Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 86

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 86
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H I andi bakteríu úr framnýra. Fiskurinn var veginn og samgróningar í kviðarholi metnir. Sermi var safnað og notað til að mæla mótefni gegn bakteríunum með ELISA prófi. Niðurstöður: Bólusetning með Alphaject 5200 varði sandhverfu hvorki gegn Asa né Mv sýkingu. Sandhverfa myndaði mótefni gegn frumum Asa eftir bólusetningu en ekki gegn frumum Mv. Mótefnasvar gegn Mv hækkaði í öllum hópum eftir sýkingu en lítil breyting varð á svari hópanna gegn Asa. Smávægilegir sam- gróningar sáust í kviðarholi bólusettra sandhverfa en þeir höfðu ekki marktæk áhrif á vaxtarhraða fisksins. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að laxa- bóluefnið Alphaject 5200 henti ekki til bólusetningar gegn Asa og Mv í sandhverfu. V 42 Þroskun ónæmiskerfis þorsks, Gadus morhua L. greind með rafdrætti, ónæmis- og ensímvefjaskoðun Bcrgljót Magnadóttir'. Sigrún Lange1, Slavko Bambir1, Agnar Steinars- son2, Sigríður Guðmundsdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknarstofnunar á Stað við Grindavík bergmagn@hi.is Inngangur: í þorskeldi eru orsakir affalla meðal annars raktar til tækifærissýkinga úr umhverfinu. Sjúkdómsvarnir hryggdýra skiptast í sérhæft og ósérhæft ónæmiskerfi. Sérhæfða kerfiö er öflugra og sérvirkara og byggir meðal annars á framleiðslu mót- efna. Sérvirkir ónæmisþættir þroskast tiltölulega seint hjá þorski og á fyrstu vikum eftir klak treysta þorskalirfur á ósérvirka ónæmisþætti til varnar gegn sýkingum, til dæmis komplement- kerfið og átfrumur. Efniviður og aðferðir: Hrogna- og lirfusýni voru lekin á tveggja mánaða tímabili, frá frjóvgun þar til 57 dögum eftir klak. Sýni voru a) fryst í fljótandi köfnunarefni og geymd við -80°C fyrir próteineinangrun, b) formalínfest fyrir ónæmisvefjaskoðun og c) sett í TissueTek og fryst fyrir ensímvefjaskoðun. Prótein voru greind í rafdrætti og ónæmisþrykki með mótefnum gegn ýmsum mótefnavökum. Sneiðar úr formalín festum sýnum voru greindar með ónæmisvefjaskoðun og fryst vefjasýni voru lituð fyrir ensím- virkni. Niðurstöður: Vitellogenin, forðaprótein hrogna, entist þar til fóð- urinntaka hófst fjórum dögum eftir klak. Komplement próteinið C3 og tengt stjórnprótein, Apolipoprotein A-I, greindust frá og með líffæramyndun, sjö dögum eftir frjóvgun. C3 sást fyrst í kviðpokahimnu, heila og vöðva. Ekkert mótefni (IgM) kom frá hrygnu og eigin mótefnaframleiðsla greindist ekki á tímabilinu. Ensímlitanir vefjasýna voru jákvæðar í ýmsum líffærum allt frá klaki og ensímvirkni í meltingarvegi jókst fjórum dögum eftir klak. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að komplementkerfið taki þátt í þroskun líffæra auk sjúkdómsvarna. Olíkt ýmsum fiskteg- undum berast mótefni ekki frá hrygnu til fósturs og eigin fram- leiðsla á mótefnum hefst seint. Ensímvirkni tengdist upphafi meltingar og þroskun líffæra ónæmiskerfisins, til dæmis tímus og nýra. V 43 Mótefnasvar í þorski, bólusettum gegn Listonella anguillarum Sigríður Guðinundsdúttir. Bryndís Bjömsdóttir, Bergljót Magnadóttir, Helga Árnadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum siggag@hi.is Inngangur: Bólusetningu er beitt til varnar ýmsunt sjúkdómum í eldisfiski. Bólusetning örvar myndun sérvirkra mótefna og þótt slík svörun sé lág í þorski, getur hann getur samt öðlast vörn. I blóði þorsks er talsvert magn náttúrulegra mótefna. Hér er greint frá rannsókn á mótefnasvari eftir bólusetningu gegn bakteríunni Listonella anguillarum, La, sem veldur víbríuveiki. Efniviður og aðferðir: Þorskseiði, í eldi á Stað við Grindavík, voru bólusett með böðun í 30 mínútur, dýfingu í 30 sekúndur eða stungu í kviðarhol (0,1 ml). ALPHARMA Inc. lagði til sérlöguð bóluefni fyrir þorsk, sem innihalda dauðar La bakteríur af sermisgerðum Olci, 02a og 02þ. Til böðunar og dýfingar var bóluefni í vatnsfasa, en stungubóluefnið var blandað olíuónæmisglæði. Blóði til mót- efnamælinga var safnað tvisvar, fyrir stungu (15 vikum eftir böðun, 9 eftir dýfingu) og 9 vikum eftir stungu. Mótefni gegn frumum La og náttúruleg mótefni gegn TNP-BSA voru mæld í ELISA prófi og með ónæmisþrykki. Þegar bólusett var og blóði safnað var fisk- urinn jafnframt þyngdar- og lengdarmældur. Áhrif ónæmisglæðis á vefi í kviðarholi voru metin 9 vikum eftir stungubólusetningu sam- kvæmt skala Speilbergs, en þar er ástand metið á skalanum 0-6. Niðurstöður: Þorskur bólusettur með böðun og/eða dýfingu sýndi ekki aukningu í mótefnum gegn frumum La í ELISA prófi, en stungubólusetning hækkaði mótefnasvarið marktækt. Sams konar svaranir, en lægri, mældust gegn TNP-BSA. í ónæmis- þrykki gegn La frumum sást aðallega eitt band, nærri 33kD að stærð. Ónæmisglæðir hafði ekki áhrif á vöxt og einkenni sam- kvæmt kvarða Speilbergs voru 1,06 að meðaltali. Ályktanir: Stungubólusetning olli mótefnahækkun, einkum nátt- úrulegra mótefna. Ónæmisglæðir hafði hverfandi áhrif á ástand vefja í kviðarholi og engin á vöxt þorsksins. Þakkir: Verkefnið var styrkt af Tæknisjóði RANNÍS. V 44 Hestahvítfrumur örvaðar in vitro með peptíðum og CpG röðum á tjáningarferju Guðhjörg Ólafsdúttir. Vilhjálmur Svansson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum gudbjol@hi.is Inngangur: Sumarexem (SE) er ofnæmi í hrossum gegn próteinum sem berast við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmið er af gerð I sem er ónæmissvar með IgE framleiðslu á Th2 braut. Sýnt hefur verið fram á að viss peptíð og vissar ómetýleraðar kirnaraðir úr bakteríum (CpG stef) geta virkað sem Thl ónæm- isglæðar. Ákveðin tegundasérvirkni er gagnvart CpG stefjunum, G ACGTT virkar best í músum (músastef) en GTCGTT í hestum (hestastef). Markmið verkefnisins er að finna ónæmisglæða sem örva Thl ónæmissvar í hestum með því framtíðarmarkmiði að nota þá í bóluefni gegn SE. 86 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.