Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 58
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl við notuðum alþjóðlega flokkunar- og stigunarkerfið fyrir elli- hrörnun í augnbotnum til að flokka eftir tegundum og til að stiga breytingar. Helstu niðurstöður: Algengi þurrar ellihrörnunar á lokastigi á þátttakendum 70 ára ogeldri var 9,2% (95% CI 5,6-12,7) og sömu tölur fyrir vota ellihrörnun voru 2,3% (95% CI 0,5-4,1). Fimm ára nýgengi fyrir þá sem voru 70-79 ára við fyrri skoðun var 4,4% (95% CI 0,9-7,9) fyrir þurrar lokastigsbreytingar ellihrörnunar og 0,0% fyrir votu tegundina. Ályktanir: Þurra lokastigsform ellihrörnunar er mun algengari á íslandi en meðal annarra hvítra þjóða og vota tegundin er öllu sjaldgæfari en annars staðar. E 99 Súrefnismettun í sjónhimnu við breytilegt hlutfall súr- efnis í innöndunarlofti Svcinn Hákon Harðarson', Gunnar Már Zoega3, Gísli Hreinn Halldórsson2, Róbert Arnar Karlsson2, Aðalbjörn Þorsleinsson4, Þór Eysteinsson1-3, Jón Atli Benediktsson2, Einar Stefánsson1-3 ‘Læknadeild og 2verkfræðideild HÍ, 3augndeild og ‘'svæfingadeild Landspítala einarste@landspitali. is Inngangur: Prófaður var tækjabúnaður til að mælingar á súefnis- mettun í blóðrauða í augnbotnum. Tækið reiknar ljósþéttnihlut- fall (ODR) í æðum en ODR lækkar með aukinni súrefnismettun blóðrauða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tækja- búnaðurinn getur numið breytingar á ODR ef hlutfall súrefnis í innöndunarlofti breytist. Efniviður og aðferðir: Tækið er augnbotnamyndavél með fjórum ljóssíum og stafrænum skynjara. Það sýnir augnbotninn í ljósi fjögurra bylgjulengda. Tölvuforrit reiknar ODR út frá myndun- um. Heilbrigðir sjálfboðaliðar önduðu að sér andrúmslofti (n=5) eða lofti með lækkuðu (n=4) eða hækkuðu (n=5) súrefnishlutfalli. Súrefnismettun blóðrauða í slagæðablóði var mæld með mettun- armæli á fingri. Parað t-próf var notað til að bera saman ODR við mismunandi súrefnisstyrk í innöndunarlofti. Niðurstöður: Samkvæmt fingurmæli lækkaði mettun blóðrauða niður í 89±4% (meðaltal±staðalfrávik) þegar súrefnishlutfall í innöndunarlofti var lækkað. Mettun var 99-100% þegar súrefnis- hlutfall var hækkað. I slagæðlingum sjónhimnu mældist ODR(558/ 586) 0,13 (0,03 lil 0,24) (meðaltal og 95% öryggisbil) lægra við inn- öndun andrúmslofts en súrefnisskerts lofts (ómarktækur munur á ODR605/586). í bláæðlingum sjónhimnu reyndist ODR(6(|S/5fj6) 0,17 (0,12 til 0,22) hærra við innöndun andrúmslofts en súrefnisbætts lofts. ODR(605/5g6) var 0,02 (0,04 til -0,002, ekki marktækt) lægra í bláæðlingum við innöndun andrúmslofts en súrefnisskerts lofts. Við innöndun andrúmslofts var ODR(605/586) 0,37 (0,19 til 0,55) lægra í slagæðlingum en bláæðlingum. Ályktanir: Tækjabúnaðurinn getur greint mun á ODR við breyti- legt súrefnishlutfall í innöndunarlofti og mun á slagæðlingum og bláæðlingum við innöndun andrúmslofts. E100 Indómetacín lækkar súrefnisþrýsting sjóntaugar og dregur úr áhrifum koltvísýrings og hömlun kolanhýdrasa á þrýstinginn Þór Eystcinsson1-2, Daniella Bach Pedersen3, Jens F. Kiilgaard3, Morten la Cour3, Kurt Bang3, Peter K. Jensen3, Einar Stefánssonu 'Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala, 3augndeild Kaupmannahafnarhá- skóla thore@landspitali. is Inngangur: Innöndun koltvísýrings og hömlun kolanhýdrasa auka súrefnisþrýsting (ONPO,) í sjóntaug og sjónhimnu. Til að kanna nánar þátt prostaglandína í stjórn ONPOz var skoðað hver áhrif cýkló-oxygenasa-hamlarans indómetacíns væru á ONP02. Jafnframt voru áhrif indómetacíns á aukingu ONPOz við innönd- un C02 og hömlun kolanhýdrasa skoðuð í svínum. Efniviður og aðferðir: ONPO, var mældur í 11 svínum með pól- argrafískum súrefnisskautum. Oddur rafskautsins var staðsettur í 0,5 mm fjarlægð frá sjóntaugarósi. Áhrif indómetacín inngjafar í bláæð, innöndunar C02 (3%) fyrir og eftir indómetacín inngjöf, og áhrif kolanhýdrasa hamlara með eða án indómetacín inngjafar voru fyrst skoðuð. Niðurstöður: Inngjöf 300 mg af indómetacíni lækkaði ONPOz marktækt. Hömlun kolanhýdrasa og innöndun C02 jók ONP02 marktækt. Eftir inngjöf indómetacíns var hækkun ONPO, sem kolanhýdrasa-hömlun og innöndun C02 valda marktækt lækkuð. Ályktanir: Inngjafir indómetacíns lækka súrefnisþrýsting sjón- taugar, sem er líklega vegna lækkunar í blóðflæði er orsakast af samdrætti æða í sjóntaug. Að auki dregur indómetacín úr aukn- ingu ONP02 vegna innöndunar C02 og hömlunar kolanhýdrasa, og virðist því verka á stjórnun æðavíddar í sjóntaug. E 101 Þáttur adrenergra viðtaka í stjórnun blóðflæðis í sjón- himnu Svanborg Gísladóttir. Þór Eysteinsson, Stefán B. Sigurðsson Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar HI stefsig@hi.is Inngangur: Ein aðalorsök ólæknandi blindu er augnsjúkdómurinn gláka. Einkenni sjúkdómsins er sívaxandi dauði sjóntaugafrumna sem ekki er hægt að bæta upp og leiðir það til stöðugt minnkandi næmi sjónhimnunnar. Oftast mælist hækkaður augnþrýstingur samfara sjúkdómnum og hefur það yfirleitt verið talin orsök hans. Nýlegar rannsóknir benda þó til að minnkað blóðflæði til sjónhimnu og/eða sjóntaugar geti verið einn af orsakavöldum sjúkdómsins. Minnkunin gæti stafað af auknum augnþrýstingi og/eða þrengingu æða sem flytja súrefni/næringu til taugafrumna sjónhimnunnar. Efniviður og aðferðir: Rannsókn okkar snýr að blóðflæðiþætti sjúkdómsins með aðaláherslu á hlutverki adrenerga viðtaka í sléttum vöðvum æða í sjónhimnu. Notuð er sérhæfð tækni svo- kölluð „small vessel myography“ til að mæla þrengingu/víkkun æða. Notaðar eru æðar (retinal arteries) úr augnbotni kýrauga. Niðurstöður: Rannsökuð hafa verið áhrif noradrenalíns (a og (3 virkjari) sem veldur kröftugum samdrætti í sléttum vöðvum í veggjum æðanna. Fæst fram lágmarkssvörun í styrknum 10 s M 58 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.