Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 86
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H I
andi bakteríu úr framnýra. Fiskurinn var veginn og samgróningar
í kviðarholi metnir. Sermi var safnað og notað til að mæla mótefni
gegn bakteríunum með ELISA prófi.
Niðurstöður: Bólusetning með Alphaject 5200 varði sandhverfu
hvorki gegn Asa né Mv sýkingu. Sandhverfa myndaði mótefni
gegn frumum Asa eftir bólusetningu en ekki gegn frumum Mv.
Mótefnasvar gegn Mv hækkaði í öllum hópum eftir sýkingu en
lítil breyting varð á svari hópanna gegn Asa. Smávægilegir sam-
gróningar sáust í kviðarholi bólusettra sandhverfa en þeir höfðu
ekki marktæk áhrif á vaxtarhraða fisksins.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að laxa-
bóluefnið Alphaject 5200 henti ekki til bólusetningar gegn Asa
og Mv í sandhverfu.
V 42 Þroskun ónæmiskerfis þorsks, Gadus morhua L.
greind með rafdrætti, ónæmis- og ensímvefjaskoðun
Bcrgljót Magnadóttir'. Sigrún Lange1, Slavko Bambir1, Agnar Steinars-
son2, Sigríður Guðmundsdóttir1
'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Tilraunaeldisstöð Hafrann-
sóknarstofnunar á Stað við Grindavík
bergmagn@hi.is
Inngangur: í þorskeldi eru orsakir affalla meðal annars raktar
til tækifærissýkinga úr umhverfinu. Sjúkdómsvarnir hryggdýra
skiptast í sérhæft og ósérhæft ónæmiskerfi. Sérhæfða kerfiö er
öflugra og sérvirkara og byggir meðal annars á framleiðslu mót-
efna. Sérvirkir ónæmisþættir þroskast tiltölulega seint hjá þorski
og á fyrstu vikum eftir klak treysta þorskalirfur á ósérvirka
ónæmisþætti til varnar gegn sýkingum, til dæmis komplement-
kerfið og átfrumur.
Efniviður og aðferðir: Hrogna- og lirfusýni voru lekin á tveggja
mánaða tímabili, frá frjóvgun þar til 57 dögum eftir klak. Sýni
voru a) fryst í fljótandi köfnunarefni og geymd við -80°C fyrir
próteineinangrun, b) formalínfest fyrir ónæmisvefjaskoðun og
c) sett í TissueTek og fryst fyrir ensímvefjaskoðun. Prótein voru
greind í rafdrætti og ónæmisþrykki með mótefnum gegn ýmsum
mótefnavökum. Sneiðar úr formalín festum sýnum voru greindar
með ónæmisvefjaskoðun og fryst vefjasýni voru lituð fyrir ensím-
virkni.
Niðurstöður: Vitellogenin, forðaprótein hrogna, entist þar til fóð-
urinntaka hófst fjórum dögum eftir klak. Komplement próteinið
C3 og tengt stjórnprótein, Apolipoprotein A-I, greindust frá
og með líffæramyndun, sjö dögum eftir frjóvgun. C3 sást fyrst í
kviðpokahimnu, heila og vöðva. Ekkert mótefni (IgM) kom frá
hrygnu og eigin mótefnaframleiðsla greindist ekki á tímabilinu.
Ensímlitanir vefjasýna voru jákvæðar í ýmsum líffærum allt frá
klaki og ensímvirkni í meltingarvegi jókst fjórum dögum eftir
klak.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að komplementkerfið taki
þátt í þroskun líffæra auk sjúkdómsvarna. Olíkt ýmsum fiskteg-
undum berast mótefni ekki frá hrygnu til fósturs og eigin fram-
leiðsla á mótefnum hefst seint. Ensímvirkni tengdist upphafi
meltingar og þroskun líffæra ónæmiskerfisins, til dæmis tímus og
nýra.
V 43 Mótefnasvar í þorski, bólusettum gegn Listonella
anguillarum
Sigríður Guðinundsdúttir. Bryndís Bjömsdóttir, Bergljót Magnadóttir, Helga
Árnadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir
Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum
siggag@hi.is
Inngangur: Bólusetningu er beitt til varnar ýmsunt sjúkdómum í
eldisfiski. Bólusetning örvar myndun sérvirkra mótefna og þótt
slík svörun sé lág í þorski, getur hann getur samt öðlast vörn. I
blóði þorsks er talsvert magn náttúrulegra mótefna. Hér er greint
frá rannsókn á mótefnasvari eftir bólusetningu gegn bakteríunni
Listonella anguillarum, La, sem veldur víbríuveiki.
Efniviður og aðferðir: Þorskseiði, í eldi á Stað við Grindavík, voru
bólusett með böðun í 30 mínútur, dýfingu í 30 sekúndur eða stungu
í kviðarhol (0,1 ml). ALPHARMA Inc. lagði til sérlöguð bóluefni
fyrir þorsk, sem innihalda dauðar La bakteríur af sermisgerðum
Olci, 02a og 02þ. Til böðunar og dýfingar var bóluefni í vatnsfasa,
en stungubóluefnið var blandað olíuónæmisglæði. Blóði til mót-
efnamælinga var safnað tvisvar, fyrir stungu (15 vikum eftir böðun,
9 eftir dýfingu) og 9 vikum eftir stungu. Mótefni gegn frumum La
og náttúruleg mótefni gegn TNP-BSA voru mæld í ELISA prófi
og með ónæmisþrykki. Þegar bólusett var og blóði safnað var fisk-
urinn jafnframt þyngdar- og lengdarmældur. Áhrif ónæmisglæðis á
vefi í kviðarholi voru metin 9 vikum eftir stungubólusetningu sam-
kvæmt skala Speilbergs, en þar er ástand metið á skalanum 0-6.
Niðurstöður: Þorskur bólusettur með böðun og/eða dýfingu
sýndi ekki aukningu í mótefnum gegn frumum La í ELISA prófi,
en stungubólusetning hækkaði mótefnasvarið marktækt. Sams
konar svaranir, en lægri, mældust gegn TNP-BSA. í ónæmis-
þrykki gegn La frumum sást aðallega eitt band, nærri 33kD að
stærð. Ónæmisglæðir hafði ekki áhrif á vöxt og einkenni sam-
kvæmt kvarða Speilbergs voru 1,06 að meðaltali.
Ályktanir: Stungubólusetning olli mótefnahækkun, einkum nátt-
úrulegra mótefna. Ónæmisglæðir hafði hverfandi áhrif á ástand
vefja í kviðarholi og engin á vöxt þorsksins.
Þakkir: Verkefnið var styrkt af Tæknisjóði RANNÍS.
V 44 Hestahvítfrumur örvaðar in vitro með peptíðum og
CpG röðum á tjáningarferju
Guðhjörg Ólafsdúttir. Vilhjálmur Svansson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum
gudbjol@hi.is
Inngangur: Sumarexem (SE) er ofnæmi í hrossum gegn próteinum
sem berast við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmið
er af gerð I sem er ónæmissvar með IgE framleiðslu á Th2 braut.
Sýnt hefur verið fram á að viss peptíð og vissar ómetýleraðar
kirnaraðir úr bakteríum (CpG stef) geta virkað sem Thl ónæm-
isglæðar. Ákveðin tegundasérvirkni er gagnvart CpG stefjunum,
G ACGTT virkar best í músum (músastef) en GTCGTT í hestum
(hestastef). Markmið verkefnisins er að finna ónæmisglæða sem
örva Thl ónæmissvar í hestum með því framtíðarmarkmiði að
nota þá í bóluefni gegn SE.
86 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90