Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 78
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl Niðurstöður: PS olli marktækri vaxtarhindrun og frumudauða í öllum frumulínum, EC50 fyrir vaxtarhindrun 13-35 |xM. LS var ekki eins öflugur vaxtarhindri en olli jafnmiklum frumudauða. BS og zileuton, sem hindra aðeins 5-LOX en ekki 12-LOX höfðu lítil vaxtarhemjandi áhrif, BS framkallaði stýrðan frumudauða en zileuton hafði minni áhrif í þá veru. Alyktanir: Rannsóknin sýnir að hindrun á 5-LOX hefur aðeins takmörkuð áhrif á vöxt hvítblæðisfrumna en þau fléttuefni sem hindruðu bæði 5- og 12-LOX höfðu marktæk vaxtarhemjandi og frumudrepandi áhrif. Líklegt er að áhrifin, sérstaklega af PS, skýr- ist ekki að öllu leyti af LOX hindrandi verkun. V 20 Genamengi mismunandi tegunda og stofna af ætt- kvíslinni Aeromonas hafa basaraðir aspzincin metalloendo- peptidasans AsaP1 sem er úteitur A. salmonicida ssp. achromogenes, en framleiða ekki ensímið vegna fasaskipta- breytinga Bjarnhciður K. Guðmundsdóttir, Iris Hvanndal, Helga Arnadóttir, Valgerð- ur Andrésdóttir Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum bjarngud@hi.is Inngangur: Ýmsar tegundir lagarbaktería tilheyra ættkvíslinni Aeromonas og eru sumar þekktar sem sýklar í fiskum og spen- dýrum. Endopeptíðasinn AsaPl er úteitur ýmissa A. salmonicida stofna og fyrsta ensím af fjölskyldu málmháðra aspzincin peptíðasa sem hefur verið skilgreint sem bakteríueitur. Markmið verkefnisins var að kanna tíðni arfgerðar og svipgerðar asaPl gensins meðal 44 Aeromonas stofna. Efniviður og aðferðir: Stofnasafnið sanranstóð af einkennisstofn- um A. bestarium, A. caviae, A. hydrophila og fimm undirtegunda A. salmonicida, þremur A. hydrophila stofnum og 33 A. salmon- icida stofnum einangruðum úr sjúkum fiski. E. coli stofn var notaður sem neikvætt viðmið. DNA var einangrað og notað í PCR-próf og til raðgreininga. Við raðgreiningu asaPl gensins var notað DNA A. salmonicida, stofns 265-87, og var sú röð notuð við gerð vísa fyrir PCR-próf. PCR mögnun var gerð á ORF asaPl gensins og virkniseti ensímsins. Samanburðarraðgreining var gerð á ORF valinna stofna. ELISA próf byggt á einstofna anti- AsaPl mótefnum, ónæmisþrykk byggt á fjölstofna mótefni og ensímvirknilitun á SDS-PAGE voru notuð til að greina ensímið í útensímalausnum. Til að kanna skyldleika AsaPl við önnur ensím í aspzincin fjölskyldunni var gert skyldleikatré með aðstoð tölvuforrits. Helstu niðurstööur: PCR mögnun varð með vísum sem magna virkniset asaPl gensins hjá öllum Aeromonas stofnunum og allt genið var magnað hjá 39 stofnum. Hins vegar var AsaPl prótein aðeins tjáð hjá 17 stofnum. Samanburðarraðgreining leiddi í ljós varðveitta fasaskiptabreytingu í asaPI geninu, sem skýrir skort á tjáningu 22ja stofna. Alyktanir: Gen AsaPl bakteríueitursins er þróunarsögulega vel varðveitt og er ekki bundið við tegundina A. salmonicida. Varðveitt fasaskiptabreyting kemur í veg fyrir tjáningu gensins hjá mörgum Aeromonas stofnum. V 21 Breytingar á hjúppróteini mæðivisnuveiru (MW) við náttúrulegar sýkingar Hallgrímur Arnarson1, Valgerður Andrésdóttir1, Sigríður Matthíasdóttir1, Margrét Guðnadóttir2 'Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum, 2veirurannsókna- stofnun læknadeildar HÍ haligra@hi.is Inngangur: Mikill breytileiki, sérstaklega í yfirborðspróteinum, er meðal þátta sem torvelda virkni bólusetninga gegn lentiveirum á borð við HIV og MVV. Mótefnasvar fékkst í kindum með því að sprauta þær með dauðum veiruögnum og sýnt var að það gat varið bólusett dýr gegn smiti í einhverjum tilvikum. Reynt var á bólusetningu í gegnum náttúrulegar smitleiðir en ekki með hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Ræktun úr þessari bólusetningartilraun var nýtt til að kanna breytileika í vækisröð á yfirborðspróteini og einnig voru gerð hlutleysandi mótefnapróf gegn þeim. Niðurstöður þessara próf- ana voru bornar saman og kannað hvort bólusetning hefði áhrif á breytingar á væki. Efniviður og aðferðir: í bóluefni voru notaðar fixeraðar veiruagn- ir af stofni K796 ásamt ónæmisglæði. Tvílembingapör þar sem annar einstaklingur var bólusettur en hinn ekki voru með kindurn sýktum með bóluefnisstofni. Pari var fórnað þegar viðmiðunar- dýr sýndi merki sýkingar í blóðprófi. Sýking var ákvörðuð með veiruræktun. Klónaðir voru um það bil 450 bp forveiru DNA-bútar úr þess- um ræktum og þeir nýttir til ákvörðunar á vækisröð. Hlutleysandi mótefnapróf voru framkvæmd með sértæku sermi gegn bóluefnisstofni og með breiðvirkara sermi. Niðurstöður og ályktanir: Bólusetning leiddi lil mótefnasvars sem veitti vörn gegn sýkingu í einhverjum tilvikum. Raðgreiningar bentu til að við náttúrulegar sýkingar komi upp fjöldi breytinga í afvirkjandi væki og mótefnapróf sýndu að þessar breytingar höfðu veruleg áhrif á virkni afvirkjandi mótefna. Þó var ekki hægt að greina að bólusetning hefði áhrif á þessar breytingar. V 22 Mat á aðferðum við DNA-bólusetningu gegn lenti- veirusýkingum í kindum Hallgrímur Arnarson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Guðmundur Pétursson, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum hallgra@hi.is Inngangur: Kostir DNA-bóluefna eru meðal annars að þau geta verið ódýr og einföld í framleiðslu auk þess sem endingartími þeirra getur verið meiri en hefðbundinna bóluefna. DNA-bóluefni geta lrka framkallað frumubundið ónæmissvar sem er eftirsóknar- vert til varnar ýmsum veirusýkingum, til dæmis HiV og MVV. Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum er í samstarfi við átta evrópskar rannsóknarstofnanir þar sem könnuð eru áhrif ónæmisörvandi þátta á svar við bólusetningu. Einnig eru bornar saman aðferðir við að koma bóluefninu á áfangastað í kindunt. 78 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.