátu. E 95 Bakteríurnar Prevotella intermedialnigrescens og tengsl þeirra við þungunartannholdsbólgu (pregnancy gingi- vitis) Gunnstcinn Haraldssnn'. Mervi Latva-aho2, W. Peter Holbrook', Eija Könönen2 ‘Tannlæknadeild HÍ, 2National Public Health Institute (KTL) Helsinki, Finnlandi Inngangur: Hormónabreytingar á meðgöngu hafa áhrif á góm og tannhold. Bacteroides intermedius var áður tengd þungunartann- holdsbólgu (pregnancy gingivitis), en tegundinni var skipt í tvær svipfarslega eins tegundir Prevotella intermedia (Pi) og Prevotella nigrescens (Pn), sem engöngu er hægt að aðskilja með sameinda- fræðilegum aðferðum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort aðeins P. intermedia eða P. nigrescens eða þær báðar, eiga þátt í breytingu örveruflórunnar sem verður við þungun. Efniviður og aðferðir: Samtals 300 stofnar, úr tannholdi og munn- vatni 15 heilbrigðra, reyklausra, þungaðra kvenna (aldur 24-34 ár; meðaltal 28,7 ár) við 12-14, 25-27, og/eða 34-38 vikna með- göngu, og/eða 4-6 vikum eftir fæðingu, voru greindir sem PilPn með svipfarsprófum (brúnir, gram-neikvæðir, stuttir stafir, lipasa og indole jákvæðir). Stofnarnir voru svo frekar greindir með tegundasérvirkum PCR prímerum, fyrir Pi (PI3 5‘-3‘ CCC GAT GTT GTC CAC ATA TGG og PI4 5‘-3‘ GCA TAC GTT GCG TGC ACT CAA G) og Pn (PNl-kort 5‘-3‘ TTG AGT ACA CGC AGC GCA GGC G og PN3 5‘-3‘ CCC GAT GGC AAC gah@hi.is 56 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.