Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 69
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA H I Ályktanir: Þróun í sölu á íslandi hefur verið til aukningar í notk- un verkjalyfja en notkunin er hins vegar ekki meiri en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er afstaða til verkjalyfja almennt frekar jákvæð þó ekki sé unnt að yfir- færa það á alla þjóðina. Fólk virðist ekki vita nógu mikið um verkja- lyf til að taka upplýstar ákvarðanir um val á hentugasta lyfinu. E 130 Bólusetning þorsks og sandhverfu Bryndís Björnsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót Magnadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum bjarngud@hi.is Inngangur: Notkun bóluefna í fiskeldi er ein af undirstöðum þess árangurs sem náðst hefur í atvinnugreininni. Mikill áhugi er nú á eldi sjávarfiska á íslandi, en einu tiltæku bóluefnin á markaði eru fyrir lax, auk eins þorskabóluefnis. Bakteríurnar Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes (Asa) og Listonella anguill- arum (La) valda sjúkómum í öllum fisktegundum sem eru í eldi á Islandi og Moritella viscosa (Mv) er vandamál í lax- og þorskeldi og sandhverfa er næm fyrir smiti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort fjölgilt laxabóluefni veitti þorski og sandhverfu ónæmisvörn og meta áhrif bólusetningar á vöxt. Efniviður og aðferöir: Þorsk- og sandhverfuseiði voru bólusett með fjölgildu laxabóluefni og tilraunasýking framkvæmd átta vikum síðar. Fylgst var með þyngdaraukningu seiða og samgrón- ingar í kviðarholi af völdum ónæmisglæðis voru metnir. Magn mótefna gegn hverjum bakteríustofni í blóðvatni var mælt með ELISA-prófi. Ónæmisvörn var metin út frá hlutfallslegri lifun óbólusettra og bólusettra fiska. Helstu niðurstöður: Bóluefnið veitti þorski góða vörn gegn La, en ekki gegn Asa eða Mv. Það veitti sandhverfu ekki mælanlega vörn. Sértæk anti-Asa og anti-Mv mótefni greindust í sandhverfu, en einu sértæku mótefnin sem greindust í þorski voru gegn Mv. Bólusetning dró úr þyngdaraukningu þorsks en hafði ekki mark- tæk áhrif á vöxt sandhverfu. Umtalsverðar breytingar í kviðarholi vegna ónæmisglæðis sáust hjá þorski en ekki sandhverfu. I fyrri rannsóknum veittu hliðstæð bóluefni laxi og lúðu en ekki hlýra vörn gegn kýlaveikibróður. Ályktanir: Bóluefnið AlphaJect5200 myndar hvorki ónæmisvörn í þorski né sandhverfu gegn Mv og Asa, en það ver þorsk gegn La sýkingu. Bólusetning dregur úr þyngdaraukningu þorsks að minnsta kosti í 13 vikur eftir bólusetningu en hefur ekki áhrif á vöxt sandhverfu. E 131 Þróun retróveiruhindrans APOBEC3 í spendýrum Stel'án Ragnur Jónsson1-2, Reuben S. Harris2, Sigríður Rut Franzdóttir', Ólafur S. Andrésson1-’, Valgerður Andrésdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2University of Minnesota, ’Líffræðistofnun HÍ stefanjo@hi.is Inngangur: APOBEC próteinin eru fjölskylda cytidine deam- inasa. Þessi prótein hafa fengið mikla athygli frá því að sýnt var fram á að APOBEC3G veldur stökkbreytingum í erfðaefni HIV-1 og annarra retróveira með því að afaminera cytidine yfir í uridine í einþátta DNA meðan víxlritun á sér stað. HIV-1 á þó mótleik við þessu, sem er veirupróteinið Vif, en það veldur ubiquitin merkingu APOBEC3G og stuðlar þannig að niðurbroti þess. APOBEC3 prótein er einungis að finna í spendýrum, en þó er mikill munur á fjölda þeirra innan spendýrafánunnar, menn og mannapar hafa átta slík prótein en mýs og rottur einungis eitt. Ekki er vitað um aðra próteinfjölskyldu þar sem orðið hefur slík margföldun á þeim tíma sem liðinn er frá tilkomu spendýra. APOBEC3 próteinin eru einnig sérstök að því leyti að þau eru undir einhverju sterkasta jákvæða vali (positive selection) sem þekkist. Þetta val virðist hafa átt sér stað lengur en sambúðin við lentiveirur og Vif. Sú tilgáta hefur verið sett fram að eitt af upphaflegum hlutverkum APOBEC3 próteinanna hafi verið að hindra endogen retróveirur í því að valda ójafnvægi í erfðameng- inu. í þessari rannsókn var tilvist og fjöldi APOEBEC3 próteina í kindum og öðrum klaufdýrum könnuð. Efniviður og aðferðir: Raðir úr gagnabönkum voru notaðar til að spá fyrir um basaröð próteinanna byggt á skyldleika próteinanna og varðveislu. Genin voru mögnuð upp úr cDNAi með varðveitt- um vísum og klónuð inn í vektora sem hægt er að nota til að gera prófanir á virkni þeirra og sértækni. Einnig voru ummerki um APOBEC3 í kindafrumum staðfest með því að raðgreina erfða- efni vif- mæði-visnuveiru. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að í klaufdýrum séu fleiri en eitt APOBEC3 prótein. Genin virðast því hafa fjölfaldast áður en klaufdýr og primatar aðskildust. E 132 Tjáning komplementpróteina og stýrður frumudauði í þroskun líffæra þorsks (Gadus morhua L.) Sigrún Lange1, Alister W. Dodds2, Slavko Bambir1, Bergljót Magnadóttir1 'Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum, 2MRC Immuno- chemistry Unit, Department of Biochemistry, University of Oxford, UK bergmagn@hi.is Inngangur: Komplementkerfið er mikilvægur liður í bæði sér- virkum og ósérvirkum sjúkdómsvörnum. Það tekur þátt í vörnum gegn sýkingu og í viðhaldi jafnvægis til dæmis í kjölfar bráðasvars eða vegna stýrðs frumudauða. C3 er helsta prótein allra ferla komplementkerfisins og tekur þátt í áthúðun og frumurofi. Sýnt hefur verið fram á að Apolipoprotein A-I (ApoLP A-I), prótein- þáttur eðlisþungra fitupróteina í sermi, hindrar frumurofsferlið með vatnsfælinni tengingu við C3 í sermi þorsks og hefur þannig hugsanlegu stjórnhlutverki að gegna. C3 hefur verið greint með ónæmislitun þunnsneiða og ónæmisþrykki í ýmsum líffærum þorsks allt frá líffæramyndun á fósturskeiði. í þessu verkefni var tjáning C3 og ApoLP A-I greind í þorskalirfum auk stýrðs frumudauða. Efniviður og aðferðir: Sýni voru tekin í formalín af þorskahrogn- um og lirfum frá 4 til 57 dögum eftir klak og steypt í vax fyrir vefja- skoðun. Digoxigenine merktir þreifarar voru útbúnir fyrir C3 og ApoLP A-I og staðbundin þáttatenging (in situ hybridisation) notuð til að greina tjáningu þessara próteina. TUNEL litun fyrir Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.