Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 73
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ þessar frumur að losa sig við ákveðin litningasvæði áður en þær geta myndað æxli. Með notkun þessa prófs hefur fundist svæði á 3p sem kallast C3CER1. Þetta svæði nær yfir 1.4 Mb á 3p21.3, þar eru 19 virk gen. Samskonar svæði eru felld út í tveimur mismunandi æxlisgerðum, músa fíbrósarkmeinum og manna nýrnakrabbameini. Þetta bendir til þess að mikilvægi C3CER1 svæðisins sé hvorki háð tegund né vefjagerð. Efniviður og aðferðir: Við greindum tap á arfblendni í 576 manna æxlum frá 10 mismunandi líffærum. Við bárum saman úrfellingar- tíðnina á C3CER1 við úrfellingartíðni tveggja annarra svæða á 3p í sömu æxlum, FHIT/FRA3B svæðið á 3pl4.2 og VHL svæðið á 3p25.3. Niðurstöður: Yfir heildina var um að ræða 83% úrfellingartíðni á C3CER1, helmingur þeirra æxla (47%) greindust með tap á öllum erfðamörkum sem bendir til þess að um tiltölulega stóra úrfellingu sé að ræða. Hinn helmingurinn (53%) var með ósam- felldar úrfellingar sem er merki um brotpunkta eða minni úrfell- ingar með bili á milli. Þegar litið var á tíðni úrfellinga með tilliti til æxlisgerðar kom í ljós að hlutfall æxla með C3CER1 úrfellingar var hátt í öllum líffærum, 70-94%, að undanskildum sarkmeinum, 40%. Við fundum úrfellingar á VHL svæðinu í 73% æxla og á FHIT svæðinu 43%. Ályktanir: C3CER1 úrfellingar eru hvorki tegunda né vefja sér- tækar. Hæsta tíðni úrfellinga er á C3CER1, ekki virðist vera um að ræða brot á litningnum á FRA3B brothætta svæðinu sem leiðir til þess að mestur hluti 3p týnist heldur eru litlar ósamfelldar úrfellingar meðal annars á C3CER1 mun algengari. V 06 Rannsókn á umhverfu á litningi 8p leiddi í Ijós tengsl við felmtursröskun (panic disorder) á íslandi Sóley Björnsdóttir', Catalina López-Correa1, Sigurborg Matthíasdóttir1, Högni Óskarsson2, Jón G. Stefánsson3, Halldór Kolbeinsson3, Eiríkur Líndal’, Margrét Steinarsdóttir3, Hreinn Stefánsson', Jóhannes Björnsson3, Natasa Desnica1, Jesus Sainz1, Adam Baker1, Einar Guðfinnsson1, Mike Frigge1, Jeffrey Gulcher1, Augustine Kong1, Þorgeir Þorgeirsson1, Kári Stefánsson1 'Islensk erfðagreining, 2Þerapeia hf., 3Landspítali Hringbraut soley.bjornsdottir@decode.is Inngangur: Umhverfur, bæði ættgengar og einstök tilvik, breyta byggingu litninga. Niðurstöður rannsókna sýna að þær geta verið sjúkdómsvaldandi með áhrifum á gen í og við umhverfuna, eða með því að valda öðrum byggingarbreytingum í afkvæmum arfbera. Umhverfuna sem hér um ræðir fundu Karl W. Broman og James L. Weber fyrir fjórum árum og er þekkt að hún geti valdið ýmsum byggingarbreytingum (Am J Hum Genet. Giglio, et al. 2001 og 2002). Efniviöur og aðferðir: í þessari rannsókn voru bacterial arti- ficial chromosomes, BAC-ar, notaðir til að kortleggja um- hverfusvæðið með fluorescent in situ hybridisation, FISH, á litningum. Brotsvæðin voru staðsett nánar og BAC-a pör innan umhverfunnar notuð til að arfgerðagreina 244 sýni úr ein- staklingum með tilliti til umhverfunnar á 8p. Niðurstöður: Tíðni umhverfunnar reyndist tölfræðilega mark- tækt hærri í felmtursröskunarhópnum en í viðmiðunarhópnum (áhættuhlutfall=l,5). Með samanburði á FISH gögnum og arfgerðum erfðamarka á svæðinu fannst sterk fylgni milli erfða- marka og FISH-litningagerðar. Með þessum erfðamörkum var hægt að meta litningagerð án þess að gera FISH og þannig var fylgni á milli umhverfunnar og felmtursröskunar staðfest í stærra þýði (p=5X10-4). Einnig kom í ljós að sú basaröð sem gefin er upp í gagnabanka University of California í Santa Cruz, UCSC, júlí 2003, build 34, er sú sem er sjaldgæfari á íslandi. Ályktanir: Ekki er ljóst hvort áhættuþátturinn er sjálf bygg- ingarbreytingin eða breytileiki í geni á eða í námunda við um- hverfusvæðið sem er um 5 Mb að stærð. Niðurstöður okkar styðja þá hugmynd að breytileiki í litningagerð geti átt hlut í myndun flókinna erfðasjúkdóma. V 07 Afbrigðileg geislaskaut og frumuskautun í myndun brjóstakrabbameins Jenný Björk Þorsteinsdóttir1-2, Þórarinn Guöjónsson1-, Valgarður Sigurðsson1-2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Jens Kjartansson4, Helga M. Ögmundsdóttir1-2 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknastofa í meinafræði Landspítala, 4St. Jósefsspítali Hafnarfirði jenny@krabb.is Inngangur: I eðlilegri skautaðri þekjufrumu er eitt geislaskaut fyrir ofan kjarnann, fjærst grunnhimnunni. Geislaskautin taka þátt í myndun skiptispólu og sjá um eðlileg lok frumuskiptingar. Einnig eru vísbendingar um að geislaskaut séu mikilvæg í við- haldi á eðlilegri skautun frumunnar. Eitt augljósasta sérkenni ill- kynja frumuvaxtar er brenglun á réttri vefjabyggingu og skautun. Lýst hefur verið afbrigðum í fjölda og útliti geislaskauta í krabba- meinum og eru vísbendingar um að slíkar breytingar geti orðið mjög snemma í myndun krabbameina. Afbrigði í geislaskautum eru talin hugsanlegur undanfari litningabreytinga. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru annars vegar frumulínur úr brjóstvef: MSF10A (úr góðkynja brjóstvef), nokkrar línur úr eigin safni búnar til með innsetningu á E6/E7 genum úr papillomaveiru í frumur úr eðlilegri og afbrigðilegri brjóstaþekju. Hins vegar voru notaðar frumur einangraðar beint úr brjóstaminnkunarað- gerðum. Frumurnar voru skoðaðar eftir mismargar uppskipting- ar, flúrlitaðar með mótefnum gegn y-tubulini og pericentrini og skoðaðar í confocal smásjá. Starfræn frumuskautun var metin með rafviðámsmælingu. Niðurstöður: Frumniðurstöður sýna að afbrigði í geislaskautum koma fram við ræktun á brjóstvef og fjölgar þeim með auknum fjölda uppskiptinga. Frumulínan MCF10A, talin eðlileg en eftir áralanga ræktun má sjá aukinn fjölda geislaskauta. Af frumulín- um úr eigin safni sýndu þær sem bera stökkbreytt BRCA2 meiri afbrigði en aðrar og þar sáust gallaðar skiptispólur. Starfræn frumuskautun metin með rafviðnámi var lítil í frumulínunum. Unnið er að frekari tilraunum, sérstaklega á ferskum brjósta- þekjufrumum. Ályktanir: Geislaskautum fjölgaði við ræktun í brjóstaþekju. Afbrigði voru sérlega áberandi í frumulínum sem bera stökk- breytt BRCA2 og tengdust þar gölluðum skiptispólum. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.